Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:36 • Sest 25:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:07 • Síðdegis: 20:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:17 í Reykjavík

Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?

Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta betur.

Albert Einstein lést árið 1955, 76 ára að aldri. Að eigin ósk var líkami hans brenndur en heilinn varðveittur til rannsókna. Síðan þá hafa verið birtar niðurstöður þriggja rannsókna á heilanum.

Athyglisverðastar voru niðurstöður síðustu rannsóknarinnar sem birtust í hinu virta læknatímariti Lancet árið 1999. Í þeirri rannsókn var yfirborð heila Einsteins athugað og borið saman við yfirborð heila úr 35 öðrum mönnum. Í ljós kom að á heila Einsteins var óvenjulegt mynstur grópa á báðum hvelum hvirfilblaðsins, einmitt á því svæði sem er talið tengjast stærðfræðihæfni og rúmhugmyndum (en róttækar hugmyndir Einsteins varðandi tíma og rúm eru meðal mestu vísindaafreka aldarinnar). Einnig var heili Einsteins 15% breiðari en heilar hinna mannanna og mun léttari en meðalheili, eða 1230 grömm í stað um 1400 gramma. Í annarri rannsókn kom einnig fram að taugafrumur á ákveðnum stöðum í heilanum virtust liggja þéttar saman.

Niðurstöður rannsóknanna voru því þær að heili Einsteins er að ýmsu leyti frábrugðinn meðalheila og að hann hafi verið einstaklega vel fallinn til rökhugsunar. Töluvert vantar þó enn á að hægt sé að staðfesta nokkuð, til þess þarf frekari rannsóknir, bæði á heila Einsteins og annarra stærðfræðisnillinga til samanburðar.

Lesa má á ensku um rannsóknir á heila Einsteins á þessari síðu.

Umfjöllun um Einstein má finna á Britannicu-alfræðiorðabókinni og einnig hér.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.6.2000

Spyrjandi

Dagur Snær Sævarsson, fæddur 1986

Tilvísun

TÞ. „Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór? “ Vísindavefurinn, 17. júní 2000. Sótt 24. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=528.

TÞ. (2000, 17. júní). Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=528

TÞ. „Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór? “ Vísindavefurinn. 17. jún. 2000. Vefsíða. 24. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=528>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu stór var heili Einsteins og hvaða svæði voru óvenjulega stór?
Heili Einsteins var breiðari en heilar úr öðrum mönnum en hins vegar ívið léttari. Óvenjulegt mynstur fannst á því svæði heilans sem tengist hæfni í stærðfræði og rúmfræði. Taugafrumur á ákveðnum stöðum virtust líka liggja þéttar saman en venjulegt er. Frekari rannsóknir væru þó æskilegar til að staðfesta þetta betur.

Albert Einstein lést árið 1955, 76 ára að aldri. Að eigin ósk var líkami hans brenndur en heilinn varðveittur til rannsókna. Síðan þá hafa verið birtar niðurstöður þriggja rannsókna á heilanum.

Athyglisverðastar voru niðurstöður síðustu rannsóknarinnar sem birtust í hinu virta læknatímariti Lancet árið 1999. Í þeirri rannsókn var yfirborð heila Einsteins athugað og borið saman við yfirborð heila úr 35 öðrum mönnum. Í ljós kom að á heila Einsteins var óvenjulegt mynstur grópa á báðum hvelum hvirfilblaðsins, einmitt á því svæði sem er talið tengjast stærðfræðihæfni og rúmhugmyndum (en róttækar hugmyndir Einsteins varðandi tíma og rúm eru meðal mestu vísindaafreka aldarinnar). Einnig var heili Einsteins 15% breiðari en heilar hinna mannanna og mun léttari en meðalheili, eða 1230 grömm í stað um 1400 gramma. Í annarri rannsókn kom einnig fram að taugafrumur á ákveðnum stöðum í heilanum virtust liggja þéttar saman.

Niðurstöður rannsóknanna voru því þær að heili Einsteins er að ýmsu leyti frábrugðinn meðalheila og að hann hafi verið einstaklega vel fallinn til rökhugsunar. Töluvert vantar þó enn á að hægt sé að staðfesta nokkuð, til þess þarf frekari rannsóknir, bæði á heila Einsteins og annarra stærðfræðisnillinga til samanburðar.

Lesa má á ensku um rannsóknir á heila Einsteins á þessari síðu.

Umfjöllun um Einstein má finna á Britannicu-alfræðiorðabókinni og einnig hér.

...