Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?

Símon Jón Jóhannsson

Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa:

If you sing at your table

and dance by your bed

you'll have no rest

when you are dead

Lauslega þýtt myndi þetta útleggjast: „Ef þú syngur við borðið og dansar við rúmið færðu enga ró eftir dauðann.“

Eins og með marga aðra þjóðtrú er vandsvarað hvers vegna hjátrúin um að syngja við matarborðið varð til. Ef til vill er þó matarborðið í huga hins hjátrúarfulla nokkurs konar helgistaður sem beri að umgangast af virðingu. Þar neyta menn guðs gjafa og eiga að sýna almættinu þakklæti sitt með því að haga sér vel. Séu menn með ólæti, svo sem að syngja, hefnir það sín með einhverri ógæfu. Hjátrú af þessu tagi hefur líka uppeldislegt gildi og kennir börnum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.


Margs konar önnur hjátrú tilheyrir borðhaldi. Sagt er að sæti fólks við matarborðið ráði miklu um hverjum það giftist og hvenær. Sitji til dæmis ógift stúlka milli tveggja bræðra giftist hún ekki fyrr en eftir sjö ár. Það sama á við um ókvænta menn sitji þeir milli systra. Þeir sem eru ólofaðir og sitja upp við borðfót mega einnig búast við að giftast ekki í sjö ár en séu menn svo óheppnir að sitja með borðfót milli fótanna giftast þeir aldrei eða fá ekki þá sem þeir vilja. Sumir segja reyndar að þeir muni ganga í hjónaband en eignist óþolandi tengdamóður. Þeir sem setjast við borðshorn giftast ekki næstu sjö árin og setjist ókvæntur maður við enda borðs verður hann að vera trúlofaður í sjö ár áður en hann kvænist. Setjist stúlka við borðsenda eignast hún rangeygðan mann. Ekki er heldur æskilegt að setjast upp á matarborðið, sérstaklega séu menn ólofaðir. Þeir sem gera það pipra eða kvænast að minnsta kosti ekki næsta árið.

Þá má líka nefna að sé hnerrað við matarborðið er von á gesti. Einnig er talið óæskilegt að setja skó upp á borð því að það leiði til ófriðar. Stundum er sagt að ljúki menn við matinn sinn verði gott veður næsta dag. Aðrir segja að það nægi að klára brauðið.

Liggi hnífar í kross á matarborði boðar það ógæfu en liggi gaffall og hnífur í kross veit það á vinslit þeirra tveggja sem næst þeim sitja. Missi menn hins vegar gaffal á gólfið giftast þeir ekki næsta árið en stingist gaffallinn í gólfið og standi þar fastur upp á endann boðar það feigð. Sá sem fær óvart tvo gaffla við diskinn eignast tvíbura.

Mynd

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

12.10.2005

Spyrjandi

Ólafur Haraldsson

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?“ Vísindavefurinn, 12. október 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5324.

Símon Jón Jóhannsson. (2005, 12. október). Af hverju er bannað að syngja við matarborðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5324

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5324>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?
Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa:

If you sing at your table

and dance by your bed

you'll have no rest

when you are dead

Lauslega þýtt myndi þetta útleggjast: „Ef þú syngur við borðið og dansar við rúmið færðu enga ró eftir dauðann.“

Eins og með marga aðra þjóðtrú er vandsvarað hvers vegna hjátrúin um að syngja við matarborðið varð til. Ef til vill er þó matarborðið í huga hins hjátrúarfulla nokkurs konar helgistaður sem beri að umgangast af virðingu. Þar neyta menn guðs gjafa og eiga að sýna almættinu þakklæti sitt með því að haga sér vel. Séu menn með ólæti, svo sem að syngja, hefnir það sín með einhverri ógæfu. Hjátrú af þessu tagi hefur líka uppeldislegt gildi og kennir börnum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.


Margs konar önnur hjátrú tilheyrir borðhaldi. Sagt er að sæti fólks við matarborðið ráði miklu um hverjum það giftist og hvenær. Sitji til dæmis ógift stúlka milli tveggja bræðra giftist hún ekki fyrr en eftir sjö ár. Það sama á við um ókvænta menn sitji þeir milli systra. Þeir sem eru ólofaðir og sitja upp við borðfót mega einnig búast við að giftast ekki í sjö ár en séu menn svo óheppnir að sitja með borðfót milli fótanna giftast þeir aldrei eða fá ekki þá sem þeir vilja. Sumir segja reyndar að þeir muni ganga í hjónaband en eignist óþolandi tengdamóður. Þeir sem setjast við borðshorn giftast ekki næstu sjö árin og setjist ókvæntur maður við enda borðs verður hann að vera trúlofaður í sjö ár áður en hann kvænist. Setjist stúlka við borðsenda eignast hún rangeygðan mann. Ekki er heldur æskilegt að setjast upp á matarborðið, sérstaklega séu menn ólofaðir. Þeir sem gera það pipra eða kvænast að minnsta kosti ekki næsta árið.

Þá má líka nefna að sé hnerrað við matarborðið er von á gesti. Einnig er talið óæskilegt að setja skó upp á borð því að það leiði til ófriðar. Stundum er sagt að ljúki menn við matinn sinn verði gott veður næsta dag. Aðrir segja að það nægi að klára brauðið.

Liggi hnífar í kross á matarborði boðar það ógæfu en liggi gaffall og hnífur í kross veit það á vinslit þeirra tveggja sem næst þeim sitja. Missi menn hins vegar gaffal á gólfið giftast þeir ekki næsta árið en stingist gaffallinn í gólfið og standi þar fastur upp á endann boðar það feigð. Sá sem fær óvart tvo gaffla við diskinn eignast tvíbura.

Mynd

...