Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?

Heiða María Sigurðardóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru tengslin milli þrívíðrar sjónar og tveggja augna? Hvernig er þrívídd fengin fram í bíómyndum?
Tvö augu eru forsenda rúmsjónar

Augun eru ein allra mikilvægustu skynfæri okkar. En við höfum ekki aðeins eitt auga heldur tvö. Það mætti hugsa sér nokkrar skýringar á því, til að mynda að með tveimur augum sjái maður meira til hliðanna eða að til öryggis sé betra að hafa tvö augu ef annað kynni að skemmast. Aðalástæðan er þó án efa sú að tvö augu gefa færi á rúmsjón (e. stereopsis) eða þrívíddarsjón.

Vissulega er hægt að skynja dýpt án tveggja augna. Það sést best á því að þótt fólk loki öðru auganu gerir það sér samt ágætlega grein fyrir stöðu hluta í rýminu. Þetta ræðst af því að fólk notar ýmiss konar dýptarbendi (e. depth cues), vísbendingar um dýpt, sem ekki krefjast beggja augna. Þar má nefna áferð, skugga og hæð í myndfleti. Án tveggja augna virðist myndin samt sem áður vera ansi flöt, svipað og að horfa á kvikmynd á bíótjaldi, og nákvæmni dýptarskynjunarinnar verður minni. Þetta geta menn prófað með því að halda fyrir annað augað og reyna að snerta nálæga hluti. Við þetta of- eða vanmetur fólk oft fjarlægðina milli sín og hlutarins og grípur þess vegna gjarnan í tómt.

Augun sjá heiminn frá mismunandi sjónarhorni

Þrívíddarsjón ræðst af því að bil er á milli augnanna tveggja og því sjá þau heiminn frá örlítið mismunandi sjónarhorni. Þetta er hægt að sannreyna með því að horfa á nálægan hlut, til dæmis bera fingur sinn að augunum, og blikka svo augunum á víxl. Við þetta virðist hluturinn hoppa til og frá. Mismunurinn á myndunum sem augunum berast kallast tvísæisvik (e. binocular disparity). Á grundvelli þessa tvísæisviks fellir heilinn myndirnar saman í eina þrívíddarmynd. Þetta ræður hann samt aðeins við upp að vissu marki.

Sá punktur sem einblínt er á, fókuspunkturinn, fellur í miðju hringlaga svæðis í kringum hann sem kallast hóropter (e. horopter), en hann má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Hlutir á hóropternum eru án tvísæisviks því ljósgeislar sem berast augunum þaðan falla á samsvarandi svæði á sjónu (e. retina) beggja augna, en á sjónunni eru ljósnemar augans. Á svæðinu rétt innan og utan við hóropterinn, svokölluðu svæði Panums (e. Panum's area), verður tvísæisvik. Þetta tvísæisvik er lítið svo heilinn nær að fella saman myndir beggja augna og fólk sér í þrívídd.


Hér beinast augu sundlaugarvarðarins að Rafni, og hann, Sunna og Heimir falla á hóropter varðarins. Katrín er nálægt hóropternum og því að öllum líkindum inni á svæði Panums. Sundlaugarvörðurinn sér hana því í þrívídd. Karl er kominn út fyrir svæði Panums og lífvörðurinn sér hann þess vegna ekki í þrívídd heldur tvöfalt.

Þegar komið er út fyrir svæði Panums verður tvísæisvikið of stórt. Þar fer fólk því í raun að sjá tvöfalt. Þessu gerir fólk sér samt sjaldan grein fyrir, því yfirleitt beinist athygli fólks að fókuspunkti augnanna. Þetta er þó hægt að skoða með því að bera vísifingur beggja handa upp að andlitinu, annan fyrir framan hinn, og beina augunum að öðrum fingrinum en athyglinni að hinum. Fingurinn sem augun beinast ekki að verður þá tvöfaldur og maður 'horfir bókstaflega í gegnum fingur sér'.

Þrívíddarbíómyndir skapa sjónblekkingu um dýpt

Í þrívíddarbíómyndum notfæra menn sér tilhneigingu heilans til að tengja saman tvær myndir í eina. Hver rammi kvikmyndarinnar er í raun tvær myndir af sama viðfangi, teknar frá örlítið mismunandi sjónarhorni. Ljósið í myndunum tveimur er samt ekki alveg eins, heldur hefur það til að mynda ólíka skautun (e. polarization) eða lit. Sérstök þrívíddargleraugu þarf svo til að skynja þessar tvær myndir sem eina þrívíddarmynd. Hvort glerið um sig hleypir aðeins ljósi frá annarri myndinni í gegnum sig. Augun tvö sjá því myndina frá sitt hvoru sjónarhorni sem skapar þá sjónblekkingu að um raunverulega dýpt sé að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Mynd af augum er byggð á mynd af Eye (re-submit). BlogSkins.com.
  • Mynd af hóropter er af Psychology 3203. Perception - Spring 2005.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.8.2005

Spyrjandi

Magnús Kári Ingvarsson, f. 1988
Daníel Birgir Bjarnason, f. 1993

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5231.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 30. ágúst). Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5231

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5231>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hver eru tengslin milli þrívíðrar sjónar og tveggja augna? Hvernig er þrívídd fengin fram í bíómyndum?
Tvö augu eru forsenda rúmsjónar

Augun eru ein allra mikilvægustu skynfæri okkar. En við höfum ekki aðeins eitt auga heldur tvö. Það mætti hugsa sér nokkrar skýringar á því, til að mynda að með tveimur augum sjái maður meira til hliðanna eða að til öryggis sé betra að hafa tvö augu ef annað kynni að skemmast. Aðalástæðan er þó án efa sú að tvö augu gefa færi á rúmsjón (e. stereopsis) eða þrívíddarsjón.

Vissulega er hægt að skynja dýpt án tveggja augna. Það sést best á því að þótt fólk loki öðru auganu gerir það sér samt ágætlega grein fyrir stöðu hluta í rýminu. Þetta ræðst af því að fólk notar ýmiss konar dýptarbendi (e. depth cues), vísbendingar um dýpt, sem ekki krefjast beggja augna. Þar má nefna áferð, skugga og hæð í myndfleti. Án tveggja augna virðist myndin samt sem áður vera ansi flöt, svipað og að horfa á kvikmynd á bíótjaldi, og nákvæmni dýptarskynjunarinnar verður minni. Þetta geta menn prófað með því að halda fyrir annað augað og reyna að snerta nálæga hluti. Við þetta of- eða vanmetur fólk oft fjarlægðina milli sín og hlutarins og grípur þess vegna gjarnan í tómt.

Augun sjá heiminn frá mismunandi sjónarhorni

Þrívíddarsjón ræðst af því að bil er á milli augnanna tveggja og því sjá þau heiminn frá örlítið mismunandi sjónarhorni. Þetta er hægt að sannreyna með því að horfa á nálægan hlut, til dæmis bera fingur sinn að augunum, og blikka svo augunum á víxl. Við þetta virðist hluturinn hoppa til og frá. Mismunurinn á myndunum sem augunum berast kallast tvísæisvik (e. binocular disparity). Á grundvelli þessa tvísæisviks fellir heilinn myndirnar saman í eina þrívíddarmynd. Þetta ræður hann samt aðeins við upp að vissu marki.

Sá punktur sem einblínt er á, fókuspunkturinn, fellur í miðju hringlaga svæðis í kringum hann sem kallast hóropter (e. horopter), en hann má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Hlutir á hóropternum eru án tvísæisviks því ljósgeislar sem berast augunum þaðan falla á samsvarandi svæði á sjónu (e. retina) beggja augna, en á sjónunni eru ljósnemar augans. Á svæðinu rétt innan og utan við hóropterinn, svokölluðu svæði Panums (e. Panum's area), verður tvísæisvik. Þetta tvísæisvik er lítið svo heilinn nær að fella saman myndir beggja augna og fólk sér í þrívídd.


Hér beinast augu sundlaugarvarðarins að Rafni, og hann, Sunna og Heimir falla á hóropter varðarins. Katrín er nálægt hóropternum og því að öllum líkindum inni á svæði Panums. Sundlaugarvörðurinn sér hana því í þrívídd. Karl er kominn út fyrir svæði Panums og lífvörðurinn sér hann þess vegna ekki í þrívídd heldur tvöfalt.

Þegar komið er út fyrir svæði Panums verður tvísæisvikið of stórt. Þar fer fólk því í raun að sjá tvöfalt. Þessu gerir fólk sér samt sjaldan grein fyrir, því yfirleitt beinist athygli fólks að fókuspunkti augnanna. Þetta er þó hægt að skoða með því að bera vísifingur beggja handa upp að andlitinu, annan fyrir framan hinn, og beina augunum að öðrum fingrinum en athyglinni að hinum. Fingurinn sem augun beinast ekki að verður þá tvöfaldur og maður 'horfir bókstaflega í gegnum fingur sér'.

Þrívíddarbíómyndir skapa sjónblekkingu um dýpt

Í þrívíddarbíómyndum notfæra menn sér tilhneigingu heilans til að tengja saman tvær myndir í eina. Hver rammi kvikmyndarinnar er í raun tvær myndir af sama viðfangi, teknar frá örlítið mismunandi sjónarhorni. Ljósið í myndunum tveimur er samt ekki alveg eins, heldur hefur það til að mynda ólíka skautun (e. polarization) eða lit. Sérstök þrívíddargleraugu þarf svo til að skynja þessar tvær myndir sem eina þrívíddarmynd. Hvort glerið um sig hleypir aðeins ljósi frá annarri myndinni í gegnum sig. Augun tvö sjá því myndina frá sitt hvoru sjónarhorni sem skapar þá sjónblekkingu að um raunverulega dýpt sé að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Mynd af augum er byggð á mynd af Eye (re-submit). BlogSkins.com.
  • Mynd af hóropter er af Psychology 3203. Perception - Spring 2005.
...