Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?

Ingibjörg E. Björnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni.

Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með vetnistengjum. Sellulósi er náttúrulegt efni sem brotnar auðveldlega niður.

Allur pappír á það sameiginlegt að vera unninn úr trjám. Víða í Evrópu er stunduð sjálfbær skógrækt þar sem nýjum trám er plantað í stað þeirra sem fara í pappírsvinnslu. Skógurinn er þannig endurnýjanleg auðlind.

Ekki er allur pappír jafn umhverfisvænn. Bleiktur pappír er yfirleitt verstur þar sem klórsambönd eru oft notuð við framleiðslu hans. Hins vegar er algengt að hægt sé að fá óbleiktan eða endurunninn pappír sem eru mun umhverfisvænni.

Plast er gert úr olíuefnum og inniheldur oft mýkingarefni eins og til dæmis ftalat (e. phthalate) estera en þekktastur þeirra er svokallaður DEHP. DEHP dregur úr frjósemi hjá rottum en óvíst er hvort efnið hefur svipuð áhrif á menn. Ýmsir aðrir esterar eru notaðir sem mýkingarefni, til dæmis fosfat esterar sem valda mun minna tjóni í náttúrunni en DEHP.



Það getur tekið plastflöskur áratugi að eyðast í náttúrunni.

Flest plastefni brotna mjög lítið niður í náttúrunni en þau eyðast á mjög löngum tíma fyrir áhrif sólarljóss. Þannig geta plastflöskur og plastbrúsar flotið um heimsins höf í áratugi áður en þau eyðast.

Ólíkt trjánum sem notuð eru í pappír er olían sem plast er unnið úr ekki endurnýjanleg auðlind vegna þess að hún myndaðist á afmörkuðu tímabili jarðsögunnar. Reynt hefur verið að búa til lífrænt plast sem brotnar niður í náttúrunni, en það er enn mjög dýrt og hefur ekki náð mikilli útbreiðslu.

Þannig er skárra að henda pappakassa í sjóinn heldur en plastflösku. Plastflaskan mun fljóta um í hafinu í áratugi ef ekki aldir á meðan pappakassinn eyðist nánast samstundis. Best er þó að sjálfsögðu að henda engu í sjóinn.

Heimildir og myndir:
  • Colin Baird. University of Western Ontario: Environmental chemistry. New York, 1995.
  • Kirk-Othmer: Concise Encyclopedia of Chemical Technology. New York, 1999.
  • Sorpeyðing Eyjafjarðar.

Höfundur

umhverfisfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands

Útgáfudagur

13.10.2005

Spyrjandi

Þórunn Pálmadóttir
Andri Már Jónsson

Tilvísun

Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 13. október 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5327.

Ingibjörg E. Björnsdóttir. (2005, 13. október). Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5327

Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni.

Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með vetnistengjum. Sellulósi er náttúrulegt efni sem brotnar auðveldlega niður.

Allur pappír á það sameiginlegt að vera unninn úr trjám. Víða í Evrópu er stunduð sjálfbær skógrækt þar sem nýjum trám er plantað í stað þeirra sem fara í pappírsvinnslu. Skógurinn er þannig endurnýjanleg auðlind.

Ekki er allur pappír jafn umhverfisvænn. Bleiktur pappír er yfirleitt verstur þar sem klórsambönd eru oft notuð við framleiðslu hans. Hins vegar er algengt að hægt sé að fá óbleiktan eða endurunninn pappír sem eru mun umhverfisvænni.

Plast er gert úr olíuefnum og inniheldur oft mýkingarefni eins og til dæmis ftalat (e. phthalate) estera en þekktastur þeirra er svokallaður DEHP. DEHP dregur úr frjósemi hjá rottum en óvíst er hvort efnið hefur svipuð áhrif á menn. Ýmsir aðrir esterar eru notaðir sem mýkingarefni, til dæmis fosfat esterar sem valda mun minna tjóni í náttúrunni en DEHP.



Það getur tekið plastflöskur áratugi að eyðast í náttúrunni.

Flest plastefni brotna mjög lítið niður í náttúrunni en þau eyðast á mjög löngum tíma fyrir áhrif sólarljóss. Þannig geta plastflöskur og plastbrúsar flotið um heimsins höf í áratugi áður en þau eyðast.

Ólíkt trjánum sem notuð eru í pappír er olían sem plast er unnið úr ekki endurnýjanleg auðlind vegna þess að hún myndaðist á afmörkuðu tímabili jarðsögunnar. Reynt hefur verið að búa til lífrænt plast sem brotnar niður í náttúrunni, en það er enn mjög dýrt og hefur ekki náð mikilli útbreiðslu.

Þannig er skárra að henda pappakassa í sjóinn heldur en plastflösku. Plastflaskan mun fljóta um í hafinu í áratugi ef ekki aldir á meðan pappakassinn eyðist nánast samstundis. Best er þó að sjálfsögðu að henda engu í sjóinn.

Heimildir og myndir:
  • Colin Baird. University of Western Ontario: Environmental chemistry. New York, 1995.
  • Kirk-Othmer: Concise Encyclopedia of Chemical Technology. New York, 1999.
  • Sorpeyðing Eyjafjarðar.
  • ...