Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um síli?

Jón Már Halldórsson

Sumarið 2005 bar nokkuð á fréttum um að óvenju lítið væri af sílum í sjónum umhverfis landið, en síli eru afar mikilvæg fæða fyrir fjölmargar fugla- og fisktegundir. Þær sílategundir sem um ræðir eru aðallega sandsíli (Ammodytes tobianus) og marsíli (Ammodytes marinus) auk trönusíla (Hyperoplus lanceolatus). Sandsíli og marsíli eru afar lík í útliti, en trönusíli eru hins vegar talsvert stærri.

Fullvaxin eru sandsíli og marsíli um 20 cm á lengd og nær ómögulegt er fyrir aðra en fiskifræðinga að greina þau í sundur. Tegundirnar eru báðar algengar í hlýsjónum fyrir sunnan og vestan land og skarast útbreiðslusvæði þeirra talsvert. Rannsóknir hafa þó sýnt að útbreiðslusvæði marsílis nær alla leið til Grænlands og virðist það því geta lifað í kaldari sjó en sandsíli. Marsíli virðast einnig vera, gagnstætt því sem áður var talið, talsvert algengari en sandsíli hér við land.Sandsíli á sundi.

Síli lifa á ýmis konar botnlægum hryggleysingjum svo sem burstaormum og ýmsum tegundum krabbadýra, fiskseiðum og fiskeggjum.

Mar- og sandsíli halda sig venjulega á 10-150 metra dýpi á sendnum botni. Hrygningarstöðvar þeirra eru á nokkrum stöðum fyrir sunnan og vestan landið. Íslenskir vísindamenn hafa til dæmis fundið hrygningarstöðvar marsíla við Ingólfshöfða, út af Vík í Mýrdal og við Rif á Snæfellsnesi á um 50 metra dýpi. Breskar rannsóknir á marsílum hafa sýnt að þau hrygna við Bretlandseyjar á sumrin og haustin og hrygnir hver hrygna á bilinu 4-20 þúsund eggjum.

Lífsbarátta síla er hörð og óvinir þeirra margir. Ýmsar fuglategundir mata unga sína á sílum, svo sem kría og lundi, og getur afkoma þeirra ráðist mjög af því hversu mikið er af sílum í hafinu hverju sinni. Auk fyrrgreindra tegunda eru síli mikilvæg fæða fyrir svartbak og teistu sem og ýmsar tegundir þorskfiska, svo sem þorsk, ýsu og ufsa. Leifar af bæði sand- og marsílum hafa jafnframt fundist í maga ótal annarra fisktegunda hér við land.

Trönusíli eru, eins og áður sagði, mun stærri en hin sílin. Þau geta orðið allt að 35-38 cm á lengd og hafa því verið kölluð löngusíli eða lönguseiði meðal sjómanna. Trönusíli halda til í grunnum sjó allt niður á 60 metra dýpi. Fæða þeirra samanstendur af dýrasvifi ýmis konar og botndýrum, auk smáfiska eins og mar- og sandsíla sem eru mikilvæg fæða trönusíla.Líkt og minni sílin þá eru trönusíli oft hálfniðurgrafin í sandbotninn.

Síli eru mikilvægir nytjafiskar. Heimsaflinn fer að mestu í bræðslu en eitthvað er líka notað í beitu. Hluti aflans fer einnig til manneldis, en trönusíli eru til dæmis borin fram pönnusteikt á sumum stöðum. Frá árinu 1996 hefur sandsílaaflinn á norðaustur Atlantshafi verið á bilinu frá 760 - 1200 þúsund tonn og voru sandsíli 14. mest veidda fisktegundin á því svæði árið 2001. Reyndar ber að hafa í huga að stór hluti af sandsílaaflanum er í raun marsíli.

Mörg náttúruverndarsamtök hafa gagnrýnt mjög veiðar á sílum undanfarin ár og haldið því fram að slíkar veiðar valdi fæðuskorti hjá öðrum dýrategundum sem byggja afkomu sína á sand- og marsílum. Sumarið 2005 var varp fuglategunda sem lifa fyrst og fremst á sílum óvenju slakt, en hvort ástæðan var ofveiði á sílum eða breytingar á ástandi hafsins, og þá aðallega hækkandi sjávarhita, verður ekki svarað hér. Hverjar sem orsakirnar eru þá komu óvenju fáir ungar upp hjá bæði lunda og kríu, og voru pysjurnar að sögn Eyjamanna horaðar í meira lagi. Lundavarp var einnig óvenju lélegt í Færeyjum og sömu sögu má segja um Hjaltlandseyjar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.10.2005

Spyrjandi

Ólöf Kjartansdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um síli?“ Vísindavefurinn, 18. október 2005. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5338.

Jón Már Halldórsson. (2005, 18. október). Getið þið sagt mér eitthvað um síli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5338

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um síli?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2005. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5338>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um síli?
Sumarið 2005 bar nokkuð á fréttum um að óvenju lítið væri af sílum í sjónum umhverfis landið, en síli eru afar mikilvæg fæða fyrir fjölmargar fugla- og fisktegundir. Þær sílategundir sem um ræðir eru aðallega sandsíli (Ammodytes tobianus) og marsíli (Ammodytes marinus) auk trönusíla (Hyperoplus lanceolatus). Sandsíli og marsíli eru afar lík í útliti, en trönusíli eru hins vegar talsvert stærri.

Fullvaxin eru sandsíli og marsíli um 20 cm á lengd og nær ómögulegt er fyrir aðra en fiskifræðinga að greina þau í sundur. Tegundirnar eru báðar algengar í hlýsjónum fyrir sunnan og vestan land og skarast útbreiðslusvæði þeirra talsvert. Rannsóknir hafa þó sýnt að útbreiðslusvæði marsílis nær alla leið til Grænlands og virðist það því geta lifað í kaldari sjó en sandsíli. Marsíli virðast einnig vera, gagnstætt því sem áður var talið, talsvert algengari en sandsíli hér við land.Sandsíli á sundi.

Síli lifa á ýmis konar botnlægum hryggleysingjum svo sem burstaormum og ýmsum tegundum krabbadýra, fiskseiðum og fiskeggjum.

Mar- og sandsíli halda sig venjulega á 10-150 metra dýpi á sendnum botni. Hrygningarstöðvar þeirra eru á nokkrum stöðum fyrir sunnan og vestan landið. Íslenskir vísindamenn hafa til dæmis fundið hrygningarstöðvar marsíla við Ingólfshöfða, út af Vík í Mýrdal og við Rif á Snæfellsnesi á um 50 metra dýpi. Breskar rannsóknir á marsílum hafa sýnt að þau hrygna við Bretlandseyjar á sumrin og haustin og hrygnir hver hrygna á bilinu 4-20 þúsund eggjum.

Lífsbarátta síla er hörð og óvinir þeirra margir. Ýmsar fuglategundir mata unga sína á sílum, svo sem kría og lundi, og getur afkoma þeirra ráðist mjög af því hversu mikið er af sílum í hafinu hverju sinni. Auk fyrrgreindra tegunda eru síli mikilvæg fæða fyrir svartbak og teistu sem og ýmsar tegundir þorskfiska, svo sem þorsk, ýsu og ufsa. Leifar af bæði sand- og marsílum hafa jafnframt fundist í maga ótal annarra fisktegunda hér við land.

Trönusíli eru, eins og áður sagði, mun stærri en hin sílin. Þau geta orðið allt að 35-38 cm á lengd og hafa því verið kölluð löngusíli eða lönguseiði meðal sjómanna. Trönusíli halda til í grunnum sjó allt niður á 60 metra dýpi. Fæða þeirra samanstendur af dýrasvifi ýmis konar og botndýrum, auk smáfiska eins og mar- og sandsíla sem eru mikilvæg fæða trönusíla.Líkt og minni sílin þá eru trönusíli oft hálfniðurgrafin í sandbotninn.

Síli eru mikilvægir nytjafiskar. Heimsaflinn fer að mestu í bræðslu en eitthvað er líka notað í beitu. Hluti aflans fer einnig til manneldis, en trönusíli eru til dæmis borin fram pönnusteikt á sumum stöðum. Frá árinu 1996 hefur sandsílaaflinn á norðaustur Atlantshafi verið á bilinu frá 760 - 1200 þúsund tonn og voru sandsíli 14. mest veidda fisktegundin á því svæði árið 2001. Reyndar ber að hafa í huga að stór hluti af sandsílaaflanum er í raun marsíli.

Mörg náttúruverndarsamtök hafa gagnrýnt mjög veiðar á sílum undanfarin ár og haldið því fram að slíkar veiðar valdi fæðuskorti hjá öðrum dýrategundum sem byggja afkomu sína á sand- og marsílum. Sumarið 2005 var varp fuglategunda sem lifa fyrst og fremst á sílum óvenju slakt, en hvort ástæðan var ofveiði á sílum eða breytingar á ástandi hafsins, og þá aðallega hækkandi sjávarhita, verður ekki svarað hér. Hverjar sem orsakirnar eru þá komu óvenju fáir ungar upp hjá bæði lunda og kríu, og voru pysjurnar að sögn Eyjamanna horaðar í meira lagi. Lundavarp var einnig óvenju lélegt í Færeyjum og sömu sögu má segja um Hjaltlandseyjar.

Myndir:

...