Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið kaggi er notað í fleiri en einni merkingu. Elsta merking orðsins er líklega ‘lítil tunna’. Það kemur fyrir í Biskupasögum og Sturlungu sem viðurnefni Þórarins kagga. Kaggi er líka til í merkingunni ‘hattur’. Orðabókin á elst dæmi um þá notkun úr blaðinu Speglinum frá 1936. Ætla má að hatturinn hafi fengið þetta nafn af löguninni en átt er við pípuhatt. Þeir voru einnig kallaðir hálfkaggar og heilkaggar eftir því hve hatturinn var hár. Halldór Laxness nefndi bæði orðin í Brekkukotsannál og virðist ekki hafa litið á hálfkagga sem pípuhatt:
með harðan hatt af því tagi, sem nefndir voru hálfkaggar til aðgreiningar frá heilköggum, en svo voru pípuhattar nefndir.
Dæmi í talmálssafni Orðabókarinnar benda þó til að hálfkaggi hafi einnig verið pípuhattur, lægri í kollinn en heilkagginn. Í Íslenskri orðabók (2002:743) stendur reyndar að kaggi sé ‘lágur hattur’ en af dæmum Orðabókarinnar að ráða er fyrst og fremst átt við pípuhattinn.



Amerískur kaggi, Plymouth Barracuda árgerð 1966.

Enn ein merking er í orðinu kaggi en hún er samkvæmt Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982:60) ‘glæsileg bifreið’ og nefndar eru samsetningarnar kvartmílukaggi og kaggatöffari. Oftast voru kaggarnar stórir amerískir bílar samanber dæmi úr Tímariti Máls og menningar (1987:107): ,,Ég er að gera upp amerískan kagga, maður.“

Ekki er fullljóst hvers vegna bílarnir voru nefndir kaggar en ef til vill hafa þeir þótt minna á fyrrnefndar tunnur líkt og pípuhatturinn.

Mynd: Plymouth Barracuda á Wikipedia. Sótt 25. 6. 2009.


Upprunalega spurningin hjóðaðið svona:

Af hverju kalla menn flotta bíla stundum kagga? Hver er uppruni orðsins "kaggi"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.6.2009

Spyrjandi

Bergur Ebbi Benediktsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2009, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52884.

Guðrún Kvaran. (2009, 30. júní). Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52884

Guðrún Kvaran. „Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2009. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52884>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"?
Orðið kaggi er notað í fleiri en einni merkingu. Elsta merking orðsins er líklega ‘lítil tunna’. Það kemur fyrir í Biskupasögum og Sturlungu sem viðurnefni Þórarins kagga. Kaggi er líka til í merkingunni ‘hattur’. Orðabókin á elst dæmi um þá notkun úr blaðinu Speglinum frá 1936. Ætla má að hatturinn hafi fengið þetta nafn af löguninni en átt er við pípuhatt. Þeir voru einnig kallaðir hálfkaggar og heilkaggar eftir því hve hatturinn var hár. Halldór Laxness nefndi bæði orðin í Brekkukotsannál og virðist ekki hafa litið á hálfkagga sem pípuhatt:

með harðan hatt af því tagi, sem nefndir voru hálfkaggar til aðgreiningar frá heilköggum, en svo voru pípuhattar nefndir.
Dæmi í talmálssafni Orðabókarinnar benda þó til að hálfkaggi hafi einnig verið pípuhattur, lægri í kollinn en heilkagginn. Í Íslenskri orðabók (2002:743) stendur reyndar að kaggi sé ‘lágur hattur’ en af dæmum Orðabókarinnar að ráða er fyrst og fremst átt við pípuhattinn.



Amerískur kaggi, Plymouth Barracuda árgerð 1966.

Enn ein merking er í orðinu kaggi en hún er samkvæmt Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982:60) ‘glæsileg bifreið’ og nefndar eru samsetningarnar kvartmílukaggi og kaggatöffari. Oftast voru kaggarnar stórir amerískir bílar samanber dæmi úr Tímariti Máls og menningar (1987:107): ,,Ég er að gera upp amerískan kagga, maður.“

Ekki er fullljóst hvers vegna bílarnir voru nefndir kaggar en ef til vill hafa þeir þótt minna á fyrrnefndar tunnur líkt og pípuhatturinn.

Mynd: Plymouth Barracuda á Wikipedia. Sótt 25. 6. 2009.


Upprunalega spurningin hjóðaðið svona:

Af hverju kalla menn flotta bíla stundum kagga? Hver er uppruni orðsins "kaggi"?
...