Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?

Þórhallur Heimisson

Hér er einnig svarað spurningunni:
 • Hverjir voru musterisriddararnir og hver var tilgangur þeirra? Eru þeir ennþá til?
 • Hvað er vitað um riddararegluna sem kennd er við musteri Salómons?

Árið 1118, tuttugu árum eftir að krossfarar unnu Jerúsalem, komu nokkrir franskir riddarar á fund patríarkans í borginni, en hann fór með æðstu kirkjuvöld á þessum slóðum, og unnu tvöfalt heit í hans viðurvist. Annars vegar hétu þeir að halda hinar almennu reglur kristinna munka, það er um skírlífi, fátækt og hlýðni. Hins vegar sóru þeir að verja Landið helga með vopnum og vernda pílagríma, er þangað kæmu.Refill sem sýnir Musterisriddara.

Þetta varð upphaf kristinnar riddarareglu er fékk nafnið Musterisriddararnir af því að þeir settust að innan marka Jerúsalemsborgar þar sem musteri Salómons hafði staðið forðum. Kjörorð Musterisriddaranna var síðar alkunnugt og sungið af kristnum mönnum víða um Vesturlönd: „Non nobis, sed nomini Domini gloria“ eða „ekki okkur, heldur nafni Drottins sé dýrðin“.

Þjóðhöfðingjar og aðrir velunnarar auðguðu regluna með stórgjöfum. Með tímanum urðu Musterisriddararnir 20.000 að tölu og þekktir fyrir kjark sinn og kærleiksþjónustu. Smám saman varð reglan stórauðug og komst yfir jarðeignir víðs vegar um Vesturlönd, einkum þó í Frakklandi þar sem hún átti meira en 10.000 herragarða. Þegar fram liðu stundir ráku Musterisriddararnir verslun með vörur frá Austurlöndum og fluttu pílagríma sjóleiðis austur yfir hafið. Þeir ráku líka bankaþjónustu og hverskonar önnur viðskipti.

Öfundlaust varð veldi Musterisriddaranna ekki, eins og síðar átti eftir að koma fram. Með falli Landsins helga í hendur múslíma árið 1291 var tilverurétti Musterisriddaranna stefnt í tvísýnu og þessi tilvistarkreppa varð reglunni að falli. Páfinn í Róm og Filippus Frakkakonungur, sem kallaður var hinn fríði, blésu til ofsókna gegn Musterisriddurunum. Voru þeir ákærðir fyrir hvers konar upplognar sakir. Með þeim ósköpum hófst harmsaga sem engir síðari tíma sagnfræðingar hafa getað skýrt á annan veg en þann, að undirrótin hafi verið fégræðgi og valdafíkn páfans og Frakkakonungs, sem báðir girntust hinn mikla auð Musterisriddaranna og vildu hnekkja veldi þeirra.Musterisriddarar brenndir á báli. Mynd úr handriti frá 15. öld.

Árið 1307 voru reglubræður í Frakklandi handteknir í stórum hópum, þeir bornir ýmsum sökum og pyntaðir til játninga. Eftir sýndarréttarhöld og miklar pyntingar voru þeir brenndir í þúsunda tali um alla Evrópu, meðal annars síðasti stórmeistari reglunnar Jacques de Molay. Árið 1312 bannaði páfinn Musterisregluna. Leið regla þeirra undir lok að svo búnu.

Eða svo skyldu menn ætla. Ýmsir halda því þó fram að allstór hópur musterisriddara hafi sloppið undan ofsóknunum á meginlandi Evrópu og yfir til Bretlandseyja. Er sú saga rakin í bók höfundar Ragnarök og tilgreindar þær heimildir sem að baki liggja.

Samkvæmt þeim eiga Musterisriddarar að hafa fengið hæli hjá Robert Bruce, konungi Skotlands, sem um þær mundir átti í miklum útistöðum við Englendinga. Í Skotlandi hafi þeir síðan starfað um aldir samkvæmt þessari kenningu. Árið 1314 háði Bruce mikla orrustu við Englendinga við Bannocburne og fór með sigur af hólmi með hjálp Musterisriddara. Í þakklætisskyni við þá á Bruce að hafa stofnað leynireglu fyrir Musterisriddara þannig að þeir gætu starfað áfram í skjóli. Varð sú leyniregla síðan grunnurinn að Frímúrarahreyfingunni. Fyrsta regla hinna nýju Musterisriddara, sem þannig varð fyrsta regla Frímúrara var því sett á laggirnar í Skotlandi undir Robert Bruce árið 1314 og hét Kilwinning.

Samkvæmt sömu frásögn fengu Musterisriddarar einnig skjól og vernd í Portúgal. Að vísu var hreyfing þeirra leyst upp árið 1312. En aðeins sex árum síðar gekk hún í endurnýjun lífdaga undir heitinu Riddarar Jesú Krists, eða einfaldleg Regla Jesú Krists. Veitti nýr páfi, Jóhannes XXII, reglunni viðurkenningu árið 1319. Þannig lifðu Musterisriddarar af í leynum allt til tuttugustu aldar.

Heimildir:
 • Armstrong, Karen: A History of God, New York 1994.
 • Armstrong, Karen: The Battle for God, New York 2000.
 • Chadwick, Henry: The early Church, USA 1978.
 • Einar Sigurbjörnsson: Credo - Kristin trúfræði, H.Í. 1989.
 • Frímúrarareglan á Íslandi, 50 ára, Oddi 2001.
 • Grimbergs verdenshistorie - bind 6, korstog, kejser og pave, Dk 1960.
 • Hancock, Graham: The Sign and the Seal, USA 1992.
 • Kung, Hans: The Catholic Church - a short history, USA 2001.
 • Oldenbourg, Zoé: The Crusades, GB 1966.
 • Southern, R.W: Western Society and the Church in the Middle Ages, Penguin 1979.
 • Ullmann, Walter: Medieval Political Thought, London 1975.
 • Þórhallur Heimisson: Ragnarök - 10 örlagaríkustu orustur Vesturlanda, Hólar 2005.

Myndir:

Höfundur

prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Útgáfudagur

27.9.2005

Spyrjandi

Eva Hlynsdóttir
Ólafur Freyr
Rúnar Berg Baugsson

Tilvísun

Þórhallur Heimisson. „Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?“ Vísindavefurinn, 27. september 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5290.

Þórhallur Heimisson. (2005, 27. september). Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5290

Þórhallur Heimisson. „Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5290>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?
Hér er einnig svarað spurningunni:

 • Hverjir voru musterisriddararnir og hver var tilgangur þeirra? Eru þeir ennþá til?
 • Hvað er vitað um riddararegluna sem kennd er við musteri Salómons?

Árið 1118, tuttugu árum eftir að krossfarar unnu Jerúsalem, komu nokkrir franskir riddarar á fund patríarkans í borginni, en hann fór með æðstu kirkjuvöld á þessum slóðum, og unnu tvöfalt heit í hans viðurvist. Annars vegar hétu þeir að halda hinar almennu reglur kristinna munka, það er um skírlífi, fátækt og hlýðni. Hins vegar sóru þeir að verja Landið helga með vopnum og vernda pílagríma, er þangað kæmu.Refill sem sýnir Musterisriddara.

Þetta varð upphaf kristinnar riddarareglu er fékk nafnið Musterisriddararnir af því að þeir settust að innan marka Jerúsalemsborgar þar sem musteri Salómons hafði staðið forðum. Kjörorð Musterisriddaranna var síðar alkunnugt og sungið af kristnum mönnum víða um Vesturlönd: „Non nobis, sed nomini Domini gloria“ eða „ekki okkur, heldur nafni Drottins sé dýrðin“.

Þjóðhöfðingjar og aðrir velunnarar auðguðu regluna með stórgjöfum. Með tímanum urðu Musterisriddararnir 20.000 að tölu og þekktir fyrir kjark sinn og kærleiksþjónustu. Smám saman varð reglan stórauðug og komst yfir jarðeignir víðs vegar um Vesturlönd, einkum þó í Frakklandi þar sem hún átti meira en 10.000 herragarða. Þegar fram liðu stundir ráku Musterisriddararnir verslun með vörur frá Austurlöndum og fluttu pílagríma sjóleiðis austur yfir hafið. Þeir ráku líka bankaþjónustu og hverskonar önnur viðskipti.

Öfundlaust varð veldi Musterisriddaranna ekki, eins og síðar átti eftir að koma fram. Með falli Landsins helga í hendur múslíma árið 1291 var tilverurétti Musterisriddaranna stefnt í tvísýnu og þessi tilvistarkreppa varð reglunni að falli. Páfinn í Róm og Filippus Frakkakonungur, sem kallaður var hinn fríði, blésu til ofsókna gegn Musterisriddurunum. Voru þeir ákærðir fyrir hvers konar upplognar sakir. Með þeim ósköpum hófst harmsaga sem engir síðari tíma sagnfræðingar hafa getað skýrt á annan veg en þann, að undirrótin hafi verið fégræðgi og valdafíkn páfans og Frakkakonungs, sem báðir girntust hinn mikla auð Musterisriddaranna og vildu hnekkja veldi þeirra.Musterisriddarar brenndir á báli. Mynd úr handriti frá 15. öld.

Árið 1307 voru reglubræður í Frakklandi handteknir í stórum hópum, þeir bornir ýmsum sökum og pyntaðir til játninga. Eftir sýndarréttarhöld og miklar pyntingar voru þeir brenndir í þúsunda tali um alla Evrópu, meðal annars síðasti stórmeistari reglunnar Jacques de Molay. Árið 1312 bannaði páfinn Musterisregluna. Leið regla þeirra undir lok að svo búnu.

Eða svo skyldu menn ætla. Ýmsir halda því þó fram að allstór hópur musterisriddara hafi sloppið undan ofsóknunum á meginlandi Evrópu og yfir til Bretlandseyja. Er sú saga rakin í bók höfundar Ragnarök og tilgreindar þær heimildir sem að baki liggja.

Samkvæmt þeim eiga Musterisriddarar að hafa fengið hæli hjá Robert Bruce, konungi Skotlands, sem um þær mundir átti í miklum útistöðum við Englendinga. Í Skotlandi hafi þeir síðan starfað um aldir samkvæmt þessari kenningu. Árið 1314 háði Bruce mikla orrustu við Englendinga við Bannocburne og fór með sigur af hólmi með hjálp Musterisriddara. Í þakklætisskyni við þá á Bruce að hafa stofnað leynireglu fyrir Musterisriddara þannig að þeir gætu starfað áfram í skjóli. Varð sú leyniregla síðan grunnurinn að Frímúrarahreyfingunni. Fyrsta regla hinna nýju Musterisriddara, sem þannig varð fyrsta regla Frímúrara var því sett á laggirnar í Skotlandi undir Robert Bruce árið 1314 og hét Kilwinning.

Samkvæmt sömu frásögn fengu Musterisriddarar einnig skjól og vernd í Portúgal. Að vísu var hreyfing þeirra leyst upp árið 1312. En aðeins sex árum síðar gekk hún í endurnýjun lífdaga undir heitinu Riddarar Jesú Krists, eða einfaldleg Regla Jesú Krists. Veitti nýr páfi, Jóhannes XXII, reglunni viðurkenningu árið 1319. Þannig lifðu Musterisriddarar af í leynum allt til tuttugustu aldar.

Heimildir:
 • Armstrong, Karen: A History of God, New York 1994.
 • Armstrong, Karen: The Battle for God, New York 2000.
 • Chadwick, Henry: The early Church, USA 1978.
 • Einar Sigurbjörnsson: Credo - Kristin trúfræði, H.Í. 1989.
 • Frímúrarareglan á Íslandi, 50 ára, Oddi 2001.
 • Grimbergs verdenshistorie - bind 6, korstog, kejser og pave, Dk 1960.
 • Hancock, Graham: The Sign and the Seal, USA 1992.
 • Kung, Hans: The Catholic Church - a short history, USA 2001.
 • Oldenbourg, Zoé: The Crusades, GB 1966.
 • Southern, R.W: Western Society and the Church in the Middle Ages, Penguin 1979.
 • Ullmann, Walter: Medieval Political Thought, London 1975.
 • Þórhallur Heimisson: Ragnarök - 10 örlagaríkustu orustur Vesturlanda, Hólar 2005.

Myndir: ...