Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?

EÖÞ

Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur?

Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta má sjá á eftirfarandi skýringarmynd:




Veghallinn er því reiknaður með því að deila hæðinni í lengdina:
Veghalli í prósentum = 100 * hæð / lengd

Á skiltinu hér fyrir ofan er gefinn upp 10% halli. Það þýðir að hækkunin er 10% af lengdinni, þannig að ef bíll keyrir 10 metra (miðað við láréttan flöt, ekki 10 metra í brekkunni) er hækkunin 1 metri.

Til að breyta uppgefinni prósentutölu í gráður sem margir eiga auðveldara með að sjá fyrir sér, er nóg að nota reglu úr hornafallafræði sem segir okkur að hornið x á myndinni er arkartangens af hlutfalli milli skammhliða þríhyrningsins. Í okkar tilfelli væri gráðutalan þá:
x = arctan (0,10) = 5,7 gráður.
Veghalli er yfirleitt lítil tala, miklu minni en 1 eða 100%. Þá er ágæt nálgun að segja að brekkan á myndinni sé jafnlöng og lárétta lengdin. Jafnframt er þá hornið í radíönum jafnt veghallanum. Við getum því líka sagt í dæminu hér á undan:
x = 0,10 radíanar = 5,7°

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

19.10.2009

Spyrjandi

Lydía Ósk Ómarsdóttir

Tilvísun

EÖÞ. „Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?“ Vísindavefurinn, 19. október 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53391.

EÖÞ. (2009, 19. október). Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53391

EÖÞ. „Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53391>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?
Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur?

Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta má sjá á eftirfarandi skýringarmynd:




Veghallinn er því reiknaður með því að deila hæðinni í lengdina:
Veghalli í prósentum = 100 * hæð / lengd

Á skiltinu hér fyrir ofan er gefinn upp 10% halli. Það þýðir að hækkunin er 10% af lengdinni, þannig að ef bíll keyrir 10 metra (miðað við láréttan flöt, ekki 10 metra í brekkunni) er hækkunin 1 metri.

Til að breyta uppgefinni prósentutölu í gráður sem margir eiga auðveldara með að sjá fyrir sér, er nóg að nota reglu úr hornafallafræði sem segir okkur að hornið x á myndinni er arkartangens af hlutfalli milli skammhliða þríhyrningsins. Í okkar tilfelli væri gráðutalan þá:
x = arctan (0,10) = 5,7 gráður.
Veghalli er yfirleitt lítil tala, miklu minni en 1 eða 100%. Þá er ágæt nálgun að segja að brekkan á myndinni sé jafnlöng og lárétta lengdin. Jafnframt er þá hornið í radíönum jafnt veghallanum. Við getum því líka sagt í dæminu hér á undan:
x = 0,10 radíanar = 5,7°

Heimildir og myndir: