Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?

Guðrún Kvaran

Það telst betra mál að nota lýsingarorðið margur um það sem hægt er að telja. Sem dæmi mætti nefna: Það voru margir krakkar á leikvellinum fremur en Það var mikið af krökkum á leikvellinum, Margir bílar voru á stæðinu fremur en Mikið af bílum var á stæðinu. Á sama hátt telja margir betra mál að segja: Það var margt fólk á sýningunni fremur en Það var mikið af fólki á sýningunni, Margt fólk var við opnun sýningarinnar fremur en Mikið af fólki var við opnun sýningarinnar. Ekki er rétt að segja: *Það var mikið fólk á sýningunni eða *Það var mikið fólk viðstatt opnun sýningarinnar.


Það telst betra mál að nota margur um það sem hægt er að telja, til dæmis margir krakkar. Mikill er hins vegar notað um það sem ekki er teljanlegt, eins og mikill sykur.

Lýsingarorðið mikill er notað þegar verið er að tala um magn af einhverju sem ekki er teljanlegt, til dæmis: Hann notaði mikinn sykur út á skyrið eða mikið af sykri. Mikilli mjólk var hellt niður eða Miklu af mjólk var hellt niður.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"? og er rétt eð segja að það "sé allt fullt af fólki?" Þetta heyrir maður oft á öldum ljósvakans og mig langar að vita hvort eitthvað er rétt eða rangt.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.10.2009

Spyrjandi

Jón Ragnar Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?“ Vísindavefurinn, 23. október 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53279.

Guðrún Kvaran. (2009, 23. október). Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53279

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?
Það telst betra mál að nota lýsingarorðið margur um það sem hægt er að telja. Sem dæmi mætti nefna: Það voru margir krakkar á leikvellinum fremur en Það var mikið af krökkum á leikvellinum, Margir bílar voru á stæðinu fremur en Mikið af bílum var á stæðinu. Á sama hátt telja margir betra mál að segja: Það var margt fólk á sýningunni fremur en Það var mikið af fólki á sýningunni, Margt fólk var við opnun sýningarinnar fremur en Mikið af fólki var við opnun sýningarinnar. Ekki er rétt að segja: *Það var mikið fólk á sýningunni eða *Það var mikið fólk viðstatt opnun sýningarinnar.


Það telst betra mál að nota margur um það sem hægt er að telja, til dæmis margir krakkar. Mikill er hins vegar notað um það sem ekki er teljanlegt, eins og mikill sykur.

Lýsingarorðið mikill er notað þegar verið er að tala um magn af einhverju sem ekki er teljanlegt, til dæmis: Hann notaði mikinn sykur út á skyrið eða mikið af sykri. Mikilli mjólk var hellt niður eða Miklu af mjólk var hellt niður.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"? og er rétt eð segja að það "sé allt fullt af fólki?" Þetta heyrir maður oft á öldum ljósvakans og mig langar að vita hvort eitthvað er rétt eða rangt.

Mynd:...