Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?

HMS

Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'.

Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða páfi hefur aðsetur. Íslenska orðið dómkirkja er dregið af latneska orðinu domus, eða 'hús', og domus dei merkir 'guðshús'. Í mörgum erlendum tungumálum er cathedral heitið yfir dómkirkju. Cathedral er fengið úr latínu, þar sem orðið cathedra merkir 'stóll' eða 'sæti'. Cathedral merkir því í raun 'biskupsstóll' og lýsir vel hlutverki dómkirkjunnar.


Dómkirkjan í Reykjavík.

Fyrsti íslenski biskupinn, Ísleifur Gissurarson, hafði aðsetur í Skálholti. Skálholt varð þó ekki formlegur biskupsstóll fyrr en eftir hans dag þegar Gissur sonur hans gaf jörðina til biskupsseturs. Þar lét hann reisa kirkju um eða eftir árið 1082 og varð sú kirkja fyrsta dómkirkja Íslands. Hólabiskupsstóll var svo settur árið 1106. Jón Ögmundson, fyrsti biskupinn á Hólum, lét það verða sitt fyrsta verk að byggja þar fallega timburkirkju sem varð þá önnur íslenska dómkirkjan.

Í kjölfar Skaftárelda árið 1783 og móðuharðindanna sem þeim fylgdu var ákveðið, 15. apríl 1785, að flytja biskupsstólana til Reykjavíkur. Reykjavík varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að þar var lítið um eldvirkni. Einnig var ákveðið að sameina biskupsstólana tvo og eftir það var einn biskup yfir öllu landinu. Árið 1787 var svo hafist handa við byggingu fyrstu dómkirkjunnar í Reykjavík en hún var ekki fullbyggð fyrr en árið 1797, heilum áratug eftir að byrjað var á verkinu.

Heimildir og myndir

  • Ásgeir Blöndal Magnússon (1989). Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Cathedra. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Cathedral. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Church. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Þórir Stephensen (1996). Saga Dómkirkjunnar. Vefur Dómkirkjunnar í Reykjavík.
  • Myndin er af síðunni Kristin's virtual territory.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

14.9.2005

Spyrjandi

Ásgeir Jóhannsson
Bjarnheiður Kristinsdóttir

Tilvísun

HMS. „Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?“ Vísindavefurinn, 14. september 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5265.

HMS. (2005, 14. september). Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5265

HMS. „Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5265>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'.

Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða páfi hefur aðsetur. Íslenska orðið dómkirkja er dregið af latneska orðinu domus, eða 'hús', og domus dei merkir 'guðshús'. Í mörgum erlendum tungumálum er cathedral heitið yfir dómkirkju. Cathedral er fengið úr latínu, þar sem orðið cathedra merkir 'stóll' eða 'sæti'. Cathedral merkir því í raun 'biskupsstóll' og lýsir vel hlutverki dómkirkjunnar.


Dómkirkjan í Reykjavík.

Fyrsti íslenski biskupinn, Ísleifur Gissurarson, hafði aðsetur í Skálholti. Skálholt varð þó ekki formlegur biskupsstóll fyrr en eftir hans dag þegar Gissur sonur hans gaf jörðina til biskupsseturs. Þar lét hann reisa kirkju um eða eftir árið 1082 og varð sú kirkja fyrsta dómkirkja Íslands. Hólabiskupsstóll var svo settur árið 1106. Jón Ögmundson, fyrsti biskupinn á Hólum, lét það verða sitt fyrsta verk að byggja þar fallega timburkirkju sem varð þá önnur íslenska dómkirkjan.

Í kjölfar Skaftárelda árið 1783 og móðuharðindanna sem þeim fylgdu var ákveðið, 15. apríl 1785, að flytja biskupsstólana til Reykjavíkur. Reykjavík varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að þar var lítið um eldvirkni. Einnig var ákveðið að sameina biskupsstólana tvo og eftir það var einn biskup yfir öllu landinu. Árið 1787 var svo hafist handa við byggingu fyrstu dómkirkjunnar í Reykjavík en hún var ekki fullbyggð fyrr en árið 1797, heilum áratug eftir að byrjað var á verkinu.

Heimildir og myndir

  • Ásgeir Blöndal Magnússon (1989). Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Cathedra. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Cathedral. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Church. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Þórir Stephensen (1996). Saga Dómkirkjunnar. Vefur Dómkirkjunnar í Reykjavík.
  • Myndin er af síðunni Kristin's virtual territory.
...