Sólin Sólin Rís 07:44 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna er skyr með y?

Guðrún Kvaran

Orðið skyr er samnorrænt orð. Í færeysku er það skyr og sömuleiðis í gamalli dönsku. Í nýnorsku merkir skyr ‘staðið mjólkurþykkni, súrmjólk’ og í sænskum mállýskum er skyr, skjör notað um þunna súrmjólk. Þá er í jóskum mállýskum til orðið skørmælk um súrmjólk.Íslendingar standa gjarnan í þeirri trúa að skyr sé einstakt íslenskt fyrirbæri, en orðið skyr er til víðar.

Orðið skyr er skylt forníslensku sögninni að skerast sem notuð er um mjólk sem skilur sig í mysu og drafla. Það er einnig skylt nafnorðinu skurður. Gert er ráð fyrir því að endurgerð sameiginleg mynd sé *skurja- (* merkir að myndin sé tilbúin, ráðin af líkum) og skýrir það -y- í skyr (u > y).

Mynd: The Reykjavík Grapevine. Sótt 20. 8. 2009.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna er skyr með y? Hvað reglum lýtur stafsetning orðsins? Hver er uppruni þess?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.8.2009

Spyrjandi

Anna Kornelíusdóttir
Sigurbjörn Ástvaldur Friðriksson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er skyr með y?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2009. Sótt 4. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52890.

Guðrún Kvaran. (2009, 24. ágúst). Hvers vegna er skyr með y? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52890

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er skyr með y?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52890>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er skyr með y?
Orðið skyr er samnorrænt orð. Í færeysku er það skyr og sömuleiðis í gamalli dönsku. Í nýnorsku merkir skyr ‘staðið mjólkurþykkni, súrmjólk’ og í sænskum mállýskum er skyr, skjör notað um þunna súrmjólk. Þá er í jóskum mállýskum til orðið skørmælk um súrmjólk.Íslendingar standa gjarnan í þeirri trúa að skyr sé einstakt íslenskt fyrirbæri, en orðið skyr er til víðar.

Orðið skyr er skylt forníslensku sögninni að skerast sem notuð er um mjólk sem skilur sig í mysu og drafla. Það er einnig skylt nafnorðinu skurður. Gert er ráð fyrir því að endurgerð sameiginleg mynd sé *skurja- (* merkir að myndin sé tilbúin, ráðin af líkum) og skýrir það -y- í skyr (u > y).

Mynd: The Reykjavík Grapevine. Sótt 20. 8. 2009.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna er skyr með y? Hvað reglum lýtur stafsetning orðsins? Hver er uppruni þess?
...