Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið er að berja einhvern eða eitthvað augum. Það er til í fornu máli í dálítið annarri gerð. Hún er að berja augum í eitthvað í merkingunni 'hugleiða eitthvað, velta einhverju fyrir sér' og hefur þetta samband lifað fram á þennan dag.


Þegar menn berja eitthvað eða einhvern augum, horfa þeir hvasst á eitthvað eða einhvern.

Í nútíma máli eru elst dæmi Orðabókar Háskólans um að berja einhvern eða eitthvað augum frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Merkingin er að 'koma auga á einhvern eða eitthvað'. Sögnin að berja merkir að 'veita högg, slá, lemja' og er hér notuð í yfirfærðri merkingu. Augun lenda á einhverju eins og högg þegar menn koma auga á einhvern eða eitthvað, horfa hvasst á einhvern eða eitthvað.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvort segir maður "að berja eitthvað augum" eða "bera eitthvað augum"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.10.2009

Spyrjandi

Guðbrandur Guðbrandsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?“ Vísindavefurinn, 20. október 2009. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53344.

Guðrún Kvaran. (2009, 20. október). Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53344

Guðrún Kvaran. „Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2009. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53344>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?
Orðasambandið er að berja einhvern eða eitthvað augum. Það er til í fornu máli í dálítið annarri gerð. Hún er að berja augum í eitthvað í merkingunni 'hugleiða eitthvað, velta einhverju fyrir sér' og hefur þetta samband lifað fram á þennan dag.


Þegar menn berja eitthvað eða einhvern augum, horfa þeir hvasst á eitthvað eða einhvern.

Í nútíma máli eru elst dæmi Orðabókar Háskólans um að berja einhvern eða eitthvað augum frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Merkingin er að 'koma auga á einhvern eða eitthvað'. Sögnin að berja merkir að 'veita högg, slá, lemja' og er hér notuð í yfirfærðri merkingu. Augun lenda á einhverju eins og högg þegar menn koma auga á einhvern eða eitthvað, horfa hvasst á einhvern eða eitthvað.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvort segir maður "að berja eitthvað augum" eða "bera eitthvað augum"?
...