Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan?

Heitið gufan eða gamla gufan er vel þekkt í nágrannalöndunum um útvarpið. Það fór að heyrast sem the old steamradio, das alte Dampfradio og dampradioen í enskumælandi löndum, í Þýskalandi og Danmörku og sjálfsagt víðar fljótlega eftir að sjónvarp kom á markað.

Margir töldu þá að dagar útvarpsins væru liðnir og nafngiftirnar voru notaðar í góðlátlegu spaugi um þetta ,,gamaldags“ tæki sem líkja mætti við gufuvélarnar á undan þeim rafknúnu. Útvarpið hefur enn ekki horfið af markaði en heitin lifa góðu lífi.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Spurt í kennslustund í MK: Af hverju er Rás 1 á Ríkisútvarpinu kölluð Gufan og stundum Gamla Gufan?

Mynd:

Útgáfudagur

2.6.2009

Spyrjandi

Fríða Proppé, Kristján Hrannar Pálsson, Viðar Þorgeirsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2009. Sótt 9. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=52424.

Guðrún Kvaran. (2009, 2. júní). Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52424

Guðrún Kvaran. „Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2009. Vefsíða. 9. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52424>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Baldur Þórhallsson

1968

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti.