Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á landinu er Sjömannabani?

Jónína Hafsteinsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra.

Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat, verðgildi eða landkosti og tengjast þau oftar en ekki heyskap og heyfeng. Í þriðja lagi eru svo örnefni sem sögur eða sagnir fylgja og þá oft um slysfarir af einhverju tagi. Tvær tölur, sjö og tólf, skera sig nokkuð úr þegar kemur að síðasta flokknum, þar er fjölbreytnin einna mest í sögnum tengdum nöfnunum. Kann að vera að þar ráði einhverju um að þessar tölur hafa löngum verið álitnar heilagar eða táknrænar í ýmsum skilningi; því hafi þær tilhneigingu til að draga til sín sögur af viðburðum af ýmsu tagi öðrum tölum fremur.

Nafnið Sjömannabani er til á nokkrum stöðum á sunnanverðum Vestfjörðum en ekki eru dæmi annars staðar frá í örnefnasafni. Í Sauðeyjum á Breiðafirði er Sjömannabani, steinn í sjónum − „manndrápsklettur“ − og sagt að á honum hafi sjö menn týnt lífi. Kletturinn sá er á bakborða þegar farið er upp í aðallendinguna á Bæjareyjunni. Við Sauðeyjar er raunar líka Tólfmannabani og sagt að á honum „hafi eitt sinn farizt nær því allt heimilisfólk úr Sauðeyjum, er það var að koma úr kirkjuferð frá Brjánslæk.“ Hér er því betra að fara með gát.



Línubáturinn Núpur BA-69 á strandstað við Sjömannabana í Patreksfirði árið 2001. Steinninn stóð ekki undir nafni í þetta skipti því mannbjörg varð.

Fyrir landi Miðhlíðar á Barðaströnd er Sjömannabani, boði sem sést um lágsjávað, og sagt að þar hafi farist bátur með sjö mönnum en ekki kunna menn nú frekar að segja frá þeim atburði. Norðan megin í Patreksfirði, skammt utan við byggðina á Vatneyri, er stór steinn eða hlein fram í sjó og heitir Sjömannabani. Sagt er að á honum hafi farist bátur með sjö mönnum. Sá getur enn gert sjómönnum skráveifu því að í nóvember árið 2001 strandaði línuskipið Núpur BA-69 við steininn og varð af mikið tjón á skipinu og afla þess en til allrar lukku ekki mannskaði.

Við svonefnt Bjarnanes í landi Kirkjuhvamms á Rauðasandi er sagt að hafi verið veiðistöð og þar er mikið af báthrófum. Fyrir framan nestána er steinn, nefndur Sjömannabani, en engin saga fylgir honum önnur en sú er lesa má úr nafninu sjálfu. Rétt innan við þar sem Baulhúsaá í Arnarfirði fellur til sjávar er skerið Sjökarlabani og sagt að þar hafi farist bátur með sjö mönnum.

En það er fleira að varast en sker og boða í sjó. Á Sandsheiði milli Rauðasands og Barðastrandar eru nokkur vötn sem heita Molduxavötn og eitt þeirra heitir Sjömannabani. Engum sögum fer af slysförum þar, en landslagi svo lýst að Molduxar séu „hólaþyrping austur af Oddavatni, öræfalegt og skuggalegt svæði með djúpum tjörnum og smápyttum.“ Fremst (það er innst) í Mórudal á Barðaströnd er hnúkur eða klettahjalli sem heitir Sjömannabani. Sögur eru af mannskaða þar. Átta menn af Barðaströnd höfðu verið að flytja bát frá Fossi í Suðurfjörðum, yfir Fossheiði. Á heimleið hrepptu þeir hríðarbyl svo að hvergi rofaði í kennileiti og komu fram á klettahjalla þennan á suðurbrún heiðarinnar. Sjö þeirra steyptust fram af ásamt bátnum og biðu bana en áttundi maðurinn gat fótað sig á hjallabrúninni. Hann komst til bæja og sagði frá óförum félaga sinna. Sagt er að ýmsir sem fara um Fossheiði í vondum veðrum hafi séð svipi sjömenninganna (Vestfirzkar sagnir III (s. hl.), bls. 231−232).

Heimildir:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

deildarstjóri á nafnfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

15.4.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jónína Hafsteinsdóttir. „Hvar á landinu er Sjömannabani?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52262.

Jónína Hafsteinsdóttir. (2009, 15. apríl). Hvar á landinu er Sjömannabani? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52262

Jónína Hafsteinsdóttir. „Hvar á landinu er Sjömannabani?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52262>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á landinu er Sjömannabani?
Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra.

Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat, verðgildi eða landkosti og tengjast þau oftar en ekki heyskap og heyfeng. Í þriðja lagi eru svo örnefni sem sögur eða sagnir fylgja og þá oft um slysfarir af einhverju tagi. Tvær tölur, sjö og tólf, skera sig nokkuð úr þegar kemur að síðasta flokknum, þar er fjölbreytnin einna mest í sögnum tengdum nöfnunum. Kann að vera að þar ráði einhverju um að þessar tölur hafa löngum verið álitnar heilagar eða táknrænar í ýmsum skilningi; því hafi þær tilhneigingu til að draga til sín sögur af viðburðum af ýmsu tagi öðrum tölum fremur.

Nafnið Sjömannabani er til á nokkrum stöðum á sunnanverðum Vestfjörðum en ekki eru dæmi annars staðar frá í örnefnasafni. Í Sauðeyjum á Breiðafirði er Sjömannabani, steinn í sjónum − „manndrápsklettur“ − og sagt að á honum hafi sjö menn týnt lífi. Kletturinn sá er á bakborða þegar farið er upp í aðallendinguna á Bæjareyjunni. Við Sauðeyjar er raunar líka Tólfmannabani og sagt að á honum „hafi eitt sinn farizt nær því allt heimilisfólk úr Sauðeyjum, er það var að koma úr kirkjuferð frá Brjánslæk.“ Hér er því betra að fara með gát.



Línubáturinn Núpur BA-69 á strandstað við Sjömannabana í Patreksfirði árið 2001. Steinninn stóð ekki undir nafni í þetta skipti því mannbjörg varð.

Fyrir landi Miðhlíðar á Barðaströnd er Sjömannabani, boði sem sést um lágsjávað, og sagt að þar hafi farist bátur með sjö mönnum en ekki kunna menn nú frekar að segja frá þeim atburði. Norðan megin í Patreksfirði, skammt utan við byggðina á Vatneyri, er stór steinn eða hlein fram í sjó og heitir Sjömannabani. Sagt er að á honum hafi farist bátur með sjö mönnum. Sá getur enn gert sjómönnum skráveifu því að í nóvember árið 2001 strandaði línuskipið Núpur BA-69 við steininn og varð af mikið tjón á skipinu og afla þess en til allrar lukku ekki mannskaði.

Við svonefnt Bjarnanes í landi Kirkjuhvamms á Rauðasandi er sagt að hafi verið veiðistöð og þar er mikið af báthrófum. Fyrir framan nestána er steinn, nefndur Sjömannabani, en engin saga fylgir honum önnur en sú er lesa má úr nafninu sjálfu. Rétt innan við þar sem Baulhúsaá í Arnarfirði fellur til sjávar er skerið Sjökarlabani og sagt að þar hafi farist bátur með sjö mönnum.

En það er fleira að varast en sker og boða í sjó. Á Sandsheiði milli Rauðasands og Barðastrandar eru nokkur vötn sem heita Molduxavötn og eitt þeirra heitir Sjömannabani. Engum sögum fer af slysförum þar, en landslagi svo lýst að Molduxar séu „hólaþyrping austur af Oddavatni, öræfalegt og skuggalegt svæði með djúpum tjörnum og smápyttum.“ Fremst (það er innst) í Mórudal á Barðaströnd er hnúkur eða klettahjalli sem heitir Sjömannabani. Sögur eru af mannskaða þar. Átta menn af Barðaströnd höfðu verið að flytja bát frá Fossi í Suðurfjörðum, yfir Fossheiði. Á heimleið hrepptu þeir hríðarbyl svo að hvergi rofaði í kennileiti og komu fram á klettahjalla þennan á suðurbrún heiðarinnar. Sjö þeirra steyptust fram af ásamt bátnum og biðu bana en áttundi maðurinn gat fótað sig á hjallabrúninni. Hann komst til bæja og sagði frá óförum félaga sinna. Sagt er að ýmsir sem fara um Fossheiði í vondum veðrum hafi séð svipi sjömenninganna (Vestfirzkar sagnir III (s. hl.), bls. 231−232).

Heimildir:


Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi....