Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?

JGÞ

Dauðahrygla er hósti eða snörl deyjandi manns. Það er þess vegna ekki tengt þeim ferlum sem fara af stað í líkamanum eftir dauðann.

Það sem gerist eftir dauðann er að líkaminn rotnar. Annars vegar fyrir tilstilli svonefndra efnakljúfa sem eru í vefjafrumum okkar en hins vegar vegna gerla sem eru í líkama okkar en fjölga sér mikið eftir dauðann.



Dauði Marat. Olíumálverk frá 1793 eftir Jacques-Louis David (1748 - 1825).

Þegar við deyjum stöðvast efnahvörf í frumum líkamans. Efnakljúfar sem starfa alla jafna eðlilega inni í frumunum taka þá til við að brjóta frumurnar niður. Þessi rotnun nefnist sjálfrot.

Eftir dauðann fjölgar gerlum sem lifa í líkama okkar. Fjölgunin á sér fyrst stað í þörmunum og þaðan dreifast gerlarnir eftir æðum og fara um allan líkamann. Efni sem gerlarnir framleiða brjóta niður vefi og stuðla þannig að rotnuninni.

Um rotnun mannslíkamans má lesa meira í fróðlegu svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd: Web Gallery of Art. Sótt 27. 8. 2009.

Höfundur

Útgáfudagur

27.8.2009

Spyrjandi

Hulda Björk Snæbjarnardóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2009, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53452.

JGÞ. (2009, 27. ágúst). Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53452

JGÞ. „Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?
Dauðahrygla er hósti eða snörl deyjandi manns. Það er þess vegna ekki tengt þeim ferlum sem fara af stað í líkamanum eftir dauðann.

Það sem gerist eftir dauðann er að líkaminn rotnar. Annars vegar fyrir tilstilli svonefndra efnakljúfa sem eru í vefjafrumum okkar en hins vegar vegna gerla sem eru í líkama okkar en fjölga sér mikið eftir dauðann.



Dauði Marat. Olíumálverk frá 1793 eftir Jacques-Louis David (1748 - 1825).

Þegar við deyjum stöðvast efnahvörf í frumum líkamans. Efnakljúfar sem starfa alla jafna eðlilega inni í frumunum taka þá til við að brjóta frumurnar niður. Þessi rotnun nefnist sjálfrot.

Eftir dauðann fjölgar gerlum sem lifa í líkama okkar. Fjölgunin á sér fyrst stað í þörmunum og þaðan dreifast gerlarnir eftir æðum og fara um allan líkamann. Efni sem gerlarnir framleiða brjóta niður vefi og stuðla þannig að rotnuninni.

Um rotnun mannslíkamans má lesa meira í fróðlegu svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd: Web Gallery of Art. Sótt 27. 8. 2009....