Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?

SHB

Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til samanburðar, er í 1600 ljósára fjarlægð.

Prókíon er tvístirni en fylgistjarnan, Prókíon B, sást fyrst árið 1895. Fjarlægðin milli þeirra er álíka mikil og fjarlægðin milli sólar og Úranusar eða næstum þrír milljarðar km. Prókíon myndar ásamt Betelgási í Óríon og Síríusi í Stórhundi svonefndan vetrarþríhyrning sem sést best frá Íslandi yfir háveturinn.



Stjarnan Prókíon á næturhimninum yfir Íslandi. Prókíon myndar svonefndan vetrarþríhyrning með Betelgási og Síríusi

Heimildir og mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

7.9.2005

Spyrjandi

Gísli Magnússon, f. 1988

Tilvísun

SHB. „Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?“ Vísindavefurinn, 7. september 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5248.

SHB. (2005, 7. september). Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5248

SHB. „Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?
Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til samanburðar, er í 1600 ljósára fjarlægð.

Prókíon er tvístirni en fylgistjarnan, Prókíon B, sást fyrst árið 1895. Fjarlægðin milli þeirra er álíka mikil og fjarlægðin milli sólar og Úranusar eða næstum þrír milljarðar km. Prókíon myndar ásamt Betelgási í Óríon og Síríusi í Stórhundi svonefndan vetrarþríhyrning sem sést best frá Íslandi yfir háveturinn.



Stjarnan Prókíon á næturhimninum yfir Íslandi. Prókíon myndar svonefndan vetrarþríhyrning með Betelgási og Síríusi

Heimildir og mynd:

...