Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvar í heiminum lifir glókollur?

Jón Már Halldórsson

Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm.Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík.

Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessara skógarvistkerfa. Varplönd hans ná frá Bretlandseyjum, og Íslandi síðan um miðjan 10. áratug síðustu aldar, austur um stóran hluta Evrópu og Rússlands allt austur að Kyrrahafsströnd, auk þess sem varpstofnar finnast sunnar í Asíu. Tegundin greinist í fjölmargar deilitegundir, meðal annars á Azoreyjum R. r. azoricus og Kanaríeyjum R. r. ellenthalerae.

Allra nyrst er glókollurinn farfugl en staðfugl annars staðar á útbreiðslusvæði sínu. Hér á landi virðist hann halda til yfir veturinn enda má heyra í honum í frostkyrrðinni í skógarlundum víða um land.

Heimildir og mynd:

  • Oiseaux.net
  • Rob Hume. Dorling Kindersley. Birds of Britain and Europe. London. 2002.
  • Martin Päckert, Christian Dietzen, Jochen Martens, Michael Wink og Laura Kvist. Radiation of Atlantic goldcrests Regulus regulus spp.: evidence of a new taxon from the Canary Islands. Journal of avian biology, 37(4): 364 – 380.
  • Mynd: Aves.is. Sótt 6. 10. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.10.2009

Spyrjandi

Ásgeir Ingi Unnsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar í heiminum lifir glókollur?“ Vísindavefurinn, 7. október 2009. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53511.

Jón Már Halldórsson. (2009, 7. október). Hvar í heiminum lifir glókollur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53511

Jón Már Halldórsson. „Hvar í heiminum lifir glókollur?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2009. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53511>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar í heiminum lifir glókollur?
Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm.Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík.

Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessara skógarvistkerfa. Varplönd hans ná frá Bretlandseyjum, og Íslandi síðan um miðjan 10. áratug síðustu aldar, austur um stóran hluta Evrópu og Rússlands allt austur að Kyrrahafsströnd, auk þess sem varpstofnar finnast sunnar í Asíu. Tegundin greinist í fjölmargar deilitegundir, meðal annars á Azoreyjum R. r. azoricus og Kanaríeyjum R. r. ellenthalerae.

Allra nyrst er glókollurinn farfugl en staðfugl annars staðar á útbreiðslusvæði sínu. Hér á landi virðist hann halda til yfir veturinn enda má heyra í honum í frostkyrrðinni í skógarlundum víða um land.

Heimildir og mynd:

  • Oiseaux.net
  • Rob Hume. Dorling Kindersley. Birds of Britain and Europe. London. 2002.
  • Martin Päckert, Christian Dietzen, Jochen Martens, Michael Wink og Laura Kvist. Radiation of Atlantic goldcrests Regulus regulus spp.: evidence of a new taxon from the Canary Islands. Journal of avian biology, 37(4): 364 – 380.
  • Mynd: Aves.is. Sótt 6. 10. 2009.

...