Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Heiða María Sigurðardóttir

Upphaflega hljómaði spurningin svona:

Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið?

Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lyktarskyn, bragðskyn og snertiskyn. Um þau má lesa í svari höfundar við spurningunni Hvernig virka skilningarvitin fimm? Ef með skynfærum er átt við hvaðeina sem gerir lífverum kleift að nema og bregðast við umhverfi sínum er þó ljóst að skynfærin – og samsvarandi skilningarvit – eru mun fleiri en fimm. Hér að neðan verður reynt að gera stutta grein fyrir þeim helstu.

Jafnvægisskyn

Jafnvægisskynið er vissulega eitt skilningarvita mannsins. Það á meðal annars rætur að rekja til starfsemi andarkerfisins (vestibular system) í innra eyranu. Andarkerfið skiptist í bogagöng (semicircular canals) og tvær forgangsblöðrur (vestibular sacs): Skjóðu (utricle) og skjatta (saccule). Við hreyfingu höfuðsins fer vökvi í bogagöngum og forgangsblöðrum einnig á hreyfingu. Hárfrumur í þessum líffærum nema hreyfingu vökvans og senda boð til heilans sem notar þessar upplýsingar til að viðhalda jafnvægi, halda höfði uppréttu og augum stöðugum.

Andarkerfið er ekki það eina sem sér um að viðhalda jafnvægi líkamans. Í vöðvum, sinum og liðum eru nemar sem senda miðtaugakerfinu boð um hreyfingar og stöðu útlima. Þessar upplýsingar eru svo notaðar til að leiðrétta líkamsstöðu fólks svo það detti ekki um koll. Þar sem þetta kerfi er afar ólíkt andarkerfinu telja margir þetta til sérstaks skilningarvits, svokallaðs hreyfi- og stöðuskyns (kinesthesia).

Varmaskyn

Varmanemar (thermoreceptors) í húðinni eru af tvennu tagi. Hitanemar (warm fibers) svara við hitaaukningu og eru virkastir þegar hitinn er kringum 44°. Kuldanemar (cold fibers) svara við hitalækkun og mest svörun fæst í kringum 30°. Athugið að þetta er nákvæmlega sjö gráðum til og frá eðlilegum líkamshita (37°). Skynjun fólks á hitastigi er svo samþætting og túlkun á boðum frá báðum þessum tegundum varmanema.

Sársaukaskyn

Þrjár tegundir sársaukanema (nociceptors) eru í húðinni. Ein tegundin er í raun snerti- eða aflnemi sem svarar við mjög miklum þrýstingi. Önnur nemur gífurleg frávik frá eðlilegum líkamshita, sem skýrir ef til vill hvers vegna fólk getur ruglast á funheitu og ísköldu vatni. Þessi tegund svarar einnig við sýrum og efninu capsaicin, virka efninu í chílepipar, og nemur líklega húðbruna og bólgur. Þriðja tegundin svarar við efninu ATP (adenosínþrífosfati), orkuefni líkamans, sem losnar meðal annars þegar blóðflæði til tiltekins líkamshluta raskast, svo sem vegna æxlismyndunar.


Skynfæri annarra lífvera

Að lokum er vert að minnast á að sum dýr hafa önnur skynfæri og skilningarvit en við mennirnir. Ýmsar tegundir hákarla og annarra fiska hafa rafskyn (electroception) og margir fuglar, svo sem dúfur, nota segulskyn (magnetoception) til að rata á milli fjarlægra staða. Einnig má nefna bergmálsmiðun (echolocation) leðurblaka og höfrunga. Bergmálsmiðun virkar líkt og sónar þar sem dýrin gefa frá sér hátíðnihljóð og nota endurvarp þess til að staðsetja hluti. Ekki er eining um hvort bergmálsmiðun sé aðeins háþróað heyrnarskyn eða sérstakt skilningarvit.

Heimildir og myndir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Sense. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd af andarkerfinu er af The vestibular system. QMW neuroscience 1999.
  • Mynd af sársaukaviðbragði er af Introductory psychology image bank. McGraw-Hill higher education.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

23.9.2005

Spyrjandi

Eysteinn Guðnason

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?“ Vísindavefurinn, 23. september 2005, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5285.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 23. september). Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5285

Heiða María Sigurðardóttir. „Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2005. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:

Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið?

Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lyktarskyn, bragðskyn og snertiskyn. Um þau má lesa í svari höfundar við spurningunni Hvernig virka skilningarvitin fimm? Ef með skynfærum er átt við hvaðeina sem gerir lífverum kleift að nema og bregðast við umhverfi sínum er þó ljóst að skynfærin – og samsvarandi skilningarvit – eru mun fleiri en fimm. Hér að neðan verður reynt að gera stutta grein fyrir þeim helstu.

Jafnvægisskyn

Jafnvægisskynið er vissulega eitt skilningarvita mannsins. Það á meðal annars rætur að rekja til starfsemi andarkerfisins (vestibular system) í innra eyranu. Andarkerfið skiptist í bogagöng (semicircular canals) og tvær forgangsblöðrur (vestibular sacs): Skjóðu (utricle) og skjatta (saccule). Við hreyfingu höfuðsins fer vökvi í bogagöngum og forgangsblöðrum einnig á hreyfingu. Hárfrumur í þessum líffærum nema hreyfingu vökvans og senda boð til heilans sem notar þessar upplýsingar til að viðhalda jafnvægi, halda höfði uppréttu og augum stöðugum.

Andarkerfið er ekki það eina sem sér um að viðhalda jafnvægi líkamans. Í vöðvum, sinum og liðum eru nemar sem senda miðtaugakerfinu boð um hreyfingar og stöðu útlima. Þessar upplýsingar eru svo notaðar til að leiðrétta líkamsstöðu fólks svo það detti ekki um koll. Þar sem þetta kerfi er afar ólíkt andarkerfinu telja margir þetta til sérstaks skilningarvits, svokallaðs hreyfi- og stöðuskyns (kinesthesia).

Varmaskyn

Varmanemar (thermoreceptors) í húðinni eru af tvennu tagi. Hitanemar (warm fibers) svara við hitaaukningu og eru virkastir þegar hitinn er kringum 44°. Kuldanemar (cold fibers) svara við hitalækkun og mest svörun fæst í kringum 30°. Athugið að þetta er nákvæmlega sjö gráðum til og frá eðlilegum líkamshita (37°). Skynjun fólks á hitastigi er svo samþætting og túlkun á boðum frá báðum þessum tegundum varmanema.

Sársaukaskyn

Þrjár tegundir sársaukanema (nociceptors) eru í húðinni. Ein tegundin er í raun snerti- eða aflnemi sem svarar við mjög miklum þrýstingi. Önnur nemur gífurleg frávik frá eðlilegum líkamshita, sem skýrir ef til vill hvers vegna fólk getur ruglast á funheitu og ísköldu vatni. Þessi tegund svarar einnig við sýrum og efninu capsaicin, virka efninu í chílepipar, og nemur líklega húðbruna og bólgur. Þriðja tegundin svarar við efninu ATP (adenosínþrífosfati), orkuefni líkamans, sem losnar meðal annars þegar blóðflæði til tiltekins líkamshluta raskast, svo sem vegna æxlismyndunar.


Skynfæri annarra lífvera

Að lokum er vert að minnast á að sum dýr hafa önnur skynfæri og skilningarvit en við mennirnir. Ýmsar tegundir hákarla og annarra fiska hafa rafskyn (electroception) og margir fuglar, svo sem dúfur, nota segulskyn (magnetoception) til að rata á milli fjarlægra staða. Einnig má nefna bergmálsmiðun (echolocation) leðurblaka og höfrunga. Bergmálsmiðun virkar líkt og sónar þar sem dýrin gefa frá sér hátíðnihljóð og nota endurvarp þess til að staðsetja hluti. Ekki er eining um hvort bergmálsmiðun sé aðeins háþróað heyrnarskyn eða sérstakt skilningarvit.

Heimildir og myndir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Sense. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Mynd af andarkerfinu er af The vestibular system. QMW neuroscience 1999.
  • Mynd af sársaukaviðbragði er af Introductory psychology image bank. McGraw-Hill higher education.
...