Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er orðið ógnanir til?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?
Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver beitir einhvern annan. Orðið mun ekki vera gamalt í málinu, líklegast frá upphafi 20. aldar.

Sögnin ógna merkir að 'hóta, hræða' og er til dæmis notuð í samböndunum að ógna e-m 'hræða e-n' og ópersónulega í e-m ógnar e-ð 'e-r óttast eitthvað (mjög)'. Nafnorðið ógn er hins vegar gamalt í málinu og merkir 'skelfing, hræðsla, ótti'. Það er til dæmis notað í orðasambandinu að standa ógn af e-m eða e-u, það er óttast e-n eða e-ð mjög, og ógn stafar af e-u 'ástæða er til að óttast e-ð'. Ógn er því ekki notað um verknaðinn heldur fremur um ástand. Samhengið sker úr hverju sinni hvort við á að nota ógn eða ógnun.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.9.2005

Spyrjandi

Sigurhanna Kristinsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið ógnanir til?“ Vísindavefurinn, 5. september 2005. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5242.

Guðrún Kvaran. (2005, 5. september). Er orðið ógnanir til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5242

Guðrún Kvaran. „Er orðið ógnanir til?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2005. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5242>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið ógnanir til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?
Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver beitir einhvern annan. Orðið mun ekki vera gamalt í málinu, líklegast frá upphafi 20. aldar.

Sögnin ógna merkir að 'hóta, hræða' og er til dæmis notuð í samböndunum að ógna e-m 'hræða e-n' og ópersónulega í e-m ógnar e-ð 'e-r óttast eitthvað (mjög)'. Nafnorðið ógn er hins vegar gamalt í málinu og merkir 'skelfing, hræðsla, ótti'. Það er til dæmis notað í orðasambandinu að standa ógn af e-m eða e-u, það er óttast e-n eða e-ð mjög, og ógn stafar af e-u 'ástæða er til að óttast e-ð'. Ógn er því ekki notað um verknaðinn heldur fremur um ástand. Samhengið sker úr hverju sinni hvort við á að nota ógn eða ógnun....