Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?

GÞM

Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu.

Í Landnámu er minnst á tvær konur sem hétu Lofthæna, en önnur var dótturdóttir hinnar. Í Íslendingabók er að finna eina konu með þessu nafni. Hún hét Lofthæna Guðmundsdóttir (1842 - 1912) og bjó í Skaftafellssýslu.

Óvíst er hvaðan nafnið kemur. Einhverjar hugmyndir eru um að það sé gælunafn og að 'loftið' í nafninu sé notað í sömu merkingu og þegar talað er um efri hæð í húsi. Annar möguleiki, sem þykir líklegri, er að nafnið sé afbökun á gömlu erlendu nafni.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

20.8.2009

Spyrjandi

Dagbjört Gísladóttir, f. 1997

Tilvísun

GÞM. „Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52247.

GÞM. (2009, 20. ágúst). Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52247

GÞM. „Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52247>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?
Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu.

Í Landnámu er minnst á tvær konur sem hétu Lofthæna, en önnur var dótturdóttir hinnar. Í Íslendingabók er að finna eina konu með þessu nafni. Hún hét Lofthæna Guðmundsdóttir (1842 - 1912) og bjó í Skaftafellssýslu.

Óvíst er hvaðan nafnið kemur. Einhverjar hugmyndir eru um að það sé gælunafn og að 'loftið' í nafninu sé notað í sömu merkingu og þegar talað er um efri hæð í húsi. Annar möguleiki, sem þykir líklegri, er að nafnið sé afbökun á gömlu erlendu nafni.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir:...