Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'?

Samkvæmt seðlasöfnum Orðabókar Háskólans virðist orðatiltækið að sýna einhverjum í tvo heimana vera til að minnsta kosti frá 18. öld en elsta dæmið er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Orðasambandið virðist orðið algengt á 19. öld og frá svipuðum tíma er sambandið að sýna einhverjum í báða heimana.Hér er boxara sýnt í tvo heimana.

Merkingin er að 'þjarma að e-m, ógna e-m'. Þar sem orðasambandið er alltaf notað ógnandi er eiginleg merking sennilega sú að lúskra svo duglega á einhverjum að nærri sé gengið af honum dauðum, hann sjái inn í annan heim (góðan eða vondan). Hann sér þá bæði þann heim sem hann lifir í og yfir í þann næsta sem tekur við honum eftir dauðann.

Mynd: Redbird Nation

Útgáfudagur

6.10.2005

Spyrjandi

Guðrún Friðriksdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'?“ Vísindavefurinn, 6. október 2005. Sótt 23. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5311.

Guðrún Kvaran. (2005, 6. október). Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5311

Guðrún Kvaran. „Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2005. Vefsíða. 23. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5311>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín M. Jóhannsdóttir

1969

Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.