Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?

Jón Már Halldórsson

Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu hann til ólífis.Þessi mynd sýnir háhyrninga éta hræ af gráhval sem þeir drápu daginn áður. Drápið tók 13 klukkutíma og má lesa um það á heimasíðu National Geographic.

Annað þekkt tilvik átti sér stað undan ströndum Kaliforníuríkis, nánar tiltekið í Baja California, þar sem 30 háhyrningar réðust á 18 metra langa steypireyði og bitu stykki úr henni áður en þeir létu sig hverfa. Ekki er ljóst hvers vegna háhyrningarnir hurfu skyndilega af vettvangi. Hugsanlega var þetta grimmdarárás á hvalinn þar sem eini tilgangurinn var að limlesta hann, eða að háhyrningarnir skildu við steypireyðina á meðan henni blæddi út og komu svo seinna og lögðust á hræið.

Í ofangreindu tilfelli var ekki um fullorðna skepnu að ræða. Höfundi er ekki kunnugt um að menn hafi orðið vitni að því að háhyrningar hafi lagt fullorðna steypireyði að velli enda er þessi stærsta skepna jarðar í senn hraðsynd og geysilega kröftug.

Háhyrningar skipa sama vistfræðilega sess og hóprándýr þurrlendisins svo sem ljón og úlfar. Þeir eru rándýr á toppi fæðukeðjunnar sem eiga sér enga náttúrlega óvini og geta með skipulagðri hópvinnu drepið hvaða dýr sem er, enda eru þeir ekki kallaðir úlfar hafsins að ástæðulausu.

Rannsóknir á fæðuvali háhyrninga hafa sýnt að þeir leggja sér til munns að minnsta kosti 20 hvalategundir, 14 tegundir hreifadýra, sækýr og sæotra auk fjölmargra fisktegunda. Einnig virðast þeir éta fugla því fyrir fáeinum misserum urðu menn vitni að því að háhyrningar undan vesturströnd Íslands lögðu sér æðarfugl til munns.

Mynd: NationalGeographic.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.8.2005

Spyrjandi

Bernharð Aðalsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2005. Sótt 9. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5229.

Jón Már Halldórsson. (2005, 29. ágúst). Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5229

Jón Már Halldórsson. „Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2005. Vefsíða. 9. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5229>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?
Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu hann til ólífis.Þessi mynd sýnir háhyrninga éta hræ af gráhval sem þeir drápu daginn áður. Drápið tók 13 klukkutíma og má lesa um það á heimasíðu National Geographic.

Annað þekkt tilvik átti sér stað undan ströndum Kaliforníuríkis, nánar tiltekið í Baja California, þar sem 30 háhyrningar réðust á 18 metra langa steypireyði og bitu stykki úr henni áður en þeir létu sig hverfa. Ekki er ljóst hvers vegna háhyrningarnir hurfu skyndilega af vettvangi. Hugsanlega var þetta grimmdarárás á hvalinn þar sem eini tilgangurinn var að limlesta hann, eða að háhyrningarnir skildu við steypireyðina á meðan henni blæddi út og komu svo seinna og lögðust á hræið.

Í ofangreindu tilfelli var ekki um fullorðna skepnu að ræða. Höfundi er ekki kunnugt um að menn hafi orðið vitni að því að háhyrningar hafi lagt fullorðna steypireyði að velli enda er þessi stærsta skepna jarðar í senn hraðsynd og geysilega kröftug.

Háhyrningar skipa sama vistfræðilega sess og hóprándýr þurrlendisins svo sem ljón og úlfar. Þeir eru rándýr á toppi fæðukeðjunnar sem eiga sér enga náttúrlega óvini og geta með skipulagðri hópvinnu drepið hvaða dýr sem er, enda eru þeir ekki kallaðir úlfar hafsins að ástæðulausu.

Rannsóknir á fæðuvali háhyrninga hafa sýnt að þeir leggja sér til munns að minnsta kosti 20 hvalategundir, 14 tegundir hreifadýra, sækýr og sæotra auk fjölmargra fisktegunda. Einnig virðast þeir éta fugla því fyrir fáeinum misserum urðu menn vitni að því að háhyrningar undan vesturströnd Íslands lögðu sér æðarfugl til munns.

Mynd: NationalGeographic.com ...