Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur hafi verið á einvígi og hólmgöngu.
Mynd af einvígi úr bókinni Shakespeare's England.
Með orðinu einvígi er átt við að einhver gangi einn til bardaga á móti öðrum, hann þiggur ekki hjálp frá sínum mönnum. Sama orð er til í dönsku máli, enekamp, þótt lítið sé notað nú og hafi lotið í lægra haldi fyrir orðinu duel, sem aftur er fengið að láni úr latínu duellum. Duellum mun vera gömul mynd af orðinu bellum 'stríð' og merkingin 'stríð milli tveggja', (duo 'tveir'). Hugsunin er nánast hin sama í báðum orðunum einvígi og duel. Í hinu fyrra er hún 'einn á móti einum' en í hinu síðara 'tveir heyja stríð'.
Heimild um einvígi og hólmgöngu og mynd:
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder III:533-535.
Guðrún Kvaran. „Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2005, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5214.
Guðrún Kvaran. (2005, 23. ágúst). Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5214
Guðrún Kvaran. „Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2005. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5214>.