Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?

Ívar Daði Þorvaldsson

Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi:

  • Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn)
  • Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn)
  • Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn)
  • Suðurkjördæmi (10 þingmenn)
  • Norðausturkjördæmi (10 þingmenn)
  • Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn)

Af þessum 63 þingsætum eru 9 svokölluð jöfnunarþingsæti og þá 54 kjördæmisþingsæti.

Jöfnunarsæti taka mið af úrslitum á landsvísu. Þeim er ætlað að leiðrétta misræmi á milli kjördæma, þannig að eitt atkvæði sé ekki meira virði í einu kjördæmi en öðru.

Áður en hafist er handa við útreikning á jöfnunarþingsætum þarf að athuga hvaða stjórnmálaflokkar/-samtök koma til álita. Einungis þau sem náð hafa 5% fylgi yfir allt landið koma til greina. Þessi regla tók gildi árið 2000 en þar áður var miðað við að stjórnmálaafl hefði náð að minnsta kosti 1 kjördæmissæti.

Í alþingiskosningunum árið 2009 hefði raunar engu skipt hvort áðurnefndur þröskuldur hefði verið eða ekki. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin hefði hlotið jöfnunarþingsæti. Aftur á móti hefði Íslandshreyfingin hlotið 2 þingsæti árið 2007 ef enginn þröskuldur hefði verið en hún hlaut 3,3% gildra atkvæða, það er hvorki auð né ógild. Árið 2003 var sama upp á teningnum og árið 2009.

Svonefnd regla d’Hondts er notuð til að ákvarða þingsæti. Jöfnunarþingsætum er fyrst deilt út í samræmi við landsfylgi flokkanna, því næst er þeim raðað niður í kjördæmi. Athuga þarf að hvert kjördæmi hefur ákveðin fjölda þingsæta og fá þannig ekki sama fjölda jöfnunarþingsæta.

Til að ákvarða hve mörg jöfnunarþingsæti hver flokkur fær er byrjað á því að deila heildaratkvæðafjölda með þeim kjördæmissætum sem flokkurinn hlaut, að viðbættum 1, því næst er 2 bætt við kjördæmissætafjöldann og honum deilt aftur upp í heildaratkvæðafjöldann og svo framvegis. Þær tölur sem þannig fást kallast landstölur og er þeim raðað eftir númerum. Tökum dæmi: Í kosningunum árið 2009 hlaut Samfylkingin 55.758 atkvæði og 16 kjördæmissæti. Fyrsta landstala þeirra yrði því 3.279,9 (55.758/17), önnur landstalan væri 3.097,7 (55.758/18) og svo framvegis, samanber næstu töflu.

Nú sést að Borgarahreyfingin (O) er með hæstu landstöluna og fær hún þar með fyrsta jöfnunarsætið. Síðasta jöfnunarsætið kemur svo í hlut Sjálfstæðisflokksins (D).

Þá þarf að ákvarða úr hvaða kjördæmi hvert jöfnunarsæti kemur. Fundið er það kjördæmi þar sem hæsta hlutfall er milli atkvæðafjölda þess manns sem næstur yrði kjördæmiskjörinn og heildarfjölda gildra atkvæða í sama kjördæmi.

Borgarahreyfingin (O) fær fyrsta jöfnunarsætið en það kemur þá úr suðurkjördæmi en þar er áðurnefnt hlutfall hæst. Samfylkingin (S) er með næsta jöfnunarsæti en það myndi þá falla Reykjavíkurkjördæmi suður í skaut.

Úthlutunarröðin ræðst af landstölum flokkanna og þar með skiptir engu máli hvort að Borgarahreyfingin (O) sé með lægra hlutfall en allir hinir flokkarnir í suðurkjördæmi þaðan sem fyrsta jöfnunarsætið kemur. Eins og sést í töflunni hér að ofan eru þrjú kjördæmanna með eitt jöfnunarsæti en hin með tvö.

Að lokum kemur hér tafla sem sýnir heildarúthlutunina. Lesendur geta þannig glöggvað sig betur á úthlutuninni með því að bera saman töflurnar þrjár.

Heimildir:

Einnig var spurt:
  • Hvað er uppbótaþingmaður? En hvað er jöfnunarsæti (uppbótarsæti)?
  • Hvernig reiknast uppbótarþingmaður inn á þingið?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.11.2010

Spyrjandi

Ástvaldur Lárusson, f. 1991, Davíð Ólafsson, Sigrún Þórarinsdóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52476.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 22. nóvember). Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52476

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52476>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?
Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi:

  • Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn)
  • Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn)
  • Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn)
  • Suðurkjördæmi (10 þingmenn)
  • Norðausturkjördæmi (10 þingmenn)
  • Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn)

Af þessum 63 þingsætum eru 9 svokölluð jöfnunarþingsæti og þá 54 kjördæmisþingsæti.

Jöfnunarsæti taka mið af úrslitum á landsvísu. Þeim er ætlað að leiðrétta misræmi á milli kjördæma, þannig að eitt atkvæði sé ekki meira virði í einu kjördæmi en öðru.

Áður en hafist er handa við útreikning á jöfnunarþingsætum þarf að athuga hvaða stjórnmálaflokkar/-samtök koma til álita. Einungis þau sem náð hafa 5% fylgi yfir allt landið koma til greina. Þessi regla tók gildi árið 2000 en þar áður var miðað við að stjórnmálaafl hefði náð að minnsta kosti 1 kjördæmissæti.

Í alþingiskosningunum árið 2009 hefði raunar engu skipt hvort áðurnefndur þröskuldur hefði verið eða ekki. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin hefði hlotið jöfnunarþingsæti. Aftur á móti hefði Íslandshreyfingin hlotið 2 þingsæti árið 2007 ef enginn þröskuldur hefði verið en hún hlaut 3,3% gildra atkvæða, það er hvorki auð né ógild. Árið 2003 var sama upp á teningnum og árið 2009.

Svonefnd regla d’Hondts er notuð til að ákvarða þingsæti. Jöfnunarþingsætum er fyrst deilt út í samræmi við landsfylgi flokkanna, því næst er þeim raðað niður í kjördæmi. Athuga þarf að hvert kjördæmi hefur ákveðin fjölda þingsæta og fá þannig ekki sama fjölda jöfnunarþingsæta.

Til að ákvarða hve mörg jöfnunarþingsæti hver flokkur fær er byrjað á því að deila heildaratkvæðafjölda með þeim kjördæmissætum sem flokkurinn hlaut, að viðbættum 1, því næst er 2 bætt við kjördæmissætafjöldann og honum deilt aftur upp í heildaratkvæðafjöldann og svo framvegis. Þær tölur sem þannig fást kallast landstölur og er þeim raðað eftir númerum. Tökum dæmi: Í kosningunum árið 2009 hlaut Samfylkingin 55.758 atkvæði og 16 kjördæmissæti. Fyrsta landstala þeirra yrði því 3.279,9 (55.758/17), önnur landstalan væri 3.097,7 (55.758/18) og svo framvegis, samanber næstu töflu.

Nú sést að Borgarahreyfingin (O) er með hæstu landstöluna og fær hún þar með fyrsta jöfnunarsætið. Síðasta jöfnunarsætið kemur svo í hlut Sjálfstæðisflokksins (D).

Þá þarf að ákvarða úr hvaða kjördæmi hvert jöfnunarsæti kemur. Fundið er það kjördæmi þar sem hæsta hlutfall er milli atkvæðafjölda þess manns sem næstur yrði kjördæmiskjörinn og heildarfjölda gildra atkvæða í sama kjördæmi.

Borgarahreyfingin (O) fær fyrsta jöfnunarsætið en það kemur þá úr suðurkjördæmi en þar er áðurnefnt hlutfall hæst. Samfylkingin (S) er með næsta jöfnunarsæti en það myndi þá falla Reykjavíkurkjördæmi suður í skaut.

Úthlutunarröðin ræðst af landstölum flokkanna og þar með skiptir engu máli hvort að Borgarahreyfingin (O) sé með lægra hlutfall en allir hinir flokkarnir í suðurkjördæmi þaðan sem fyrsta jöfnunarsætið kemur. Eins og sést í töflunni hér að ofan eru þrjú kjördæmanna með eitt jöfnunarsæti en hin með tvö.

Að lokum kemur hér tafla sem sýnir heildarúthlutunina. Lesendur geta þannig glöggvað sig betur á úthlutuninni með því að bera saman töflurnar þrjár.

Heimildir:

Einnig var spurt:
  • Hvað er uppbótaþingmaður? En hvað er jöfnunarsæti (uppbótarsæti)?
  • Hvernig reiknast uppbótarþingmaður inn á þingið?
...