Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?

Heiða María Sigurðardóttir

Titillinn sálfræðingur er lögverndað starfsheiti. Samkvæmt lögum um sálfræðinga nr. 40/1976 mega þeir einir kallast sálfræðingar sem fengið hafa til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Brot gegn lögunum geta varðað fjársektum og jafnvel fangelsisvist.

Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingar verða menn að uppfylla viss skilyrði. Að öllu jöfnu er krafist framhaldsmenntunar í sálfræði eða sálfræðilegri uppeldisfræði. Nefnd á vegum Sálfræðingafélags Íslands sér um að afla upplýsinga um hvort umsækjendur um starfsleyfi uppfylli menntunar- og hæfniskröfur. Miðað er við að námið sé bæði fræðilegt og verklegt, og að umsækjandi hafi einhverja reynslu af sálfræðilegum rannsóknum.


Á myndinni má sjá ýmsa þekkta sálfræðinga, svo sem Wilhelm Wundt, William James og B. F. Skinner, sem og aðra merkilega menn úr sögu sálfræðinnar.

Þar til fyrir nokkrum árum þurftu menn að sækja sér framhaldsmenntun í sálfræði erlendis, en hér á Íslandi er nú boðið upp á tveggja ára cand. psych. nám sem gefur sálfræðingsréttindi. Til þess að mega innritast í námið er miðað við að menn hafi lokið þriggja ára B.A. námi í sálfræði við Háskóla Íslands eða öðru sambærilegu námi, og útskrifast með fyrstu einkunn hið minnsta (það er með einkunn yfir 7,25). Aðsóknin er mikil en takmarkaður fjöldi fólks kemst að ár hvert. Af þeirri ástæðu, meðal annarra, er enn algengt að fólk sæki sér framhaldsmenntun í öðrum löndum heims.

Mynd: Classics in the history of psychology.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.9.2005

Spyrjandi

Margrét Ragna. f. 1988

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. september 2005, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5299.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 30. september). Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5299

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2005. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5299>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?
Titillinn sálfræðingur er lögverndað starfsheiti. Samkvæmt lögum um sálfræðinga nr. 40/1976 mega þeir einir kallast sálfræðingar sem fengið hafa til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Brot gegn lögunum geta varðað fjársektum og jafnvel fangelsisvist.

Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingar verða menn að uppfylla viss skilyrði. Að öllu jöfnu er krafist framhaldsmenntunar í sálfræði eða sálfræðilegri uppeldisfræði. Nefnd á vegum Sálfræðingafélags Íslands sér um að afla upplýsinga um hvort umsækjendur um starfsleyfi uppfylli menntunar- og hæfniskröfur. Miðað er við að námið sé bæði fræðilegt og verklegt, og að umsækjandi hafi einhverja reynslu af sálfræðilegum rannsóknum.


Á myndinni má sjá ýmsa þekkta sálfræðinga, svo sem Wilhelm Wundt, William James og B. F. Skinner, sem og aðra merkilega menn úr sögu sálfræðinnar.

Þar til fyrir nokkrum árum þurftu menn að sækja sér framhaldsmenntun í sálfræði erlendis, en hér á Íslandi er nú boðið upp á tveggja ára cand. psych. nám sem gefur sálfræðingsréttindi. Til þess að mega innritast í námið er miðað við að menn hafi lokið þriggja ára B.A. námi í sálfræði við Háskóla Íslands eða öðru sambærilegu námi, og útskrifast með fyrstu einkunn hið minnsta (það er með einkunn yfir 7,25). Aðsóknin er mikil en takmarkaður fjöldi fólks kemst að ár hvert. Af þeirri ástæðu, meðal annarra, er enn algengt að fólk sæki sér framhaldsmenntun í öðrum löndum heims.

Mynd: Classics in the history of psychology....