Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum.
Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrúmsloftinu á nokkrum dögum. Efnið brotnar niður í rökum jarðvegi og safnast ekki upp í fæðukeðjunni. Það eyðist því mjög fljótt í náttúrunni.
Metýl-ísósýanat getur verið mjög skaðlegt við innöndun og eru áhrifin háð því hversu lengi viðkomandi andar gasinu að sér. Metýl ísósýanat gas í miklu magni getur valdið lungnaþembu sem leitt getur til dauða. Efnið brennir einnig hörund og getur valdið skaða á augum en engar rannsóknir benda til þess að efnið sé krabbameinsvaldandi.
Aðfaranótt 3. desember 1984 varð eitt versta umhverfis- og iðnaðarslys sem sögur fara af. Á innan við tveimur klukkustundum sluppu 27 tonn af metýl-ísósýanatgasi út í andrúmsloftið frá verksmiðju Union Carbide í Bhopal á Indlandi og lagðist gasskýið hægt yfir þéttbýl svæði í nágrenninu. Afleiðingarnar urðu skelfilegar. Efnið fór í augu fólks og öndunarfæri en einnig er talið að það hafi leyst upp í munnvatni og farið ofan í meltingarveg. Um 200.000 manns urðu fyrir gaseitrun og af þeim dóu að minnsta kosti 3.600 manns, en sumir telja dauðsföllin mun fleiri.
Frá Bhopal á Indlandi.
Eins og áður sagði veldur metýl-ísósýanat bráðri lungnaþembu sem leitt getur til dauða eða langvarandi heilsutjóns. Hins vegar eru ýmis önnur áhrif gassins ennþá óþekkt og enn þann dag í dag kvarta íbúar Bhopal yfir margvíslegum heilsuvandamálum sem hugsanlega má rekja til slyssins.
Heimildir og mynd:
V. Ramana Dhara, Davild Kriebel. The Bhopal Gas Disaster: It´s not too late for sound epidemiology. Archives of Environmental Health. November/December 1993 Vol 48. (no.6).
Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?“ Vísindavefurinn, 7. október 2005, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5315.
Ingibjörg E. Björnsdóttir. (2005, 7. október). Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5315
Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2005. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5315>.