Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða hita sjóða kartöflur?

JGÞ

Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kartöflur í. Hversu lengi þær eru að "soðna" fer síðan eftir stærð kartaflanna og hversu sterkjumiklar þær eru.

Kartöflum er stundum skipt í tvo hópa. Annars vegar sterkjulitlar kartöflur sem þarf ekki að sjóða lengi og hins vegar sterkjuríkar kartöflur sem henta betur til baksturs í ofni, djúpsteikingar eða pönnusteikingar.

Þegar menn sjóða kartöflur er best að velja kartöflur af sömu stærð, því þá verða minni kartöflurnar ekki ofsoðnar. Til þess að komast að því hvort þær séu tilbúnar eða ekki, er hægt að stinga gaffli í þær. Þegar gaffallinn fer nokkuð auðveldlega inn í kartöflurnar eru þær tilbúnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.4.2009

Spyrjandi

Karl Pétur Jónsson

Tilvísun

JGÞ. „Við hvaða hita sjóða kartöflur?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2009, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52417.

JGÞ. (2009, 29. apríl). Við hvaða hita sjóða kartöflur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52417

JGÞ. „Við hvaða hita sjóða kartöflur?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2009. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvaða hita sjóða kartöflur?
Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kartöflur í. Hversu lengi þær eru að "soðna" fer síðan eftir stærð kartaflanna og hversu sterkjumiklar þær eru.

Kartöflum er stundum skipt í tvo hópa. Annars vegar sterkjulitlar kartöflur sem þarf ekki að sjóða lengi og hins vegar sterkjuríkar kartöflur sem henta betur til baksturs í ofni, djúpsteikingar eða pönnusteikingar.

Þegar menn sjóða kartöflur er best að velja kartöflur af sömu stærð, því þá verða minni kartöflurnar ekki ofsoðnar. Til þess að komast að því hvort þær séu tilbúnar eða ekki, er hægt að stinga gaffli í þær. Þegar gaffallinn fer nokkuð auðveldlega inn í kartöflurnar eru þær tilbúnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...