Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?

Guðrún Kvaran

Upphaflega var spurningin svona:

Hvað þýðir orðið svakalega, og er til slæm merking t.d. fyrir orðatiltækið að verða fyrir svaka?

Nafnorðið svaki er notað um ruddamenni eða ofsamenni en einnig um smábrim, vind og hláku. Það er ruddamerkingin sem er að baki fyrri liðnum í svakalegur. Til dæmis er sagt um mann að hann sé mikill svaki við vín, það er hann verður þá ofstopafullur. Ef einhver er svakalegur þá má ætla að hann líkist svaka, sé ruddalegur, skelfilegur, veki ótta. Nafnorðið svak er meðal annars notað um hávaða og sögnin svaka merkir að ‘gera háreysti, svalla’ en einnig að ‘blása, vera hvass’.


Fótboltabullur eru oft miklir svakar.

Oft er talað um að eitthvað sé svakalega gaman í merkingunni ‘afskaplega gaman’ og er þar á ferðinni sami merkingarflutningur og þegar sagt er að eitthvað sé ógeðslega fallegt. Upphaflega merkingin í svakalegur og ógeðslegur hverfur en lýsingarorðið er notað herðandi í gagnstæðri merkingu. Forliðurinn svaka- er einnig notaður herðandi í tilvikum eins og: „Þetta var svakapartý“ eða „þetta var svakagrín“.

Mynd: Estados.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.9.2005

Spyrjandi

Logi Ingólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?“ Vísindavefurinn, 29. september 2005. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5296.

Guðrún Kvaran. (2005, 29. september). Hvað þýðir þetta svaka í svakalega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5296

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2005. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5296>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?
Upphaflega var spurningin svona:

Hvað þýðir orðið svakalega, og er til slæm merking t.d. fyrir orðatiltækið að verða fyrir svaka?

Nafnorðið svaki er notað um ruddamenni eða ofsamenni en einnig um smábrim, vind og hláku. Það er ruddamerkingin sem er að baki fyrri liðnum í svakalegur. Til dæmis er sagt um mann að hann sé mikill svaki við vín, það er hann verður þá ofstopafullur. Ef einhver er svakalegur þá má ætla að hann líkist svaka, sé ruddalegur, skelfilegur, veki ótta. Nafnorðið svak er meðal annars notað um hávaða og sögnin svaka merkir að ‘gera háreysti, svalla’ en einnig að ‘blása, vera hvass’.


Fótboltabullur eru oft miklir svakar.

Oft er talað um að eitthvað sé svakalega gaman í merkingunni ‘afskaplega gaman’ og er þar á ferðinni sami merkingarflutningur og þegar sagt er að eitthvað sé ógeðslega fallegt. Upphaflega merkingin í svakalegur og ógeðslegur hverfur en lýsingarorðið er notað herðandi í gagnstæðri merkingu. Forliðurinn svaka- er einnig notaður herðandi í tilvikum eins og: „Þetta var svakapartý“ eða „þetta var svakagrín“.

Mynd: Estados....