Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?

Sævar Helgi Bragason

Þegar velja á stjörnusjónauka er mikilvægt að vanda valið. Stjörnusjónaukar eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf hver og einna að finna út hvaða tegund hentar honum eða henni best.

Góður sjónauki þarf að uppfylla tvö skilyrði. Hann verður að vera á góðri undirstöðu og hafa góð sjóntæki.

Besti stjörnusjónaukinn er ekki endilega sá stærsti og flottasti, heldur sá sem er mikið notaður. Þannig er hefðbundinn handsjónauki frábært tæki til að læra á himininn.



Hefðbundinn handsjónauki er vanmetið byrjunartæki.

Ekki er hægt að mæla með sjónaukum sem stórverslanir og leikfangabúðir auglýsa í bæklingum sínum og sagðir eru geta „stækkað 600 sinnum!“ Þessari stækkun sem gefin er upp í auglýsingunum er ekki hægt að ná með svona ódýrum sjóntækjum. Þessir sjónaukar standa sjaldnast undir væntingum og geta þeir dregið úr áhuga á stjörnuskoðun frekar en hitt.

Á Stjörnufræðivefnum er að finna ágætar leiðbeiningar um val á stjörnusjónaukum og er lesendum bent á að kynna þær vilji þeir fræðast meira um efnið.

Mynd: David Hinds Ltd. Astronomy Suppliers

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.9.2005

Spyrjandi

Katrín Rós Sigvaldadóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?“ Vísindavefurinn, 23. september 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5286.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 23. september). Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5286

Sævar Helgi Bragason. „Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5286>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?
Þegar velja á stjörnusjónauka er mikilvægt að vanda valið. Stjörnusjónaukar eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf hver og einna að finna út hvaða tegund hentar honum eða henni best.

Góður sjónauki þarf að uppfylla tvö skilyrði. Hann verður að vera á góðri undirstöðu og hafa góð sjóntæki.

Besti stjörnusjónaukinn er ekki endilega sá stærsti og flottasti, heldur sá sem er mikið notaður. Þannig er hefðbundinn handsjónauki frábært tæki til að læra á himininn.



Hefðbundinn handsjónauki er vanmetið byrjunartæki.

Ekki er hægt að mæla með sjónaukum sem stórverslanir og leikfangabúðir auglýsa í bæklingum sínum og sagðir eru geta „stækkað 600 sinnum!“ Þessari stækkun sem gefin er upp í auglýsingunum er ekki hægt að ná með svona ódýrum sjóntækjum. Þessir sjónaukar standa sjaldnast undir væntingum og geta þeir dregið úr áhuga á stjörnuskoðun frekar en hitt.

Á Stjörnufræðivefnum er að finna ágætar leiðbeiningar um val á stjörnusjónaukum og er lesendum bent á að kynna þær vilji þeir fræðast meira um efnið.

Mynd: David Hinds Ltd. Astronomy Suppliers...