Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?

Svavar Sigmundsson

Vorsabær (Ossabær) er nafn á fjórum bæjum á Suðurlandi:

  1. Bær í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. (Landnáma).
  2. Bær í Skeiðahreppi í Árnessýslu.
  3. Bær í Ölfusi í Árnessýslu.
  4. Bær í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu.

Nafnið er ýmist Vörsabær eða Ossabær í handritum Njálu, Vorsabær í Jarðabók Árna og Páls en Ossabær í sóknalýsingum og í Nýrri jarðabók.

Þórhallur Vilmundarson hefur skrifað um nafnið í Grímni 3 og telur freistandi að ætla að forliður hafi verið nafnorðið *vörs kvk. sem merki ‘vatn’ eða ‘votlendi’, dregið af sömu rót og orðið ver í íslensku, til dæmis í Þjórsárver. Nafnið hafi þá verið upphaflega *Vörsarbær, sem orðið hafi Vorsabær (135).

Yfirleitt hefur verið álitið að forliður nafnsins væri Vörsar, menn frá Vörs (Voss) í Noregi. Þessi votlendisskýring er hugsanleg en ekki er sérstaklega votlent kringum Gamla-Ossabæ í Austur-Landeyjum, þar sem aðeins stór hóll er nú sjáanlegur. (Grímnir 3:132-136).

Heimildir:

  • Árni Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók I. Kaupmannahöfn 1913-1917.
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 1-3. Reykjavík 1980-1996.
  • Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

27.11.2009

Spyrjandi

Birgir Kaaber

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53517.

Svavar Sigmundsson. (2009, 27. nóvember). Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53517

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53517>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?
Vorsabær (Ossabær) er nafn á fjórum bæjum á Suðurlandi:

  1. Bær í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. (Landnáma).
  2. Bær í Skeiðahreppi í Árnessýslu.
  3. Bær í Ölfusi í Árnessýslu.
  4. Bær í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu.

Nafnið er ýmist Vörsabær eða Ossabær í handritum Njálu, Vorsabær í Jarðabók Árna og Páls en Ossabær í sóknalýsingum og í Nýrri jarðabók.

Þórhallur Vilmundarson hefur skrifað um nafnið í Grímni 3 og telur freistandi að ætla að forliður hafi verið nafnorðið *vörs kvk. sem merki ‘vatn’ eða ‘votlendi’, dregið af sömu rót og orðið ver í íslensku, til dæmis í Þjórsárver. Nafnið hafi þá verið upphaflega *Vörsarbær, sem orðið hafi Vorsabær (135).

Yfirleitt hefur verið álitið að forliður nafnsins væri Vörsar, menn frá Vörs (Voss) í Noregi. Þessi votlendisskýring er hugsanleg en ekki er sérstaklega votlent kringum Gamla-Ossabæ í Austur-Landeyjum, þar sem aðeins stór hóll er nú sjáanlegur. (Grímnir 3:132-136).

Heimildir:

  • Árni Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók I. Kaupmannahöfn 1913-1917.
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 1-3. Reykjavík 1980-1996.
  • Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968.
...