Sólin Sólin Rís 08:52 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:11 • Sest 09:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:42 • Síðdegis: 17:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?

Guðrún Kvaran

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæmum að ráða virðist merkingin fljótlega verða að 'flækjast um'. Þegar á 19. öld er talað um að dandalast aftan í einhverjum eða einhverju í heldur niðrandi merkingu um að 'hanga aftan í e-m eða e-u', til dæmi um að dandalast aftan í pólitískri skoðun blaðanna. Dandalast með e-m í merkingunni 'vera í slagtogi við e-n' er vel þekkt frá því að minnsta kosti í upphafi 20. aldar, til dæmis: "Stelpan er að dandalast með strák," og sama er að segja um að dandalast utan í e-m, til dæmis: "Strákurinn er að dandalast utan í stelpu."

Uppruni orðsins er ekki fullljós. Í færeysku er til sögnin danda í merkingunni 'hossast' og er hún að öllum líkindum tengd íslensku sögninni. Þegar á 18. öld eru til dæmi í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík um nafnorðið dandali eða dandhali í merkingunni 'yfirhöfn eða skikkja sem karlmenn klæddust á ferðalögum' og heldur yngra er dandalahempa. Er þá hægt að hugsa sér að sögnin hafi upphaflega verið notuð um þá sem voru á ferðinni í slíkri yfirhöfn.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.10.2005

Spyrjandi

Hugrún Lukka Guðbrandsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?“ Vísindavefurinn, 24. október 2005. Sótt 24. febrúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=5348.

Guðrún Kvaran. (2005, 24. október). Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5348

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2005. Vefsíða. 24. feb. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5348>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæmum að ráða virðist merkingin fljótlega verða að 'flækjast um'. Þegar á 19. öld er talað um að dandalast aftan í einhverjum eða einhverju í heldur niðrandi merkingu um að 'hanga aftan í e-m eða e-u', til dæmi um að dandalast aftan í pólitískri skoðun blaðanna. Dandalast með e-m í merkingunni 'vera í slagtogi við e-n' er vel þekkt frá því að minnsta kosti í upphafi 20. aldar, til dæmis: "Stelpan er að dandalast með strák," og sama er að segja um að dandalast utan í e-m, til dæmis: "Strákurinn er að dandalast utan í stelpu."

Uppruni orðsins er ekki fullljós. Í færeysku er til sögnin danda í merkingunni 'hossast' og er hún að öllum líkindum tengd íslensku sögninni. Þegar á 18. öld eru til dæmi í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík um nafnorðið dandali eða dandhali í merkingunni 'yfirhöfn eða skikkja sem karlmenn klæddust á ferðalögum' og heldur yngra er dandalahempa. Er þá hægt að hugsa sér að sögnin hafi upphaflega verið notuð um þá sem voru á ferðinni í slíkri yfirhöfn. ...