Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson?

Margrét Björk Sigurðardóttir

James Dewey Watson fæddist þann 6. apríl árið 1928 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann lauk B.Sc. prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Chicago árið 1947, þá aðeins 19 ára. Þremur árum seinna lauk hann svo doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Indiana.

Árið 1951 hóf hann störf á rannsóknarstofu í Cambridge á Englandi og komst þar í kynni við Francis Harry Compton Crick (1916-2004). Þeir höfðu báðir brennandi áhuga á því að leysa gátuna um byggingu DNA eða deoxyríbósakjarnsýru og hófu samstarf sem leiddi til þess að í júní 1953 birtu þeir niðurstöður sínar, þar sem þeir lýstu hinni tvöföldu gormbyggingu (e. double helix) DNA. Þeir höfðu þá unnið að verkefninu með leynd í tvö ár þar sem yfirmenn rannsóknarstofunnar höfðu ákveðið að leggja verkefnið niður. Þessi uppgötvun átti hins vegar eftir að valda straumhvörfum innan erfðafræði þar sem nú var hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að DNA væri erfðaefnið og skýra þannig lögmál erfðanna sem Mendel hafði lýst um hundrað árum fyrr. Jafnframt var nú hægt að útskýra hvernig eftirmyndun erfðaefnis fer fram.Dr. James Dewey Watson

Árið 1962 deildu Watson og Crick með sér Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði með Maurice Hugh Frederick Wilkins (1916-2004) sem hafði samhliða þeim gert sömu uppgötvun. Árið 1968 gaf Watson út bókina The Double Helix (Tvöfaldi gormurinn) sem fjallaði um rannsóknir hans og samstarfsmanna hans á DNA og þær niðurstöður sem þeir hefðu komist að. Bókin varð metsölubók um allan heim, en margir innan vísindasamfélagsins voru þó ósáttir við þá mynd sem Watson dró upp af starfsfélögum sínum og starfsháttum í vísindum.

Í framhaldi af uppgötvunum sínum á byggingu DNA stundaði Watson þýðingarmiklar rannsóknir á RNA, prótínþýðingu og byggingu veira. Rannsóknir hans og skrif höfðu mikil áhrif á rannsóknir í sameindalíffræði og erfðafræði um heim allan. Vísindamenn undir hans leiðsögn uppgötvuðu til að mynda sameindafræðilega eiginleika krabbameins og svokölluð krabbameinsgen.

Árið 1988 tók Watson að starfa við raðgreiningu á erfðaefni mannsins fyrir Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og árið eftir tók hann við stjórn þess verkefnis og leiddi það til ársins 1992. Hann er nú forstöðumaður Cold Spring Harbor rannsóknarstofunnar á Long Island í New York.

Nánari upplýsingar má finna í svörum Vísindavefsins við spurningunum:

Heimildir og lesefni:

Höfundur

Útgáfudagur

19.10.2005

Spyrjandi

Styrmir Fjeldsted
Sigríður Auðunsdóttir
Katrín Dögg Valsdóttr

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson? “ Vísindavefurinn, 19. október 2005. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5339.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2005, 19. október). Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5339

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson? “ Vísindavefurinn. 19. okt. 2005. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5339>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson?
James Dewey Watson fæddist þann 6. apríl árið 1928 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann lauk B.Sc. prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Chicago árið 1947, þá aðeins 19 ára. Þremur árum seinna lauk hann svo doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Indiana.

Árið 1951 hóf hann störf á rannsóknarstofu í Cambridge á Englandi og komst þar í kynni við Francis Harry Compton Crick (1916-2004). Þeir höfðu báðir brennandi áhuga á því að leysa gátuna um byggingu DNA eða deoxyríbósakjarnsýru og hófu samstarf sem leiddi til þess að í júní 1953 birtu þeir niðurstöður sínar, þar sem þeir lýstu hinni tvöföldu gormbyggingu (e. double helix) DNA. Þeir höfðu þá unnið að verkefninu með leynd í tvö ár þar sem yfirmenn rannsóknarstofunnar höfðu ákveðið að leggja verkefnið niður. Þessi uppgötvun átti hins vegar eftir að valda straumhvörfum innan erfðafræði þar sem nú var hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að DNA væri erfðaefnið og skýra þannig lögmál erfðanna sem Mendel hafði lýst um hundrað árum fyrr. Jafnframt var nú hægt að útskýra hvernig eftirmyndun erfðaefnis fer fram.Dr. James Dewey Watson

Árið 1962 deildu Watson og Crick með sér Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði með Maurice Hugh Frederick Wilkins (1916-2004) sem hafði samhliða þeim gert sömu uppgötvun. Árið 1968 gaf Watson út bókina The Double Helix (Tvöfaldi gormurinn) sem fjallaði um rannsóknir hans og samstarfsmanna hans á DNA og þær niðurstöður sem þeir hefðu komist að. Bókin varð metsölubók um allan heim, en margir innan vísindasamfélagsins voru þó ósáttir við þá mynd sem Watson dró upp af starfsfélögum sínum og starfsháttum í vísindum.

Í framhaldi af uppgötvunum sínum á byggingu DNA stundaði Watson þýðingarmiklar rannsóknir á RNA, prótínþýðingu og byggingu veira. Rannsóknir hans og skrif höfðu mikil áhrif á rannsóknir í sameindalíffræði og erfðafræði um heim allan. Vísindamenn undir hans leiðsögn uppgötvuðu til að mynda sameindafræðilega eiginleika krabbameins og svokölluð krabbameinsgen.

Árið 1988 tók Watson að starfa við raðgreiningu á erfðaefni mannsins fyrir Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og árið eftir tók hann við stjórn þess verkefnis og leiddi það til ársins 1992. Hann er nú forstöðumaður Cold Spring Harbor rannsóknarstofunnar á Long Island í New York.

Nánari upplýsingar má finna í svörum Vísindavefsins við spurningunum:

Heimildir og lesefni:...