Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Gunnar J. Gunnarsson

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og með grunnskólalögunum 1974 var jafnframt gert ráð fyrir kennslu um önnur trúarbrögð en kristni. Sögulegar ástæður kristinfræðikennslunnar eru því nokkuð augljósar.

Í síðustu Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 1999 eru færð ýmis rök fyrir stöðu og skipan greinarinnar kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði, eins og hún heitir nú, og þeim áherslum sem þar eru lagðar. Í námskránni er mest áhersla lögð á kristin fræði en jafnframt er gert ráð fyrir kennslu um önnur trúarbrögð á öllum stigum grunnskólans. Sama var reyndar uppi á teningnum í Aðalnámskránni frá árinu 1989.


Ef litið er nánar á rökin sem færð eru í námskránni má ef til vill flokka þau eftir eðli þeirra á eftirfarandi hátt:

 • Samfélagsrök – Vísað er til þess hvernig þjóðin greinist í trúfélög og þá einkum til hlutfalls þeirra sem skráðir eru í kristin trúfélög á Íslandi, en það er mjög hátt (um 94%, þar af um 85% í Þjóðkirkjuna). Það er síðan notað sem eitt af rökunum fyrir því að kristin fræði séu kennd í grunnskólum og að þau séu veigamesti þáttur trúarbragðakennslu. Auk þess eiga mörg þau lífsgildi sem mótað hafa íslenskt samfélag sér kristnar rætur.
 • Menningarrök – Íslensk saga og menning hefur mótast mjög af kristni. Því er litið á kristinfræðikennsluna sem eina af forsendunum fyrir læsi á íslenska og jafnframt vestræna menningu. Því er haldið fram að saga og menning þjóðarinnar og Vesturlanda almennt verði vart skilin án þekkingar á kristinni trú, Biblíunni og siðferðislegum boðskap hennar.
 • Þroskarök – Viðfangsefni greinarinnar kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði eru talin mikilvægur þáttur í mótun heilbrigðrar sjálfsmyndar. Heildstætt lífsviðhorf og skilningur á sjálfum sér sem einstaklingi og sem hluta af stærri heild skiptir hér máli; ennfremur færnin til að takast á við hið trúarlega svið, geta sett sig í spor annarra og tekið ábyrga og ígrundaða afstöðu til viðhorfa og lífsgilda.
 • Uppeldisrök – Bent er á að námsgreininni sé meðal annars ætlað að miðla grundvallargildum samfélagsins. Siðfræðiþátturinn og siðgæðisuppeldið er hér sett í brennidepil ásamt því að vísa til 2. gr. grunnskólalaga um að starfshættir skólans skuli mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi.
 • Þekkingarrök – Lögð er áhersla á að kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði miðli nemendum þekkingu á eigin rótum og því samfélagi sem þeir eru hluti af. Jafnframt auka viðfangsefni greinarinnar skilning á ólíkum trúarbrögðum og lífsviðhorfum. Það stuðlar meðal annars að umburðarlyndi og víðsýni. (Sjá Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði, s. 3).


Af þessu má sjá að margvísleg rök eru fyrir kennslu í kristnum fræðum sérstaklega, en jafnframt eru gild rök fyrir kennslu um önnur trúarbrögð á tímum þegar fjölbreytileikinn í lífsviðhorfum fer vaxandi í íslensku samfélagi. En þótt þau rök sem færð eru í Aðalnámskránni fyrir kennslu í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum séu að mörgu leyti haldgóð má vissulega beita rökum gegn þeirri skipan sem þar er gengið út frá. Hér verða nefnd fáein dæmi um slík rök.

 • Trúfrelsisrök – Talið er óframkvæmanlegt að kenna um kristni og önnur trúarbrögð á hlutlausan hátt. Í því efni er gjarnan vísað til trúfrelsis sem mikilvægs þáttar mannréttinda og ákvæðis stjórnarskrárinnar þar um (sbr. 63.-64. gr.). Kristin fræði eða trúarbragðafræðsla eigi því ekki heima í opinberum grunnskólum.
 • Hér má þó benda á að huga þarf að merkingu hugtaksins trúfrelsi í þessu sambandi. Kennsla um kristni eða önnur trúarbrögð í skólum þarf ekki að stangast á við trúfrelsi. Hér þarf fyrst og fremst að hafa hugfast hlutverk skólans sem fræðslustofnun og greina það frá trúboðshlutverki kirkjunnar og annarra trúfélaga. Skólanum er ætlað að fræða um trúarbrögðin en kirkju og trúfélögum að boða trú.
 • Samfélagsrök – Vísað er til vaxandi fjölmenningar og fjölhyggju og þess að hér á landi býr í auknum mæli fólk með ólíkan trúarlegan bakgrunn og mismunandi trúar- og lífsskoðanir. Þess vegna þurfi að gera öllum trúarbrögðum og lífsviðhorfum jafnhátt undir höfði í kennslunni ef kenna á þessi fræði í grunnskólum. Hér má benda á að fjölhyggjan og fjölmenningin sem slík kallar ekki sjálfkrafa á að öllum trúarbrögðum sé ætlað jafnmikið svigrúm í kennslu í grunnskólum, enda kann það að reynast erfitt í framkvæmd. Mikilvægara er að virða rétt fólks til að hafa ólíkar skoðanir og sinna fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð, eftir því sem á við, á vandaðan hátt og af alúð og heilindum. Í þessu samband má gjarnan minna á umburðarlyndishugtakið og hvernig það er skilgreint skv. almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla:
  Það verður að ætla öllum rétt til sjálfstæðra skoðana og tækifæri til að tjá þær og reyna að vinna þeim fylgi, að því tilskyldu að það sé gert á heiðarlegan hátt og réttur annarra til hins sama virtur (s.18).

Hér skal tekið fram að rétturinn til sjálfstæðra skoðana og tækifærið til að tjá þær og vinna þeim fylgi er réttur einstaklingsins. Það er ekki hlutverk grunnskólans að vinna tilteknum trúarskoðunum fylgi þótt fjallað sé um þær í námi og kennslu.

Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði er á margan hátt vandasamt viðfangsefni í grunnskólum. Ljóst er að viðfangsefnið er viðkvæmt þar sem það snertir oft dýpstu sannfæringu, lífsviðhorf og gildismat fólks. Kennarar, nemendur og fjölskyldur þeirra hafa sín viðhorf og skoðanir og því engan veginn auðvelt fyrir kennara að sinna kennslu í þessum fræðum á hlutlægan hátt. Það eitt verður þó ekki notað sem rök gegn því að skólinn sinni fræðslu af þessu tagi, heldur kallar það miklu fremur á að vandað sé til fræðslunnar og að tekist sé á við viðfangsefnið af heiðarleika og alúð gagnvart öllum.

Að lokum er vert að benda á grein eftir Salvöru Nordal: Um trúaruppeldi og kennslu í kristnum fræðum, sem birtist í Hugsað með Páli. Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum. Háskólaútgáfan 2005.

Myndir

Höfundur

dósent í trúarbragðafræði og trúarbragðakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kennaradeild

Útgáfudagur

20.9.2005

Spyrjandi

Gunnar Kristinsson

Tilvísun

Gunnar J. Gunnarsson. „Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. september 2005. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5275.

Gunnar J. Gunnarsson. (2005, 20. september). Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5275

Gunnar J. Gunnarsson. „Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2005. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5275>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?
Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og með grunnskólalögunum 1974 var jafnframt gert ráð fyrir kennslu um önnur trúarbrögð en kristni. Sögulegar ástæður kristinfræðikennslunnar eru því nokkuð augljósar.

Í síðustu Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 1999 eru færð ýmis rök fyrir stöðu og skipan greinarinnar kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði, eins og hún heitir nú, og þeim áherslum sem þar eru lagðar. Í námskránni er mest áhersla lögð á kristin fræði en jafnframt er gert ráð fyrir kennslu um önnur trúarbrögð á öllum stigum grunnskólans. Sama var reyndar uppi á teningnum í Aðalnámskránni frá árinu 1989.


Ef litið er nánar á rökin sem færð eru í námskránni má ef til vill flokka þau eftir eðli þeirra á eftirfarandi hátt:

 • Samfélagsrök – Vísað er til þess hvernig þjóðin greinist í trúfélög og þá einkum til hlutfalls þeirra sem skráðir eru í kristin trúfélög á Íslandi, en það er mjög hátt (um 94%, þar af um 85% í Þjóðkirkjuna). Það er síðan notað sem eitt af rökunum fyrir því að kristin fræði séu kennd í grunnskólum og að þau séu veigamesti þáttur trúarbragðakennslu. Auk þess eiga mörg þau lífsgildi sem mótað hafa íslenskt samfélag sér kristnar rætur.
 • Menningarrök – Íslensk saga og menning hefur mótast mjög af kristni. Því er litið á kristinfræðikennsluna sem eina af forsendunum fyrir læsi á íslenska og jafnframt vestræna menningu. Því er haldið fram að saga og menning þjóðarinnar og Vesturlanda almennt verði vart skilin án þekkingar á kristinni trú, Biblíunni og siðferðislegum boðskap hennar.
 • Þroskarök – Viðfangsefni greinarinnar kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði eru talin mikilvægur þáttur í mótun heilbrigðrar sjálfsmyndar. Heildstætt lífsviðhorf og skilningur á sjálfum sér sem einstaklingi og sem hluta af stærri heild skiptir hér máli; ennfremur færnin til að takast á við hið trúarlega svið, geta sett sig í spor annarra og tekið ábyrga og ígrundaða afstöðu til viðhorfa og lífsgilda.
 • Uppeldisrök – Bent er á að námsgreininni sé meðal annars ætlað að miðla grundvallargildum samfélagsins. Siðfræðiþátturinn og siðgæðisuppeldið er hér sett í brennidepil ásamt því að vísa til 2. gr. grunnskólalaga um að starfshættir skólans skuli mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi.
 • Þekkingarrök – Lögð er áhersla á að kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði miðli nemendum þekkingu á eigin rótum og því samfélagi sem þeir eru hluti af. Jafnframt auka viðfangsefni greinarinnar skilning á ólíkum trúarbrögðum og lífsviðhorfum. Það stuðlar meðal annars að umburðarlyndi og víðsýni. (Sjá Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði, s. 3).


Af þessu má sjá að margvísleg rök eru fyrir kennslu í kristnum fræðum sérstaklega, en jafnframt eru gild rök fyrir kennslu um önnur trúarbrögð á tímum þegar fjölbreytileikinn í lífsviðhorfum fer vaxandi í íslensku samfélagi. En þótt þau rök sem færð eru í Aðalnámskránni fyrir kennslu í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum séu að mörgu leyti haldgóð má vissulega beita rökum gegn þeirri skipan sem þar er gengið út frá. Hér verða nefnd fáein dæmi um slík rök.

 • Trúfrelsisrök – Talið er óframkvæmanlegt að kenna um kristni og önnur trúarbrögð á hlutlausan hátt. Í því efni er gjarnan vísað til trúfrelsis sem mikilvægs þáttar mannréttinda og ákvæðis stjórnarskrárinnar þar um (sbr. 63.-64. gr.). Kristin fræði eða trúarbragðafræðsla eigi því ekki heima í opinberum grunnskólum.
 • Hér má þó benda á að huga þarf að merkingu hugtaksins trúfrelsi í þessu sambandi. Kennsla um kristni eða önnur trúarbrögð í skólum þarf ekki að stangast á við trúfrelsi. Hér þarf fyrst og fremst að hafa hugfast hlutverk skólans sem fræðslustofnun og greina það frá trúboðshlutverki kirkjunnar og annarra trúfélaga. Skólanum er ætlað að fræða um trúarbrögðin en kirkju og trúfélögum að boða trú.
 • Samfélagsrök – Vísað er til vaxandi fjölmenningar og fjölhyggju og þess að hér á landi býr í auknum mæli fólk með ólíkan trúarlegan bakgrunn og mismunandi trúar- og lífsskoðanir. Þess vegna þurfi að gera öllum trúarbrögðum og lífsviðhorfum jafnhátt undir höfði í kennslunni ef kenna á þessi fræði í grunnskólum. Hér má benda á að fjölhyggjan og fjölmenningin sem slík kallar ekki sjálfkrafa á að öllum trúarbrögðum sé ætlað jafnmikið svigrúm í kennslu í grunnskólum, enda kann það að reynast erfitt í framkvæmd. Mikilvægara er að virða rétt fólks til að hafa ólíkar skoðanir og sinna fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð, eftir því sem á við, á vandaðan hátt og af alúð og heilindum. Í þessu samband má gjarnan minna á umburðarlyndishugtakið og hvernig það er skilgreint skv. almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla:
  Það verður að ætla öllum rétt til sjálfstæðra skoðana og tækifæri til að tjá þær og reyna að vinna þeim fylgi, að því tilskyldu að það sé gert á heiðarlegan hátt og réttur annarra til hins sama virtur (s.18).

Hér skal tekið fram að rétturinn til sjálfstæðra skoðana og tækifærið til að tjá þær og vinna þeim fylgi er réttur einstaklingsins. Það er ekki hlutverk grunnskólans að vinna tilteknum trúarskoðunum fylgi þótt fjallað sé um þær í námi og kennslu.

Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði er á margan hátt vandasamt viðfangsefni í grunnskólum. Ljóst er að viðfangsefnið er viðkvæmt þar sem það snertir oft dýpstu sannfæringu, lífsviðhorf og gildismat fólks. Kennarar, nemendur og fjölskyldur þeirra hafa sín viðhorf og skoðanir og því engan veginn auðvelt fyrir kennara að sinna kennslu í þessum fræðum á hlutlægan hátt. Það eitt verður þó ekki notað sem rök gegn því að skólinn sinni fræðslu af þessu tagi, heldur kallar það miklu fremur á að vandað sé til fræðslunnar og að tekist sé á við viðfangsefnið af heiðarleika og alúð gagnvart öllum.

Að lokum er vert að benda á grein eftir Salvöru Nordal: Um trúaruppeldi og kennslu í kristnum fræðum, sem birtist í Hugsað með Páli. Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum. Háskólaútgáfan 2005.

Myndir

...