Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvað er gar?

JGÞ

Orðið gar er bæði til sem lýsingarorð og nafnorð. Gar maður er sá sem er önugur eða argur og þegar veðrið er gart er það hryssingslegt. Krókur sem er gar er gleiður eða opinn og um ljá sem er úrréttur er sagt að hann sé gar.

Í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon segir um nafnorðið gar að það sé lastyrði sem merki sennilega frekjugerpi.


Gar er sá maður sem er önugur eða argur mjög.

Í sömu bók segir um lýsingarorðið að það eigi sér ekki neina beina samsvörun í grannmálunum en sé líklega af sömu rót og gámur, gana og gaska. Einnig er til lýsingarorðið garhyrndur sem merkir gleiðhyrndur og eins sagnorðið gara, sem merkir að gapa eða vera opinn og gleiður.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.5.2009

Spyrjandi

Aron Freyr Heimisson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er gar?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2009. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52487.

JGÞ. (2009, 5. maí). Hvað er gar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52487

JGÞ. „Hvað er gar?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2009. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52487>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gar?
Orðið gar er bæði til sem lýsingarorð og nafnorð. Gar maður er sá sem er önugur eða argur og þegar veðrið er gart er það hryssingslegt. Krókur sem er gar er gleiður eða opinn og um ljá sem er úrréttur er sagt að hann sé gar.

Í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon segir um nafnorðið gar að það sé lastyrði sem merki sennilega frekjugerpi.


Gar er sá maður sem er önugur eða argur mjög.

Í sömu bók segir um lýsingarorðið að það eigi sér ekki neina beina samsvörun í grannmálunum en sé líklega af sömu rót og gámur, gana og gaska. Einnig er til lýsingarorðið garhyrndur sem merkir gleiðhyrndur og eins sagnorðið gara, sem merkir að gapa eða vera opinn og gleiður.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Mynd:

  • Pbase. Sótt 5.5.2009....