Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?

Jón Már Halldórsson

Hér fyrir neðan er listi yfir þær dýrategundir sem eru með stærstu heilana. Allt eru þetta spendýr og að fílum undanskildum eru allar tegundirnar á listanum sjávarspendýr. Rétt er að taka það fram að um er að ræða meðalheilaþyngd hjá þessum dýrategundum.

TegundÞyngd (kg)
Búrhvalur (Physeter macrocephalus) 7,8
Gresjufíll (Loxodonta africana)7,5
Langreyður (Balaenoptera physalus)6,9
Steypireyður (Balaenoptera musculus)6,0
Sandreyður (Balaenoptera borealis)5,8
Háhyrningur (Orcinus orca)5,6
Asískur fíll (Elephus maximus)4,7
Hnúfubakur (Megaptera noveangliae)4,5
Náhvalur (Monodon monoceros)2,7
Stökkull (Tursiops truncatus)1,6

Dýrin á þessum lista skera sig svolítið úr því flest önnur spendýr eru með heila sem er vart meira en 500 grömm. Þar má nefna stórvaxin klaufdýr svo sem nautgripi sem hafa að meðaltali 490 gramma heila, hesta en heili þeirra er að meðaltali um 530 grömm og kameldýr með rúmlega 700 gramma heila. Okkar nánustu frændur í dýraríkinu, simpansarnir, eru með heila sem vegur einungis um 420 grömm eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hversu þungur er apaheili?



Samanburður á stærð heila nokkurra spendýra.

Það skal tekið fram að ekki er hægt að nota heilastærðina eina og sér til að bera saman greind mismunandi dýrategunda eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn? Stærð heila hjá spendýrum er yfirleitt í jákvæðu sambandi við líkamsstærð. Það á þó ekki við um manninn sem er mjög lítill miðað við þær tegundir sem taldar eru upp á listanum hér fyrir ofan, en nálgast það þó að komast á listann. Þyngd mannsheilans getur verið á bilinu 900 - 2000 grömm en almennt er viðurkennd meðalheilastærð manna um 1450 grömm. Þó maðurinn nái ekki inn á topp 10 listann ætti hann að vera meðal þeirra dýrategundar sem komast á listann yfir 20 stærstu heilana ásamt nokkrum tegundum höfrunga og hnísa sem hafa heilastærð á bilinu 1200 til 1500 grömm.

Í lokin er vert að nefna að hugsanlega eiga aðrar tegundir reyðarhvala heima á listanum yfir dýr með stærstu heilana. Má þar nefna hrefnu (Balanoptera acutorostrata) en höfundur fann því miður engar upplýsingar um heilastærð hennar.

Mynd: Structure of Nervous Systems á Neuronal Pattern Analysis.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.9.2005

Spyrjandi

Oddur Gunnarsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?“ Vísindavefurinn, 12. september 2005, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5258.

Jón Már Halldórsson. (2005, 12. september). Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5258

Jón Már Halldórsson. „Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2005. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?
Hér fyrir neðan er listi yfir þær dýrategundir sem eru með stærstu heilana. Allt eru þetta spendýr og að fílum undanskildum eru allar tegundirnar á listanum sjávarspendýr. Rétt er að taka það fram að um er að ræða meðalheilaþyngd hjá þessum dýrategundum.

TegundÞyngd (kg)
Búrhvalur (Physeter macrocephalus) 7,8
Gresjufíll (Loxodonta africana)7,5
Langreyður (Balaenoptera physalus)6,9
Steypireyður (Balaenoptera musculus)6,0
Sandreyður (Balaenoptera borealis)5,8
Háhyrningur (Orcinus orca)5,6
Asískur fíll (Elephus maximus)4,7
Hnúfubakur (Megaptera noveangliae)4,5
Náhvalur (Monodon monoceros)2,7
Stökkull (Tursiops truncatus)1,6

Dýrin á þessum lista skera sig svolítið úr því flest önnur spendýr eru með heila sem er vart meira en 500 grömm. Þar má nefna stórvaxin klaufdýr svo sem nautgripi sem hafa að meðaltali 490 gramma heila, hesta en heili þeirra er að meðaltali um 530 grömm og kameldýr með rúmlega 700 gramma heila. Okkar nánustu frændur í dýraríkinu, simpansarnir, eru með heila sem vegur einungis um 420 grömm eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hversu þungur er apaheili?



Samanburður á stærð heila nokkurra spendýra.

Það skal tekið fram að ekki er hægt að nota heilastærðina eina og sér til að bera saman greind mismunandi dýrategunda eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn? Stærð heila hjá spendýrum er yfirleitt í jákvæðu sambandi við líkamsstærð. Það á þó ekki við um manninn sem er mjög lítill miðað við þær tegundir sem taldar eru upp á listanum hér fyrir ofan, en nálgast það þó að komast á listann. Þyngd mannsheilans getur verið á bilinu 900 - 2000 grömm en almennt er viðurkennd meðalheilastærð manna um 1450 grömm. Þó maðurinn nái ekki inn á topp 10 listann ætti hann að vera meðal þeirra dýrategundar sem komast á listann yfir 20 stærstu heilana ásamt nokkrum tegundum höfrunga og hnísa sem hafa heilastærð á bilinu 1200 til 1500 grömm.

Í lokin er vert að nefna að hugsanlega eiga aðrar tegundir reyðarhvala heima á listanum yfir dýr með stærstu heilana. Má þar nefna hrefnu (Balanoptera acutorostrata) en höfundur fann því miður engar upplýsingar um heilastærð hennar.

Mynd: Structure of Nervous Systems á Neuronal Pattern Analysis....