Sólin Sólin Rís 04:56 • sest 22:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:19 • Síðdegis: 15:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:38 • Síðdegis: 21:37 í Reykjavík

Hver er íbúafjöldi Jamaíku?

Kristófer Bergmann Skúlason og Una Kamilla Steinsen

Á Jamaíku bjuggu 2.682.100 manns í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins.

Jamaíka er eyja sunnan af Kúbu. Höfuðborgin heitir Kingston. Eyjan er þriðja stærsta eyja Karíbahafs, 240 km að lengd, 80 kílómetra breið og 10.991 km² að flatarmáli. Hún er hálend eldfjallaeyja og þar er hitabeltisloftslag.Kólumbus "fann" eyjuna árið 1494 og tókst Spánverjum að útrýma innfæddum á skömmum tíma. Jamaíka var spænsk nýlenda þangað til Bretar hertóku hana árið 1655. Eyjan fékk heimastjórn árið 1944, árið 1958 varð hún hluti af Sambandsríki Vestur-Indía og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 1962. Jamaíka tilheyrir Breska samveldinu og þar er töluð enska.

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

9.6.2009

Spyrjandi

Svava Björk Hróbjartsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Kristófer Bergmann Skúlason og Una Kamilla Steinsen. „Hver er íbúafjöldi Jamaíku?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2009. Sótt 8. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=52866.

Kristófer Bergmann Skúlason og Una Kamilla Steinsen. (2009, 9. júní). Hver er íbúafjöldi Jamaíku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52866

Kristófer Bergmann Skúlason og Una Kamilla Steinsen. „Hver er íbúafjöldi Jamaíku?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2009. Vefsíða. 8. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52866>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er íbúafjöldi Jamaíku?
Á Jamaíku bjuggu 2.682.100 manns í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins.

Jamaíka er eyja sunnan af Kúbu. Höfuðborgin heitir Kingston. Eyjan er þriðja stærsta eyja Karíbahafs, 240 km að lengd, 80 kílómetra breið og 10.991 km² að flatarmáli. Hún er hálend eldfjallaeyja og þar er hitabeltisloftslag.Kólumbus "fann" eyjuna árið 1494 og tókst Spánverjum að útrýma innfæddum á skömmum tíma. Jamaíka var spænsk nýlenda þangað til Bretar hertóku hana árið 1655. Eyjan fékk heimastjórn árið 1944, árið 1958 varð hún hluti af Sambandsríki Vestur-Indía og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 1962. Jamaíka tilheyrir Breska samveldinu og þar er töluð enska.

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....