Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Gunnar Jónsson

Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó.

Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar, en eins og lesa má um í svarinu Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu? eftir Jón Má Halldórsson er það ekki alls kostar rétt; aðeins sjö af 17 tegundum mörgæsa finnast á Suðurskautinu. Jón Már Halldórsson fjallar meira um tegundir mörgæsa í svarinu Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku? Fleiri fuglar finnast á Suðurskautslandinu, til að mynda kríur (Sterna paradisaea), sem hafa þar vetrardvöl, og sæskúmar (Stercorarius maccormicki), sem verpa þar.

Adeliemörgæs (Pygoscelis adeliae) Klappamörgæs (Eudyptes chrysolophus)
Hökubandsmörgæs (Pygoscelis antarctica) Konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus)
Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri)

Í Suður-Íshafi, hafinu sem umlykur Suðurskautslandið, finnast ýmiss konar dýr. Af spendýrum má nefna hvali, eins og steypireyðar (Balaneoptera musculus) og háhyrninga (Orcinus orca), og sex tegundir sela. Einnig er þar að finna nokkrar fiskitegundir. Sumar eru kunnuglegar, svo sem þorskar (Gadus morhua og Gadus macrocephalus), en aðrar eru afar sérstakar. Ísfiskar (af ættinni Channichthyidae) hafa til að mynda hvorki rauð blóðkorn né blóðrauða og eru því með nær glært blóð. Ýmis önnur dýr nota blóðrauða eða annað litarefni í blóðinu til að binda og flytja súrefni um líkamann, eins og má lesa um í svörunum Af hverju er blóð yfirleitt rautt? eftir Halldór Eldjárn og HMS og Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu? eftir Jón Má Halldórsson


Ísfisksseyði.

Að lokum er bent á svar við spurningunni Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu? þar sem Jón Már Halldórsson fjallar um svipað efni.

Heimildir

Myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.9.2005

Spyrjandi

Guðný Guðmundsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Gunnar Jónsson. „Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 13. september 2005. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5260.

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Gunnar Jónsson. (2005, 13. september). Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5260

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Gunnar Jónsson. „Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2005. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5260>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó.

Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar, en eins og lesa má um í svarinu Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu? eftir Jón Má Halldórsson er það ekki alls kostar rétt; aðeins sjö af 17 tegundum mörgæsa finnast á Suðurskautinu. Jón Már Halldórsson fjallar meira um tegundir mörgæsa í svarinu Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku? Fleiri fuglar finnast á Suðurskautslandinu, til að mynda kríur (Sterna paradisaea), sem hafa þar vetrardvöl, og sæskúmar (Stercorarius maccormicki), sem verpa þar.

Adeliemörgæs (Pygoscelis adeliae) Klappamörgæs (Eudyptes chrysolophus)
Hökubandsmörgæs (Pygoscelis antarctica) Konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus)
Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri)

Í Suður-Íshafi, hafinu sem umlykur Suðurskautslandið, finnast ýmiss konar dýr. Af spendýrum má nefna hvali, eins og steypireyðar (Balaneoptera musculus) og háhyrninga (Orcinus orca), og sex tegundir sela. Einnig er þar að finna nokkrar fiskitegundir. Sumar eru kunnuglegar, svo sem þorskar (Gadus morhua og Gadus macrocephalus), en aðrar eru afar sérstakar. Ísfiskar (af ættinni Channichthyidae) hafa til að mynda hvorki rauð blóðkorn né blóðrauða og eru því með nær glært blóð. Ýmis önnur dýr nota blóðrauða eða annað litarefni í blóðinu til að binda og flytja súrefni um líkamann, eins og má lesa um í svörunum Af hverju er blóð yfirleitt rautt? eftir Halldór Eldjárn og HMS og Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu? eftir Jón Má Halldórsson


Ísfisksseyði.

Að lokum er bent á svar við spurningunni Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu? þar sem Jón Már Halldórsson fjallar um svipað efni.

Heimildir

Myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....