Sólin Sólin Rís 07:51 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:08 • Sest 01:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:40 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:51 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvar er þessi kunda í samkundum?

Guðrún Kvaran

Eitt sér virðist orðið kunda ekki hafa verið til í málinu. Bæði -kund og -kunda finnast þó í samsettu orðunum samkund og samkunda og þekktust þegar í fornu máli.

Í gotnesku, sem var austurgermanskt mál náskylt norðurgermönskum málum, var til nafnorðið ga-qumþs þar sem ga- hafði sömu merkingu og sam- í íslensku og -qumþs samsvaraði -kund(a). Í fornháþýsku, sem er vesturgermanskt mál, var til kvenkynsorðið cumft sem merkti 'koma' og lifir til dæmis í orðinu Unterkunft 'híbýli, herbergi'. Gotnesku og fornháþýsku orðin staðfesta að grunnorðið -kund(a), -qumþs, cumft er skylt sögninni að koma. Samkunda er þá 'þeir sem koma saman'.


Samkunda – alþingi til forna.

Bæði samkoma og gaqumþs eru líklega þýðingar á latneska orðinu con-ventiô 'samkoma' af sögninni venire eða 'koma'. Algengt var að þýða latneska forskeytið con- sem sam- í íslensku. Sem dæmi mætti nefna að samviska er þýðing á latneska orðinu conscientia.

Mynd: Kynningarbæklingur Alþingis. Vefur Alþingis.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.10.2005

Spyrjandi

Helgi Arason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvar er þessi kunda í samkundum?“ Vísindavefurinn, 5. október 2005. Sótt 6. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5308.

Guðrún Kvaran. (2005, 5. október). Hvar er þessi kunda í samkundum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5308

Guðrún Kvaran. „Hvar er þessi kunda í samkundum?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2005. Vefsíða. 6. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5308>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er þessi kunda í samkundum?
Eitt sér virðist orðið kunda ekki hafa verið til í málinu. Bæði -kund og -kunda finnast þó í samsettu orðunum samkund og samkunda og þekktust þegar í fornu máli.

Í gotnesku, sem var austurgermanskt mál náskylt norðurgermönskum málum, var til nafnorðið ga-qumþs þar sem ga- hafði sömu merkingu og sam- í íslensku og -qumþs samsvaraði -kund(a). Í fornháþýsku, sem er vesturgermanskt mál, var til kvenkynsorðið cumft sem merkti 'koma' og lifir til dæmis í orðinu Unterkunft 'híbýli, herbergi'. Gotnesku og fornháþýsku orðin staðfesta að grunnorðið -kund(a), -qumþs, cumft er skylt sögninni að koma. Samkunda er þá 'þeir sem koma saman'.


Samkunda – alþingi til forna.

Bæði samkoma og gaqumþs eru líklega þýðingar á latneska orðinu con-ventiô 'samkoma' af sögninni venire eða 'koma'. Algengt var að þýða latneska forskeytið con- sem sam- í íslensku. Sem dæmi mætti nefna að samviska er þýðing á latneska orðinu conscientia.

Mynd: Kynningarbæklingur Alþingis. Vefur Alþingis....