Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Geta lýs fylgt nýju parketi?

Erling Ólafsson

Svonefnd parketlús (Dorypteryx domestica) lifir alfarið innanhúss, í híbýlum, og er á ferli allt árið á öllum þroskastigum. Hún lifir á myglusveppum öðru fremur, einkum í nýbyggðum húsum þar sem parket hefur verið lagt á gólf fyrr en skynsamlegt er. Skilyrði skapast fyrir sveppagróður undir parketi þar sem það hefur verið lagt áður en steypt gólfin hafa fengið að þorna jafn vel og æskilegt væri.

Parketlúsin er talin upprunnin í Mið-Afríku (Zimbabwe) en var fyrst uppgötvuð í Evrópu 1973. Hún dreifðist hratt um álfuna upp úr því og varð mjög algeng í húsum. Einnig hefur hún borist til Bandaríkja Norður-Ameríku.


Ljósmynd af parketlús (Dorypteryx domestica). © Erling Ólafsson.

Hér á landi finnst hún í byggðarlögum á Suðvesturlandi, það er á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Selfossi, Eyrarbakka og Laugarvatni, einnig í Grundarfirði, á Hellissandi og Akureyri.

Parketlús fannst fyrst hér á landi árið 1980 í Grundarfirði. Hún varð fljótlega afar algeng á höfuðborgarsvæðinu, einkum í hverfum sem hafa verið að byggjast upp. Algengt er að íbúar nýbyggðu húsanna verði parketlúsa varir um það bil ári eftir að parket var lagt á gólf. Það virðist vera sá tími sem kvikindin örsmáu þurfa til að verða nógu algeng til að verða sýnileg.

Ekki hefur fengist staðfesting á því hvernig þau berast í hús en getgátur eru uppi um að þær berist með byggingarefninu. Þekkt er tilvik þar sem parketlýs fóru að finnast í geymslu þar sem parketstafli hafði staðið ólagður í átta mánuði. Fullþroska parketlýs hafa mjóa vængstubba sem duga ekki til flugs en þær nota þá til að taka undir sig stökk. Af stökkunum þekkjast þær auðveldlega frá öðrum ryklúsum í húsum. Parketlýs eru illa þokkaðar af mörgum en geta varla talist skaðvaldar. Hins vegar hefur fæða þeirra, sveppirnir, reynst heilsu margra íbúa nýrra húsa skeinuhættir.

Heimildir:
  • Kucerová, Z. 1997. Macropterous form of Dorypteryx domestica (Psocoptera: Psyllipsocidae). Eur. J. Entomol. 94: 567–573.
  • Mockford, E.L. 1993. North American Psocoptera (Insecta)). Fauna and Flora Handbook No. 10. 455 bls.
  • O´Connor, J.P. 1999. Dorypteryx domestica (Smithers) (Psocoptera, Psyllipsocidae) new to Ireland. Entmol. mon. Mag. 135: 242.

Mynd:
  • Parketlús. © Erling Ólafsson. Sótt 20.8.2009.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur.

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

20.8.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Geta lýs fylgt nýju parketi?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53409.

Erling Ólafsson. (2009, 20. ágúst). Geta lýs fylgt nýju parketi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53409

Erling Ólafsson. „Geta lýs fylgt nýju parketi?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53409>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta lýs fylgt nýju parketi?
Svonefnd parketlús (Dorypteryx domestica) lifir alfarið innanhúss, í híbýlum, og er á ferli allt árið á öllum þroskastigum. Hún lifir á myglusveppum öðru fremur, einkum í nýbyggðum húsum þar sem parket hefur verið lagt á gólf fyrr en skynsamlegt er. Skilyrði skapast fyrir sveppagróður undir parketi þar sem það hefur verið lagt áður en steypt gólfin hafa fengið að þorna jafn vel og æskilegt væri.

Parketlúsin er talin upprunnin í Mið-Afríku (Zimbabwe) en var fyrst uppgötvuð í Evrópu 1973. Hún dreifðist hratt um álfuna upp úr því og varð mjög algeng í húsum. Einnig hefur hún borist til Bandaríkja Norður-Ameríku.


Ljósmynd af parketlús (Dorypteryx domestica). © Erling Ólafsson.

Hér á landi finnst hún í byggðarlögum á Suðvesturlandi, það er á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Selfossi, Eyrarbakka og Laugarvatni, einnig í Grundarfirði, á Hellissandi og Akureyri.

Parketlús fannst fyrst hér á landi árið 1980 í Grundarfirði. Hún varð fljótlega afar algeng á höfuðborgarsvæðinu, einkum í hverfum sem hafa verið að byggjast upp. Algengt er að íbúar nýbyggðu húsanna verði parketlúsa varir um það bil ári eftir að parket var lagt á gólf. Það virðist vera sá tími sem kvikindin örsmáu þurfa til að verða nógu algeng til að verða sýnileg.

Ekki hefur fengist staðfesting á því hvernig þau berast í hús en getgátur eru uppi um að þær berist með byggingarefninu. Þekkt er tilvik þar sem parketlýs fóru að finnast í geymslu þar sem parketstafli hafði staðið ólagður í átta mánuði. Fullþroska parketlýs hafa mjóa vængstubba sem duga ekki til flugs en þær nota þá til að taka undir sig stökk. Af stökkunum þekkjast þær auðveldlega frá öðrum ryklúsum í húsum. Parketlýs eru illa þokkaðar af mörgum en geta varla talist skaðvaldar. Hins vegar hefur fæða þeirra, sveppirnir, reynst heilsu margra íbúa nýrra húsa skeinuhættir.

Heimildir:
  • Kucerová, Z. 1997. Macropterous form of Dorypteryx domestica (Psocoptera: Psyllipsocidae). Eur. J. Entomol. 94: 567–573.
  • Mockford, E.L. 1993. North American Psocoptera (Insecta)). Fauna and Flora Handbook No. 10. 455 bls.
  • O´Connor, J.P. 1999. Dorypteryx domestica (Smithers) (Psocoptera, Psyllipsocidae) new to Ireland. Entmol. mon. Mag. 135: 242.

Mynd:
  • Parketlús. © Erling Ólafsson. Sótt 20.8.2009.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur....