Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?

Karólína Eiríksdóttir

Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist mannkynsins eru ekki til.


Svarið við þessari spurningu hlýtur að fara eftir því við hvað er miðað. Er verið að tala um klassíska tónlist í anda Mozarts, indverska tónlist, barokktónlist í anda Bach eða tónlist samtímans?

Á hinum ólíku tímabilum vestrænnar tónlistarsögu hafa margvíslegar tónsmíðareglur og aðferðir verið ríkjandi. Þær hafa stöðugt verið að breytast og eru til dæmis allt aðrar reglur ríkjandi í uppbyggingu tónverka á sextándu öld en þeirri átjándu, svo að einhver dæmi séu nefnd. Það virðist hins vegar vera ákaflega sjaldgæft að tónskáld fylgi fullkomlega þessum reglum. Þannig er ákaflega mismunandi hvernig tónskáld meðhöndla hin ýmsu form, til dæmis sónötuformið. Fúgurnar hjá Bach eru gjörólíkar hver annarri, þó að ákveðin grunnlögmál séu til staðar.

Spurningin virðist snúa að tónlist almennt -- hvort til séu einhver lögmál sem eigi við tónlist allra tíma og menningarsvæða. Svarið við þeirri spurningu er að mínu viti "nei".

Við þurfum ekki annað en líta á tónlistarsöguna til að sjá að þörf mannsins fyrir tilraunastarfsemi virðast engin takmörk sett og erfitt að setja skapandi hugsun skorður. Nú til dags er allt leyfilegt; það væri þá helst að tónskáldið sjálft setti sér reglur sem eiga þá bara við verk þess ákveðna tónskálds eða jafnvel bara eitt tiltekið verk. Hvert tónverk getur þannig átt sér sínar eigin forsendur. Viðkomandi tónskáld ræður þá hvort það fer algjörlega eftir þessum reglum eða hvort þær eru brotnar stöku sinnum til að setja krydd í tilveruna.

Við getum reynt að búa til meginreglu sem segir að öll tónverk verði þó að minnsta kosti að byggjast á hljóði sem hlíti einhverjum lögmálum. En ekki einu sinni sú regla stenst. Verk John Cage 4´33´´ er til dæmis þögn í fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur. En þá vaknar spurningin: Er til algjör þögn? Vakti ekki einmitt fyrir John Cage að vekja fólk til umhugsunar um hvað heyrist í umhverfinu, þegar við ímyndum okkur að sé þögn? Eru þau hljóð þá tónlist? Byggjast þau á einhverjum reglum?

Tónlist annarra menningarsvæða segir okkur líka að lögmál vestrænnar tónlistar eru engan veginn þau einu réttu. Gamlar menningarþjóðir, eins og Kínverjar, Japanir og Indverjar, eiga sér aldagamla tónlist sem er gjörólík okkar en ekki síður merkileg.

Ef við reynum að setja spurninguna í sögulegt samhengi og skoða tiltekin tímabil, þá fyrirfinnast vissulega reglur á ákveðnum tímabilum tónlistarsögunnar, sem ekki mátti brjóta samkvæmt ströngustu skilyrðum. Í hefðbundinni hljómfræði eru til dæmis reglur um hvaða hljómar megi koma á undan og eftir tilteknum hljómum. Grunnhljómur leiðir gjarnan af forhljómi, sem hefur á hinn bóginn ákveðna undanfara. Ákveðin tónbil eins og fimmundir og áttundir má ekki nota samstíg, þó að Ísland farsælda Frón og Séra Magnús settist upp á Skjóna byggist hins vegar á samstígum fimmundum. Samstígar fimmundir eru reyndar gott dæmi um eitthvað sem var einu sinni leyft en síðar bannað, en þær voru ríkjandi í kirkjutónlist á 9. öld. Fúga byggir á reglum um að fúgustefið komi inn á ákveðnum hljómum. Ómstríð tónbil þarf að leysa á sérstakan hátt. Þetta eru allt saman reglur sem er bannað að brjóta í kennslutímum í hljómfræði og kontrapunkti og eru nauðsynlegar til að læra þessi fög, en breytingar í tónlistarsögunni hafa einmitt orðið vegna þess að fyrir tónskáldum hafa þessar reglur ekki verið heilagar og þau hafa gert tilraunir með þær og kollvarpað þeim.

Í víðu samhengi eru sem sagt engar meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta. Þeir sem eru að semja tónlist í dag, hvort heldur er í poppinu eða klassísku nútímatónlistinni, mega í rauninni gera allt sem þeim dettur í hug.

Höfundur

Útgáfudagur

16.6.2000

Spyrjandi

Hreinn Ágústsson

Efnisorð

Tilvísun

Karólína Eiríksdóttir. „Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=524.

Karólína Eiríksdóttir. (2000, 16. júní). Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=524

Karólína Eiríksdóttir. „Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?
Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist mannkynsins eru ekki til.


Svarið við þessari spurningu hlýtur að fara eftir því við hvað er miðað. Er verið að tala um klassíska tónlist í anda Mozarts, indverska tónlist, barokktónlist í anda Bach eða tónlist samtímans?

Á hinum ólíku tímabilum vestrænnar tónlistarsögu hafa margvíslegar tónsmíðareglur og aðferðir verið ríkjandi. Þær hafa stöðugt verið að breytast og eru til dæmis allt aðrar reglur ríkjandi í uppbyggingu tónverka á sextándu öld en þeirri átjándu, svo að einhver dæmi séu nefnd. Það virðist hins vegar vera ákaflega sjaldgæft að tónskáld fylgi fullkomlega þessum reglum. Þannig er ákaflega mismunandi hvernig tónskáld meðhöndla hin ýmsu form, til dæmis sónötuformið. Fúgurnar hjá Bach eru gjörólíkar hver annarri, þó að ákveðin grunnlögmál séu til staðar.

Spurningin virðist snúa að tónlist almennt -- hvort til séu einhver lögmál sem eigi við tónlist allra tíma og menningarsvæða. Svarið við þeirri spurningu er að mínu viti "nei".

Við þurfum ekki annað en líta á tónlistarsöguna til að sjá að þörf mannsins fyrir tilraunastarfsemi virðast engin takmörk sett og erfitt að setja skapandi hugsun skorður. Nú til dags er allt leyfilegt; það væri þá helst að tónskáldið sjálft setti sér reglur sem eiga þá bara við verk þess ákveðna tónskálds eða jafnvel bara eitt tiltekið verk. Hvert tónverk getur þannig átt sér sínar eigin forsendur. Viðkomandi tónskáld ræður þá hvort það fer algjörlega eftir þessum reglum eða hvort þær eru brotnar stöku sinnum til að setja krydd í tilveruna.

Við getum reynt að búa til meginreglu sem segir að öll tónverk verði þó að minnsta kosti að byggjast á hljóði sem hlíti einhverjum lögmálum. En ekki einu sinni sú regla stenst. Verk John Cage 4´33´´ er til dæmis þögn í fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur. En þá vaknar spurningin: Er til algjör þögn? Vakti ekki einmitt fyrir John Cage að vekja fólk til umhugsunar um hvað heyrist í umhverfinu, þegar við ímyndum okkur að sé þögn? Eru þau hljóð þá tónlist? Byggjast þau á einhverjum reglum?

Tónlist annarra menningarsvæða segir okkur líka að lögmál vestrænnar tónlistar eru engan veginn þau einu réttu. Gamlar menningarþjóðir, eins og Kínverjar, Japanir og Indverjar, eiga sér aldagamla tónlist sem er gjörólík okkar en ekki síður merkileg.

Ef við reynum að setja spurninguna í sögulegt samhengi og skoða tiltekin tímabil, þá fyrirfinnast vissulega reglur á ákveðnum tímabilum tónlistarsögunnar, sem ekki mátti brjóta samkvæmt ströngustu skilyrðum. Í hefðbundinni hljómfræði eru til dæmis reglur um hvaða hljómar megi koma á undan og eftir tilteknum hljómum. Grunnhljómur leiðir gjarnan af forhljómi, sem hefur á hinn bóginn ákveðna undanfara. Ákveðin tónbil eins og fimmundir og áttundir má ekki nota samstíg, þó að Ísland farsælda Frón og Séra Magnús settist upp á Skjóna byggist hins vegar á samstígum fimmundum. Samstígar fimmundir eru reyndar gott dæmi um eitthvað sem var einu sinni leyft en síðar bannað, en þær voru ríkjandi í kirkjutónlist á 9. öld. Fúga byggir á reglum um að fúgustefið komi inn á ákveðnum hljómum. Ómstríð tónbil þarf að leysa á sérstakan hátt. Þetta eru allt saman reglur sem er bannað að brjóta í kennslutímum í hljómfræði og kontrapunkti og eru nauðsynlegar til að læra þessi fög, en breytingar í tónlistarsögunni hafa einmitt orðið vegna þess að fyrir tónskáldum hafa þessar reglur ekki verið heilagar og þau hafa gert tilraunir með þær og kollvarpað þeim.

Í víðu samhengi eru sem sagt engar meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta. Þeir sem eru að semja tónlist í dag, hvort heldur er í poppinu eða klassísku nútímatónlistinni, mega í rauninni gera allt sem þeim dettur í hug....