Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?

Orri Smárason

Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns.


Efnasamsetning metýlfenídats.

Rétt notkun

Ekki er vitað nákvæmlega með hvaða hætti metýlfenídat örvar miðtaugakerfið. Flest bendir þó til þess að það auki virkni ákveðinna taugaboðefna, þá sérstaklega dópamíns og norepinefríns (einnig kallað noradrenalín). Ýmislegt bendir til þess að virkni þessara taugaboðefna sé að einhverju leyti afbrigðileg í heilum þeirra sem þjást af athyglisbresti með ofvirkni (AMO), en um AMO má lesa í svari Ægis Más Þórissonar, Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Rítalín getur komið jafnvægi á virkni þessara boðefna og þannig stuðlað að aukinni einbeitingu, minni hreyfiþörf og minni hvatvísi hjá fólki með AMO. Þar sem rítalín er örvandi getur það til að mynda líka gagnast fólki sem glímir við drómasýki, en það er svefnröskun sem lýsir sér meðal annars í mikilli syfju yfir daginn og tilhneigingu til þess að sofna á óviðeigandi stöðum og tímum. Heiða María Sigurðardóttir fjallar nánar um drómasýki í svarinu Hvað er drómasýki?

Auk þessara áhrifa sem sóst er eftir hefur rítalín nokkrar mögulegar aukaverkanir sem geta verið ansi óþægilegar. Í samvinnu við lækna er hægt að stilla af skammta lyfsins og tímasetja hvenær það er tekið inn til að hámarka virkni og takmarka aukaverkanir fyrir hvern og einn. Þegar það er gert er rítalín alls ekki hættulegt lyf. Sé lyfið hins vegar misnotað getur það þó, eins og flest lyf, verið mjög hættulegt.

Misnotkun

Þegar einhver sem ekki er ofvirkur tekur rítalín gerist það sama í heila hans og í heila þess ofvirka, það er virkni áðurnefndra taugaboðefna eykst. Í litlum skömmtum ættu áhrifin af þessu að vera tiltölulega væg og svipuð því að drekka of mikið af kóladrykk eða kaffi: Aukin einbeiting og orka, minni matarlyst og minni svefnþörf; hugsanlega líka ógleði, vægur skjálfti, höfuðverkur, pirringur, kvíðatilfinning og óþægindi í maga.

Misnotkun á rítalíni er þekkt meðal háskólanema sem þurfa að vaka lengi og halda einbeitingu við að lesa fyrir próf. Þeir taka þá efnið í tiltölulega litlum skömmtum og sætta sig við óþægindin sem því fylgja. Sennilega er þó algengara að þeir sem misnoti rítalín sækist eftir vímu eða mikilli örvun, til dæmis til þess að geta haldið áfram að skemmta sér mjög lengi án svefns og matar.

Til þess að rítalín verði vímugefandi þarf að taka það í stórum skömmtum og þá fer það að verða hættulegt notandanum. Hversu hættulegt það verður fer að sumu leyti eftir því hvernig þess er neytt. Í rítalíni eru meðal annars efni sem leysast ekki upp í blóðinu og geta stíflað smáar æðar og valdið miklum skemmdum á lungum og augnbotnum ef efninu er sprautað í æð. Ef efnið er tekið gegnum munn eða nef koma fram þekktar aukaverkanir eins og hjartsláttartruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, blóðsykurstruflanir, mikill kvíði eða ótti, ofsóknaræði, ranghugmyndir, ofskynjanir, árásarhneigð, óstjórnleg reiði, kækir og síendurteknar hreyfingar. Þegar virkni lyfsins fer svo aftur að minnka fylgir því gjarnan þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir.

Þegar rítalín er misnotað getur það verið vanabindandi. Sé það tekið í of stórum skammti eða notað í miklu magni í langan tíma getur það sömuleiðis valdið verulegum eitrunaráhrifum svo sem hármissi, taugaskemmdum og lifrarskemmdum. Allt of stór skammtur getur valdið meðvitundarleysi, dauðadái og jafnvel dauða.

Hættulegt lyf?

Þrátt fyrir upptalningu hér að ofan á mögulegum aukaverkunum rítalíns er það í raun hættulaust svo lengi sem það er notað í réttum skömmtum og í samráði við lækna. Í langflestum tilfellum eru aukaverkanir mjög vægar og lyfið getur verið verulega gagnlegt þeim sem haldnir eru athyglisbresti með ofvirkni. Þess vegna er dapurlegt að óprúttnir aðilar misnoti og komi óorði á lyf sem hefur hjálpað svo mörgum að takast á við sjúkdóma sína.

Heimildir og myndir

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

10.10.2005

Spyrjandi

Ástríður Rán, f. 1992

Tilvísun

Orri Smárason. „Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?“ Vísindavefurinn, 10. október 2005, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5317.

Orri Smárason. (2005, 10. október). Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5317

Orri Smárason. „Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2005. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5317>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?
Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns.


Efnasamsetning metýlfenídats.

Rétt notkun

Ekki er vitað nákvæmlega með hvaða hætti metýlfenídat örvar miðtaugakerfið. Flest bendir þó til þess að það auki virkni ákveðinna taugaboðefna, þá sérstaklega dópamíns og norepinefríns (einnig kallað noradrenalín). Ýmislegt bendir til þess að virkni þessara taugaboðefna sé að einhverju leyti afbrigðileg í heilum þeirra sem þjást af athyglisbresti með ofvirkni (AMO), en um AMO má lesa í svari Ægis Más Þórissonar, Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Rítalín getur komið jafnvægi á virkni þessara boðefna og þannig stuðlað að aukinni einbeitingu, minni hreyfiþörf og minni hvatvísi hjá fólki með AMO. Þar sem rítalín er örvandi getur það til að mynda líka gagnast fólki sem glímir við drómasýki, en það er svefnröskun sem lýsir sér meðal annars í mikilli syfju yfir daginn og tilhneigingu til þess að sofna á óviðeigandi stöðum og tímum. Heiða María Sigurðardóttir fjallar nánar um drómasýki í svarinu Hvað er drómasýki?

Auk þessara áhrifa sem sóst er eftir hefur rítalín nokkrar mögulegar aukaverkanir sem geta verið ansi óþægilegar. Í samvinnu við lækna er hægt að stilla af skammta lyfsins og tímasetja hvenær það er tekið inn til að hámarka virkni og takmarka aukaverkanir fyrir hvern og einn. Þegar það er gert er rítalín alls ekki hættulegt lyf. Sé lyfið hins vegar misnotað getur það þó, eins og flest lyf, verið mjög hættulegt.

Misnotkun

Þegar einhver sem ekki er ofvirkur tekur rítalín gerist það sama í heila hans og í heila þess ofvirka, það er virkni áðurnefndra taugaboðefna eykst. Í litlum skömmtum ættu áhrifin af þessu að vera tiltölulega væg og svipuð því að drekka of mikið af kóladrykk eða kaffi: Aukin einbeiting og orka, minni matarlyst og minni svefnþörf; hugsanlega líka ógleði, vægur skjálfti, höfuðverkur, pirringur, kvíðatilfinning og óþægindi í maga.

Misnotkun á rítalíni er þekkt meðal háskólanema sem þurfa að vaka lengi og halda einbeitingu við að lesa fyrir próf. Þeir taka þá efnið í tiltölulega litlum skömmtum og sætta sig við óþægindin sem því fylgja. Sennilega er þó algengara að þeir sem misnoti rítalín sækist eftir vímu eða mikilli örvun, til dæmis til þess að geta haldið áfram að skemmta sér mjög lengi án svefns og matar.

Til þess að rítalín verði vímugefandi þarf að taka það í stórum skömmtum og þá fer það að verða hættulegt notandanum. Hversu hættulegt það verður fer að sumu leyti eftir því hvernig þess er neytt. Í rítalíni eru meðal annars efni sem leysast ekki upp í blóðinu og geta stíflað smáar æðar og valdið miklum skemmdum á lungum og augnbotnum ef efninu er sprautað í æð. Ef efnið er tekið gegnum munn eða nef koma fram þekktar aukaverkanir eins og hjartsláttartruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, blóðsykurstruflanir, mikill kvíði eða ótti, ofsóknaræði, ranghugmyndir, ofskynjanir, árásarhneigð, óstjórnleg reiði, kækir og síendurteknar hreyfingar. Þegar virkni lyfsins fer svo aftur að minnka fylgir því gjarnan þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir.

Þegar rítalín er misnotað getur það verið vanabindandi. Sé það tekið í of stórum skammti eða notað í miklu magni í langan tíma getur það sömuleiðis valdið verulegum eitrunaráhrifum svo sem hármissi, taugaskemmdum og lifrarskemmdum. Allt of stór skammtur getur valdið meðvitundarleysi, dauðadái og jafnvel dauða.

Hættulegt lyf?

Þrátt fyrir upptalningu hér að ofan á mögulegum aukaverkunum rítalíns er það í raun hættulaust svo lengi sem það er notað í réttum skömmtum og í samráði við lækna. Í langflestum tilfellum eru aukaverkanir mjög vægar og lyfið getur verið verulega gagnlegt þeim sem haldnir eru athyglisbresti með ofvirkni. Þess vegna er dapurlegt að óprúttnir aðilar misnoti og komi óorði á lyf sem hefur hjálpað svo mörgum að takast á við sjúkdóma sína.

Heimildir og myndir

...