Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Heiða María Sigurðardóttir

Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að lýsa skynjun manna með því að greina hana niður í smæstu einingar sínar, svo sem rautt, hart, kringlótt og svo framvegis. Skynheildarstefnumenn töldu aftur á móti að þessi aðferð væri ótæk, eða eins og haft er eftir þeim þá 'er heildin annað og meira en hlutar hennar samanlagðir'. Tónverk er ekki hægt að smætta, eða búta niður, í aðskildar nótur; Sömu nóturnar mynda mörg mismunandi lög og hægt er að flytja sama lagið á milli tóntegunda án þess að manni finnist um annað lag vera að ræða. Tónverkið er því ein skynheild, eða Gestalt á upprunatungumálinu þýsku.


Hér má sjá svokallaða Kanizsa-skynvillu, þar sem fólk sér sýndarútlínur (illusory contours) fernings og þríhyrnings. Formgerðarstefnumenn ættu hér í vandræðum með að benda á úr hvaða skynhrifum þessi sýndarform eru samsett; samkvæmt þeim ættum við alls ekki að geta skynjað þau.

Út frá hugmyndum sínum um heildræna skynjun fóru skynheildarstefnumenn að þróa svokölluð skynheildarlögmál (Gestalt laws) sem lýsa því hvernig einstök atriði tengjast saman og mynda skynheildir. Segja mætti að grundvallarlögmálið væri Prägnanz-lögmálið (law of Prägnanz), einnig kallað einfeldnilögmálið (law og simplicity), sem segir að sérhvert áreiti sé skynjað á eins einfaldan hátt og mögulegt er. Ef fyrri myndin hér að neðan er til að mynda skoðuð geta flestir verið sammála um að þeir sjá ljósgráu fletina ekki sem aðskilda litla bita. Þvert á móti skynjar maður fimm bókstafi, B, undir svartri blekklessu. Af hverju? Af því að heimurinn er hreinlega þannig gerður að öllu jöfnu er þetta besta ágiskunin; hlutir eru yfirleitt heilir þótt eitthvað skyggi á þá. Sömuleiðis þekkir fólk bókstafinn B og býst frekar við að sjá hann en litla ótengda bita.


Prägnanz-lögmálið, eða einfeldnilögmálið, segir að einfaldasta skýringin á myndinni til vinstri sé að hún sýni fimm B undir blekklessu, en ekki marga ótengda bita eins og sjást á myndinni til hægri.

Víkjum aðeins nánar að myndunum hér að ofan. Til að skilja enn betur af hverju fólk sér bókstafina B á fyrri myndinni en ekki bita eins og á seinni myndinni er hægt að grípa til annarra skynheildarlögmála. Fyrst má nefna kunnugleikalögmálið, en samkvæmt því er fólk líklegast til að tengja hluti saman þannig að úr verði skynheildir sem það þekkir. Þetta lögmál á vel við hér, enda er bókstafurinn B vissulega kunnuglegri en litlu kubbarnir á myndinni að ofan til hægri.

Í öðru lagi má nefna samfellulögmálið (law of good continuation), sem segir að tveir punktar myndi eina skynheild ef hægt er að tengja þá saman þannig að úr verði bein eða bogadregin lína, með öðrum orðum að línan sé samfelld. Ef tengingin leiðir aftur á móti til þess að úr verða kröpp horn er ólíklegt að punktarnir myndi skynheild. Á myndinni hér til hægri, sem sýnir stækkaðan hluta myndarinnar að ofan, hafa útlínur bókstafsins verið dregnar inn á blekklessuna. Flestar línurnar eru annað hvort beinar eða bogadregnar, og lítið er um skörp horn. Samkvæmt lögmáli góðrar samfellu er því nokkuð góð ágiskun að myndin sýni í raun fimm bókstafi en ekki ótalmarga smáa bita.

Fleiri skynheildarlögmál eru til. Nálægðarlögmálið (law of proximity) segir að hlutir sem eru nálægt hver öðrum séu líklegri til að mynda skynheild en þeir sem eru fjarlægir. Einsleitnilögmálið (law of similarity) segir að líkir hlutir séu flokkaðir saman. Lokunarlögmálið (law of closure) segir að líklegast sé að hlutir sem myndi lokað rými hópist saman, og samkvæmt samhverfulögmálinu (law of symmetry) er líklegast að maður skynji samhverfa hluti sem eina heild.


a) Fólk er mun líklegra til að skynja saman fyrstu og aðra línuna (frá vinstri) heldur en aðra og þriðju línuna, þar sem fyrstu tvær eru samhverfar. b) Kassarnir eru ein skynheild og hringirnir önnur. c) Nálægir hringir virðast eiga saman. d) Línur sem mynda lokaðan kassa skynjast sem ein heild. e) Mun líklegra er að fólki finnist línan sem byrjar í 1. punkti enda í 4. punkti frekar en 2. eða 3.

Að lokum má nefna lögmáli sameiginlegra örlaga (law of common fate), eða að hlutir sem hafi sameiginleg örlög, það er hreyfist í sömu stefnu, séu yfirleitt flokkaðir saman. Dæmi um þetta er oddaflug fugla, en vegna sameiginlegra örlaga fuglanna finnst manni þeir mynda eina heild – örina sem einkennir flug þeirra.

Heimildir og frekara lesefni

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Leahey, T. H. (2004). A history of psychology: Main currents in psychological thought (6. útgáfa). Upper Saddle River, NY: Pearson Prentice Hall.
  • Ýmsar skynvillur og annað sem tengist skynjunarsálfræði.

Myndir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

28.9.2005

Spyrjandi

Ásgerður Ágústsdóttir
Ólafur Th. Ólafsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?“ Vísindavefurinn, 28. september 2005, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5294.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 28. september). Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5294

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2005. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5294>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að lýsa skynjun manna með því að greina hana niður í smæstu einingar sínar, svo sem rautt, hart, kringlótt og svo framvegis. Skynheildarstefnumenn töldu aftur á móti að þessi aðferð væri ótæk, eða eins og haft er eftir þeim þá 'er heildin annað og meira en hlutar hennar samanlagðir'. Tónverk er ekki hægt að smætta, eða búta niður, í aðskildar nótur; Sömu nóturnar mynda mörg mismunandi lög og hægt er að flytja sama lagið á milli tóntegunda án þess að manni finnist um annað lag vera að ræða. Tónverkið er því ein skynheild, eða Gestalt á upprunatungumálinu þýsku.


Hér má sjá svokallaða Kanizsa-skynvillu, þar sem fólk sér sýndarútlínur (illusory contours) fernings og þríhyrnings. Formgerðarstefnumenn ættu hér í vandræðum með að benda á úr hvaða skynhrifum þessi sýndarform eru samsett; samkvæmt þeim ættum við alls ekki að geta skynjað þau.

Út frá hugmyndum sínum um heildræna skynjun fóru skynheildarstefnumenn að þróa svokölluð skynheildarlögmál (Gestalt laws) sem lýsa því hvernig einstök atriði tengjast saman og mynda skynheildir. Segja mætti að grundvallarlögmálið væri Prägnanz-lögmálið (law of Prägnanz), einnig kallað einfeldnilögmálið (law og simplicity), sem segir að sérhvert áreiti sé skynjað á eins einfaldan hátt og mögulegt er. Ef fyrri myndin hér að neðan er til að mynda skoðuð geta flestir verið sammála um að þeir sjá ljósgráu fletina ekki sem aðskilda litla bita. Þvert á móti skynjar maður fimm bókstafi, B, undir svartri blekklessu. Af hverju? Af því að heimurinn er hreinlega þannig gerður að öllu jöfnu er þetta besta ágiskunin; hlutir eru yfirleitt heilir þótt eitthvað skyggi á þá. Sömuleiðis þekkir fólk bókstafinn B og býst frekar við að sjá hann en litla ótengda bita.


Prägnanz-lögmálið, eða einfeldnilögmálið, segir að einfaldasta skýringin á myndinni til vinstri sé að hún sýni fimm B undir blekklessu, en ekki marga ótengda bita eins og sjást á myndinni til hægri.

Víkjum aðeins nánar að myndunum hér að ofan. Til að skilja enn betur af hverju fólk sér bókstafina B á fyrri myndinni en ekki bita eins og á seinni myndinni er hægt að grípa til annarra skynheildarlögmála. Fyrst má nefna kunnugleikalögmálið, en samkvæmt því er fólk líklegast til að tengja hluti saman þannig að úr verði skynheildir sem það þekkir. Þetta lögmál á vel við hér, enda er bókstafurinn B vissulega kunnuglegri en litlu kubbarnir á myndinni að ofan til hægri.

Í öðru lagi má nefna samfellulögmálið (law of good continuation), sem segir að tveir punktar myndi eina skynheild ef hægt er að tengja þá saman þannig að úr verði bein eða bogadregin lína, með öðrum orðum að línan sé samfelld. Ef tengingin leiðir aftur á móti til þess að úr verða kröpp horn er ólíklegt að punktarnir myndi skynheild. Á myndinni hér til hægri, sem sýnir stækkaðan hluta myndarinnar að ofan, hafa útlínur bókstafsins verið dregnar inn á blekklessuna. Flestar línurnar eru annað hvort beinar eða bogadregnar, og lítið er um skörp horn. Samkvæmt lögmáli góðrar samfellu er því nokkuð góð ágiskun að myndin sýni í raun fimm bókstafi en ekki ótalmarga smáa bita.

Fleiri skynheildarlögmál eru til. Nálægðarlögmálið (law of proximity) segir að hlutir sem eru nálægt hver öðrum séu líklegri til að mynda skynheild en þeir sem eru fjarlægir. Einsleitnilögmálið (law of similarity) segir að líkir hlutir séu flokkaðir saman. Lokunarlögmálið (law of closure) segir að líklegast sé að hlutir sem myndi lokað rými hópist saman, og samkvæmt samhverfulögmálinu (law of symmetry) er líklegast að maður skynji samhverfa hluti sem eina heild.


a) Fólk er mun líklegra til að skynja saman fyrstu og aðra línuna (frá vinstri) heldur en aðra og þriðju línuna, þar sem fyrstu tvær eru samhverfar. b) Kassarnir eru ein skynheild og hringirnir önnur. c) Nálægir hringir virðast eiga saman. d) Línur sem mynda lokaðan kassa skynjast sem ein heild. e) Mun líklegra er að fólki finnist línan sem byrjar í 1. punkti enda í 4. punkti frekar en 2. eða 3.

Að lokum má nefna lögmáli sameiginlegra örlaga (law of common fate), eða að hlutir sem hafi sameiginleg örlög, það er hreyfist í sömu stefnu, séu yfirleitt flokkaðir saman. Dæmi um þetta er oddaflug fugla, en vegna sameiginlegra örlaga fuglanna finnst manni þeir mynda eina heild – örina sem einkennir flug þeirra.

Heimildir og frekara lesefni

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Leahey, T. H. (2004). A history of psychology: Main currents in psychological thought (6. útgáfa). Upper Saddle River, NY: Pearson Prentice Hall.
  • Ýmsar skynvillur og annað sem tengist skynjunarsálfræði.

Myndir

...