Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?

Sigurður Steinþórsson

„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins.

Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni í Kaliforníu voru að skoða hrygginn með smá-kafbátnum Alvin. Síðan hafa slíkir strompar fundist víða á hryggnum í Kyrrahafi, Indlands- og Atlantshafi; meðaldýpi á þá er um 2100 m. Við svo mikinn þrýsting geta jarðhitavessarnir verið allt að 400°C heitir. Vessarnir eru mjög súrir (brennisteinssýra), iðulega með pH-gildi 2,8. Áætlað er að á hverju ári spúi brennisteinshverir neðansjávar 1,4 x 1014 kg (140 milljarðar tonna) af jarðhitavökva út í sjóinn.Svartar hverastrýtur.

„Hvítstrompar“ nefnast neðansjávarhverir sem spúa hvítum vatnsstrók sem inniheldur efnasambönd af baríni, kalsíni og kísli, sem eru hvít (ólíkt súlfíðum svartstrompanna). Hvítstrompar myndast við lægri hita en hinir svörtu.

Útaf fyrir sig er ekki undarlegt að virk hverasvæði séu neðansjávar á hryggjunum, líkt og háhitasvæðin á íslensku rekbeltunum. Hitt er merkilegra að þar þrífast sérkennilegar og sérhæfðar lífverur sem vinna sér lífsorku úr metani og brennisteinssamböndum jarðhitavökvans. Jafnvel hefur fundist á 2500 m dýpi út af strönd Mexíkó baktería sem nýtir sér daufa birtu frá strompnum til ljóstillífunar – en annars ríkir eilíft myrkur í djúphafinu.

Hverastrýtur hafa fundist við Ísland: Á lághitasvæði í miðjum Eyjafirði á um 70 m dýpi eru þrjár hverastrýtur, sú hæsta 45 m há. Upp um þær streymir 70°C heitt vatn.

Mynd: Geosciences Department, University of Bremen. Sótt 22. 6. 2009.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er hverastrýtan í Eyjafirði?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.6.2009

Spyrjandi

Berglind Rós Númadóttir
Rannveig Káradóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2009, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52662.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 25. júní). Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52662

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2009. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52662>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?
„Svartar hverastrýtur“ eru neðansjávarhverir sem spúa heitum, steinefnaríkum jarðhitavökva út í kaldan sjóinn. Þá falla út steindir, einkum súlfíð, sem byggja upp strompana og valda jafnframt svertu stróksins.

Svartstrompar fundust fyrst árið 1977 á Austur-Kyrrahafshryggnum þegar vísindamenn frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni í Kaliforníu voru að skoða hrygginn með smá-kafbátnum Alvin. Síðan hafa slíkir strompar fundist víða á hryggnum í Kyrrahafi, Indlands- og Atlantshafi; meðaldýpi á þá er um 2100 m. Við svo mikinn þrýsting geta jarðhitavessarnir verið allt að 400°C heitir. Vessarnir eru mjög súrir (brennisteinssýra), iðulega með pH-gildi 2,8. Áætlað er að á hverju ári spúi brennisteinshverir neðansjávar 1,4 x 1014 kg (140 milljarðar tonna) af jarðhitavökva út í sjóinn.Svartar hverastrýtur.

„Hvítstrompar“ nefnast neðansjávarhverir sem spúa hvítum vatnsstrók sem inniheldur efnasambönd af baríni, kalsíni og kísli, sem eru hvít (ólíkt súlfíðum svartstrompanna). Hvítstrompar myndast við lægri hita en hinir svörtu.

Útaf fyrir sig er ekki undarlegt að virk hverasvæði séu neðansjávar á hryggjunum, líkt og háhitasvæðin á íslensku rekbeltunum. Hitt er merkilegra að þar þrífast sérkennilegar og sérhæfðar lífverur sem vinna sér lífsorku úr metani og brennisteinssamböndum jarðhitavökvans. Jafnvel hefur fundist á 2500 m dýpi út af strönd Mexíkó baktería sem nýtir sér daufa birtu frá strompnum til ljóstillífunar – en annars ríkir eilíft myrkur í djúphafinu.

Hverastrýtur hafa fundist við Ísland: Á lághitasvæði í miðjum Eyjafirði á um 70 m dýpi eru þrjár hverastrýtur, sú hæsta 45 m há. Upp um þær streymir 70°C heitt vatn.

Mynd: Geosciences Department, University of Bremen. Sótt 22. 6. 2009.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er hverastrýtan í Eyjafirði?
...