Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?

Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi bragð, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Pipar er ber piparjurtarinnar sem kallast Piper nigrum á fræðimáli. Piparjurt er klifurplanta af piparætt. Berin eru þurrkuð og notuð sem bragðsterkt krydd.


Piparminta er jurt af svonefndri varablómaætt.

Piparminta er þess vegna ekki búin til úr mintu og pipar heldur er hún sérstök jurt sem ber sama nafn og piparinn. Á latínu er nafnið þó ekki alveg eins. Fyrra nafn piparsins er Piper og hið seinna nigrum sem merkir svartur. Seinna heiti mintunnar er piperita, en endingin -ita er smækkunarending. Í spænsku er orðið planta til dæmis notað um plöntu en plantita um litla plöntu. Bein þýðing á latnesku heiti piparmintunnar gæti verið ,,litli mintupiparinn". Vel má hugsa sér að nafngiftin sé tilkomin vegna þess að piparmintan er bragðsterk, líkt og piparinn, þótt hún sé öðruvísi á bragðið.

Þess má líka geta að mintu-heitið er komið úr grísku. Plútó sem var guð undirheimanna átti að hafa orðið ástfanginn af dísinni Minthe og breytt henni í jurtina. Í íslensku er minta upprunalegri mynd, mynta með y-i er talið vera áhrif úr dönsku.

Heimildir:

Mynd:

Útgáfudagur

6.1.2011

Spyrjandi

Mímir Kristínarson Mixa, f. 2003, Jón M.

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta? “ Vísindavefurinn, 6. janúar 2011. Sótt 20. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=52591.

JGÞ. (2011, 6. janúar). Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52591

JGÞ. „Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta? “ Vísindavefurinn. 6. jan. 2011. Vefsíða. 20. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52591>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Svarti ferningurinn

Pólsk-rússneski málarinn og listfræðingurinn Kazimir Malevich málaði verk sem kallast Svarti ferningurinn árið 1915. Verkið er málaður svartur ferningur og er iðulega talið eitt af lykilverkum afstraktlistar. Hugtakið afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir ‚draga frá‘.