Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?

Heiða María Sigurðardóttir

Oflæti, eða manía, er ásamt þunglyndi eitt aðaleinkenni tvískautaröskunar (bipolar disorder), geðröskunar sem lýsir sér í miklum skapsveiflum. Á þunglyndistímabilum verður fólk með tvískautaröskun vansælt, áhugalaust og orkulítið. Í oflæti er það aftur á móti ört og hátt uppi, jafnvel eirðarlaust og æst.

Við vægt oflæti (hypomania) er oft erfitt að sjá að eitthvað sé að fólki; það kemur vel fyrir, hefur óbilandi sjálfstraust, er líflegt og skemmtilegt, frjótt í hugsun og virðist hafa endalausa orku. Aftur á móti verður það pirrað við minnsta mótlæti, ókyrrt og getur ekki haldið sig við efnið. Í maníukasti missir fólk svo stjórn á hugsun sinni og hegðun. Hugur fólks fer á fullt flug; það fær ýmsar ranghugmyndir um eigin getu, jafnvel ofskynjanir. Það sefur sjaldan, talar endalaust og fær allt konar háleitar hugmyndir sem það framkvæmir síðan yfirleitt ekki. Hvatastjórnun hverfur út í bláinn svo oflætissjúklingurinn gerir gjarnan eitthvað sem hann myndi aldrei gera undir venjulegum kringumstæðum, svo sem að eyða langt um efni fram, stunda hættulegt kynlíf eða neyta vímuefna.

Hjá mörgum er hægt að halda oflæti niðri með lyfjum, til að mynda með litíumi eins og lesa má um í svarinu Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann? eftir Jón G. Stefánsson. Þó má nefna að sumir sem þjást af tvískautaröskun vilja alls ekki losna við oflætið, og finnst lyfin fletja út geð þeirra og hamla sköpunargleði. Flestir eru þó líklega fegnir að fá lækningu meina sinna.

Heimildir og mynd

  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Myndin er af Bipolar disorder: Navigating the highs & lows. Montana Mental Health Association

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

29.9.2005

Spyrjandi

Hildur Hermannsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?“ Vísindavefurinn, 29. september 2005, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5297.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 29. september). Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5297

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2005. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5297>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?
Oflæti, eða manía, er ásamt þunglyndi eitt aðaleinkenni tvískautaröskunar (bipolar disorder), geðröskunar sem lýsir sér í miklum skapsveiflum. Á þunglyndistímabilum verður fólk með tvískautaröskun vansælt, áhugalaust og orkulítið. Í oflæti er það aftur á móti ört og hátt uppi, jafnvel eirðarlaust og æst.

Við vægt oflæti (hypomania) er oft erfitt að sjá að eitthvað sé að fólki; það kemur vel fyrir, hefur óbilandi sjálfstraust, er líflegt og skemmtilegt, frjótt í hugsun og virðist hafa endalausa orku. Aftur á móti verður það pirrað við minnsta mótlæti, ókyrrt og getur ekki haldið sig við efnið. Í maníukasti missir fólk svo stjórn á hugsun sinni og hegðun. Hugur fólks fer á fullt flug; það fær ýmsar ranghugmyndir um eigin getu, jafnvel ofskynjanir. Það sefur sjaldan, talar endalaust og fær allt konar háleitar hugmyndir sem það framkvæmir síðan yfirleitt ekki. Hvatastjórnun hverfur út í bláinn svo oflætissjúklingurinn gerir gjarnan eitthvað sem hann myndi aldrei gera undir venjulegum kringumstæðum, svo sem að eyða langt um efni fram, stunda hættulegt kynlíf eða neyta vímuefna.

Hjá mörgum er hægt að halda oflæti niðri með lyfjum, til að mynda með litíumi eins og lesa má um í svarinu Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann? eftir Jón G. Stefánsson. Þó má nefna að sumir sem þjást af tvískautaröskun vilja alls ekki losna við oflætið, og finnst lyfin fletja út geð þeirra og hamla sköpunargleði. Flestir eru þó líklega fegnir að fá lækningu meina sinna.

Heimildir og mynd

  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Myndin er af Bipolar disorder: Navigating the highs & lows. Montana Mental Health Association
...