Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar kann að vera frjótt í ákveðnu samhengi að líta á jörðina eða vistkerfi hennar sem eins konar lífveru, Gaiu, líkt og ýmsir hafa gert á síðustu áratugum. Í svarinu er einnig fjallað stuttlega um sögu þeirra hugmynda sem um er spurt.


Sú hugmynd er ævaforn að maðurinn sé lítill spegill eða eftirmynd af stórri veröld -- og öfugt: veröldin stór eftirmynd af manninum. <->Míkrókosm-makrókosm er hugmyndin nefnd á erlendum málum; maðurinn er hér míkrókosm (lítill heimur), hinn ytri heimur makrókosm (stór heimur).

Búddasiður speglar manninn og heiminn hvorn í öðrum á þennan máta, hindúasiður einnig -- sömu öfl eða guðir eru að verki úti og inni. Gyðingdómur og kristin trú, meðal annarra trúarbragða, eiga Guð bak við heiminn sem skapaði manninn í sinni mynd -- það eru nokkurs konar míkrókosm-makrókosm-vensl. Demókrítos, heimspekingurinn gríski, skýrir hegðun náttúrunnar að nokkru með líkingu við manninn. Platón reisir siðferðið í riti sínu Ríkinu á líkingu borgarsamfélags við mann -- líkt og þrjár stéttir skulu þrífast í ríkinu hefur maðurinn þrefalda sál. Og þannig mætti lengi telja.

Sumir myndu segja svipað á ferðinni í hverri goðsögn sem mennirnir eignast -- maðurinn framlengi eigin hvatir og eðli út í heiminn, kannski til að afsaka breyskleika sinn?

En að því er varðar hina vísindalegu hlið þessarar hugmyndar þá felur þrengsti skilningur meðal annars í sér að "lífvera" sé eitthvað sem hreyfist í einu lagi sem ein heild. Hins vegar er stundum frjótt að slaka á þessari kröfu í tilteknu samhengi. Til dæmis má líta á maurabú sem eina lífveru ef því er að skipta, þó að einingar hennar, maurarnir, hreyfist hver í sínu lagi. Eins er stundum gagnlegt að líta á einstök vistkerfi sem eins konar lífverur.

Það er út frá þessum hugsanagangi sem mönnum hefur dottið í hug að líta á jörðina eða vistkerfi hennar sem eins konar lífveru, Gaiu. Henni er til dæmis skammtaður tími eins og lífverum. Þannig vitum við að sögu lífsins á jörðinni hlýtur að ljúka ekki síðar en þegar sólin þenst út og gleypir jörðina. Þessari sögu gæti líka lokið miklu fyrr til að mynda af völdum lífsins sjálfs, einkum þeirrar tegundar sem nú fer mest fyrir, það er að segja mannanna.

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.6.2000

Spyrjandi

Arnaldur Björnsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=522.

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 16. júní). Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=522

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=522>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?
Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar kann að vera frjótt í ákveðnu samhengi að líta á jörðina eða vistkerfi hennar sem eins konar lífveru, Gaiu, líkt og ýmsir hafa gert á síðustu áratugum. Í svarinu er einnig fjallað stuttlega um sögu þeirra hugmynda sem um er spurt.


Sú hugmynd er ævaforn að maðurinn sé lítill spegill eða eftirmynd af stórri veröld -- og öfugt: veröldin stór eftirmynd af manninum. <->Míkrókosm-makrókosm er hugmyndin nefnd á erlendum málum; maðurinn er hér míkrókosm (lítill heimur), hinn ytri heimur makrókosm (stór heimur).

Búddasiður speglar manninn og heiminn hvorn í öðrum á þennan máta, hindúasiður einnig -- sömu öfl eða guðir eru að verki úti og inni. Gyðingdómur og kristin trú, meðal annarra trúarbragða, eiga Guð bak við heiminn sem skapaði manninn í sinni mynd -- það eru nokkurs konar míkrókosm-makrókosm-vensl. Demókrítos, heimspekingurinn gríski, skýrir hegðun náttúrunnar að nokkru með líkingu við manninn. Platón reisir siðferðið í riti sínu Ríkinu á líkingu borgarsamfélags við mann -- líkt og þrjár stéttir skulu þrífast í ríkinu hefur maðurinn þrefalda sál. Og þannig mætti lengi telja.

Sumir myndu segja svipað á ferðinni í hverri goðsögn sem mennirnir eignast -- maðurinn framlengi eigin hvatir og eðli út í heiminn, kannski til að afsaka breyskleika sinn?

En að því er varðar hina vísindalegu hlið þessarar hugmyndar þá felur þrengsti skilningur meðal annars í sér að "lífvera" sé eitthvað sem hreyfist í einu lagi sem ein heild. Hins vegar er stundum frjótt að slaka á þessari kröfu í tilteknu samhengi. Til dæmis má líta á maurabú sem eina lífveru ef því er að skipta, þó að einingar hennar, maurarnir, hreyfist hver í sínu lagi. Eins er stundum gagnlegt að líta á einstök vistkerfi sem eins konar lífverur.

Það er út frá þessum hugsanagangi sem mönnum hefur dottið í hug að líta á jörðina eða vistkerfi hennar sem eins konar lífveru, Gaiu. Henni er til dæmis skammtaður tími eins og lífverum. Þannig vitum við að sögu lífsins á jörðinni hlýtur að ljúka ekki síðar en þegar sólin þenst út og gleypir jörðina. Þessari sögu gæti líka lokið miklu fyrr til að mynda af völdum lífsins sjálfs, einkum þeirrar tegundar sem nú fer mest fyrir, það er að segja mannanna....