Hvaða forrit eru til fyrir forritun?Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarmáli, svo sem Java, inn í ritil (e. editor). Ritillinn gæti til dæmis verið forritið Notepad sem fylgir Windows eða innbyggður í ákveðið forritunarumhverfi, svo sem Visual Studio frá Microsoft. Ritillinn auðveldar manni að vinna með forritstextann því einfalt er að bæta nýjum skipunum inn í mitt forritið; ritillinn hliðrar sjálfkrafa til því sem á eftir kemur. Þegar allt forritið hefur verið slegið inn í ritilinn er það vistað á harða diski tölvunnar. En þar sem tölvur skilja yfirleitt ekki þau forritunarmál sem venjulega eru notuð þarf annað forrit sem kallast þýðandi (e. compiler) að breyta skipununum yfir á form sem tölvan getur unnið úr. Það forritunarmál sem tölvur skilja kallast vélarmál og er mjög frumstætt.

Að forrita á vélarmáli er bæði seinvirkt og erfitt. Forritarar nútímans nota nær aldrei vélarmál og hafa því lítið gagn af bók sem þessari.
- Er erfitt að læra forritun? eftir Snorra Agnarsson.
- Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð? eftir Daða Ingólfsson.
- Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað? eftir Snorra Agnarsson.
- Hvernig virka forritunarmál til dæmis C++? eftir Hjálmtý Hafsteinsson.
- Myndin er af MarkXray online shop.