
Við getum þá reiknað út tekjur allra Íslendinga á degi hverjum:
- Heildarmánaðarlaun hjá þeim sem voru í fullu starfi:
- 140.600 x 355.000 = 49.913.000.000
- Heildarmánaðarlaun hjá þeim sem voru í hlutastarfi:
- 38.000 x 236.000 = 8.968.000.000
- Samtals:
- 49.913.000.000+8.968.000.000 = 58.881.000.000
58.881.000.000 / 30 = 1.962.700.000Það má því segja að Íslendingar vinni sér inn tæpa 2 milljarða króna hvern dag, jafnt virka daga sem helgidaga. Þá má geta þess að Samtök atvinnulífsins telja umfang svartrar atvinnustarfsemi vera um 5-8%. Ef við tökum meðtaltal þeirrar spár inn í myndina eru tekjurnar:
1.962.700.000 * 1,065 = 2.090.275.500eða tæplega 2,1 milljarður króna. Heimildir:
- Hagtölur um laun, tekjur og vinnumarkað á vef Hagstofu Íslands
- Um svarta atvinnustarfsemi á vef Samtaka Atvinnulífsins
- Neuroscience Research Institute. Sótt 28.10.2009.