Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?

Sævar Helgi Bragason

Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur.

Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003. Í ágúst það ár var Mars nær jörðinni en hann hafði verið í næstum 60.000 ár. Engu að síður var fjarlægðin milli jarðar og Mars þá um 56 milljón km og Mars ekki nærri eins stór og fullt tungl á næturhimninum.

Mars getur aldrei orðið jafn stór á himninum og tunglið er frá jörðu séð. Mars er einfaldlega alltof langt í burtu til þess að svo geti orðið, líka þegar hann er næst jörðu eins og í október á þessu ári.

Á þessu ári verður Mars næst jörðu hinn 30. október og verða þá um 69 milljón km milli reikistjarnanna. Mars verður því lengra frá jörðinni en árið 2003, en engu að síður tiltölulega nálægt okkur. Mars verður bjartasta stjarnan á næturhimninum um þær mundir en getur ekki orðið eins bjartur og Venus verður.



Kort sem sýnir næturhimininn í Reykjavík 30. október 2005. Mars er áberandi á himninum skammt frá Sjöstirninu.

Engu að síður er tilvalið að fara út og skoða hann í stjörnusjónauka. Skífa Mars getur orðið afar falleg á að líta í gegnum stjörnusjónauka. Með góðum áhugamannasjónauka ætti fólk að sjá suðurpólhettuna og ljós og dökk svæði á yfirborðinu. Á suðurhveli Mars er hins vegar sumar og suðurpóllinn hallar í átt að okkar. Vegna vaxandi hitastigs fer suðurpóllinn smám saman minnkandi.

Þessa dagana er Mars þegar orðinn áberandi á næturhimninum og fer birta hans vaxandi. Á Stjörnufræðivefnum er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvar hann er að finna á himninum.

Heimild og mynd:

Stjörnufræðivefurinn

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.8.2005

Spyrjandi

Hallgrímur Árnason, f. 1988

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2005, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5225.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 26. ágúst). Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5225

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2005. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5225>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
Á internetinu gengur manna á milli tölvupóstur sem ranglega segir að nú í ágúst, þegar þetta svar er skrifað, eigi Mars að vera álíka stór og tunglið, séð með berum augum. Því er svo bætt við að enginn lifandi maður í dag muni nokkru sinni sjá þetta aftur.

Þennan tölvupóst má raunar rekja aftur til ársins 2003. Í ágúst það ár var Mars nær jörðinni en hann hafði verið í næstum 60.000 ár. Engu að síður var fjarlægðin milli jarðar og Mars þá um 56 milljón km og Mars ekki nærri eins stór og fullt tungl á næturhimninum.

Mars getur aldrei orðið jafn stór á himninum og tunglið er frá jörðu séð. Mars er einfaldlega alltof langt í burtu til þess að svo geti orðið, líka þegar hann er næst jörðu eins og í október á þessu ári.

Á þessu ári verður Mars næst jörðu hinn 30. október og verða þá um 69 milljón km milli reikistjarnanna. Mars verður því lengra frá jörðinni en árið 2003, en engu að síður tiltölulega nálægt okkur. Mars verður bjartasta stjarnan á næturhimninum um þær mundir en getur ekki orðið eins bjartur og Venus verður.



Kort sem sýnir næturhimininn í Reykjavík 30. október 2005. Mars er áberandi á himninum skammt frá Sjöstirninu.

Engu að síður er tilvalið að fara út og skoða hann í stjörnusjónauka. Skífa Mars getur orðið afar falleg á að líta í gegnum stjörnusjónauka. Með góðum áhugamannasjónauka ætti fólk að sjá suðurpólhettuna og ljós og dökk svæði á yfirborðinu. Á suðurhveli Mars er hins vegar sumar og suðurpóllinn hallar í átt að okkar. Vegna vaxandi hitastigs fer suðurpóllinn smám saman minnkandi.

Þessa dagana er Mars þegar orðinn áberandi á næturhimninum og fer birta hans vaxandi. Á Stjörnufræðivefnum er hægt að fá nánari upplýsingar um það hvar hann er að finna á himninum.

Heimild og mynd:

Stjörnufræðivefurinn...