Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var Alþingi stofnað?

Páll Emil Emilsson og Heiða María Sigurðardóttir

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.


Svona hugsaði málarinn W. G. Collingwood sér Alþingi til forna. Myndin er líklega frá árinu 1870.

1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.

Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.


Alþingishúsið var byggt á árunum 1880-1881.

Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

15.9.2005

Spyrjandi

Dagmar Ósk Héðinsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Páll Emil Emilsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvenær var Alþingi stofnað?“ Vísindavefurinn, 15. september 2005, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5268.

Páll Emil Emilsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 15. september). Hvenær var Alþingi stofnað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5268

Páll Emil Emilsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvenær var Alþingi stofnað?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2005. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5268>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var Alþingi stofnað?
Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.


Svona hugsaði málarinn W. G. Collingwood sér Alþingi til forna. Myndin er líklega frá árinu 1870.

1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.

Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.


Alþingishúsið var byggt á árunum 1880-1881.

Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....